Ægir

Árgangur

Ægir - 2021, Blaðsíða 7

Ægir - 2021, Blaðsíða 7
Hólmaslóð 4 – 101 Reykjavík – Sími 5 250 250 – brimrun.is MAREIND Grundarfirði Sími 438 6611 FAR-2xx8 línan byggir á velgengni FAR- 2xx7 línunnar sem er að finna í flestum stærri skipum í dag. Skannerhúsin hafa verið endurhönnuð með tilliti til loftflæðis auk þess sem mótorinn notar ekki kol. Furuno kynnti til sögunnar svokallaðan “solid state” sendi með FAR-3000 línunni og er þann valkost líka að finna í FAR-2xx8. Þessar breytingar hafa í för með sér að viðhaldskostnaður verður í algjöru lágmarki. Notendaviðmót 2xx8 ratsjárinnar er sambæri- legt því sem er að finna í öðrum nýjum ratsjám frá Furuno s.s. FAR-3000. Til hliðar við myndina er aðgerðarstika þar sem hægt er að smella á hnappa til að kveikja/slökkva á öllum helstu aðgerðum. Í eldri gerðum ratsjáa þurfti oft á tíðum að framkvæma nokkrar aðgerðir til að gera það sama. Efst er stika þar sem hægt er að sjá og breyta stöðu ratsjárinnar, s.s. setja sendingu á á/af, breyta styrkstillingu (gain), o.s. frv. Þegar uppfært er úr FAR-2xx7 ratsjá má nota sömu kapla, takkaborð og skjá.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.