Ægir

Árgangur

Ægir - 2021, Blaðsíða 35

Ægir - 2021, Blaðsíða 35
35 fiskmörkuðum á nóttunni og undir morg- un hefjast Ragnar og samstarfsmenn hans handanna við að vinna fiskinn og gera klárt fyrir fiskborðið þegar verslun- in er opnuð kl. 11. „Við höfum alla tíð lagt höfuðáherslu á gæðin og kaupum eingöngu fyrsta flokks hráefni á mörkuðum, jafnvel þó ódýrara sé í boði. Gæðin eru ofar öllu öðru og allur okkar fiskur er línuveidd- ur,“ segir Ragnar og viðurkennir að það geti verið misjafnt hvernig gengur að fá fisk en aldrei er þó skortur. „Inn í þetta getur spilað gæftaleysi, minni veiði og samkeppni um hráefnið við útflytjendur. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá sveiflast verðið dálítið til eftir því hvern- ig eftirspurnin er erlendis,“ segir hann. Ragnar og Ólöf Ásta segja viðskipta- vinahópinn stóran. „Ýsa í mánudagssoð- ið, fiskibollur, plokkfiskur, fiskur í raspi. Þetta þarf alltaf að vera til í borðinu en svo eru tilbúnu fiskréttirnir sívinsælir. Einfaldir réttir að matreiða fyrir hvern sem er. Í okkar viðskiptavinahópi eru fastakúnnar á öllum aldri og það kemur stundum fyrir að yngstu börnin fá að velja fyrir foreldrana fiskinn í kvöldmat- inn. Það eru allar kynslóðir hrifnar af fiski.“ Fiskneysla  Ragnar skoðar fullkæsta skötuna og lyktin er góð. Kæsingin hefur tekist einstaklega vel í ár.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.