Ægir - 2021, Blaðsíða 40
40
Páll Kristjánsson hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri Slippsins á Akur-
eyri og tekur við starfinu nú um ára-
mótin af Eiríki S. Jóhannssyni sem
verið hefur framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins síðustu sex og hálft ár. Páll
hefur stýrt framleiðslusviði félagsins.
Hann er viðskiptafræðingur með
framhaldsmenntun í fjármálum og al-
þjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Ár-
ósum í Danmörku. Páll þekkir vel til
sjávarútvegstengdra verkefna, en
hann starfaði áður hjá Marel, 3X
Technology og sjávarútvegsfyrirtæk-
inu GPG Seafood á Húsavík, þar sem
hann var framkvæmdastjóri.
Margt í pípunum
„Starfsmenn Slippsins eru um 150 en má
segja að þeir séu mun fleiri, því við leit-
um í ríku mæli til samstarfsfyrirtækja,
þannig getum við þjónað viðskiptavinum
okkar enn betur og boðið upp á heildar-
lausnir. Slippurinn hefur alltaf lagt ríka
áherslu á góða og faglega þjónustu, sem
er líklega helsta ástæðan fyrir því að
viðskiptavinirnir koma aftur til okkar.
Það er margt í pípunum og fullt tilefni til
bjartsýni á þessum tímapunkti. Slippur-
inn er öflugt fyrirtæki með frábært
starfsfólk og ég er því fullur tilhlökkun-
ar,“ segir Páll Kristjánsson.
Bjartsýnn á framtíðina
Eiríkur S. Jóhannsson segist líta stoltur
um öxl.
„Tími minn hjá Slippnum hefur verið
mér gefandi. Við höfum í sameiningu
treyst undirstöður fyrirtækisins til
muna og lagt mikið af mörkum til ný-
sköpunar, sem ég trúi að skapi Slippnum
fjölmörg sóknartækifæri. Ég er bjartsýnn
fyrir hönd Slippsins á komandi tímum,
enda hefur starfsfólk félagsins sýnt og
sannað að það er í fremstu röð á sínu
sviðið í þjónustu við alþjóðlegan sjávar-
útveg sem og aðra viðskiptavini,“ segir
Eiríkur. Aðspurður um tímasetningu
þessara breytinga, segir hann „Ég er í
stjórnum margra félaga sem krefjast
mun meiri athygli en ég hef náð að veita
að undanförnu. Slippurinn er í góðum
höndum hjá Páli og hans fólki, því var
þessi ákvörðun einföld og að ég tel, fé-
laginu til framdráttar.“
Fréttir
Framkvæmdastjóraskipti
hjá Slippnum Akureyri
Páll Kristjánsson, tekur við fram-
kvæmdastjórn Slippsins Akureyri
um áramót.