Ægir

Árgangur

Ægir - 2021, Blaðsíða 32

Ægir - 2021, Blaðsíða 32
32 við verðum að skila jörðinni til afkom- enda okkar betri en við tókum við henni. Þörfin fyrir matvæli í heiminum heldur áfram að aukast og við því þarf að bregðast. Ég hef trú á því að þekk- ingin og vísindin muni hjálpa til við að snúa taflinu við. Nú er eins og allt sé á rúi og stúi. Allir eru að „mótivera“ sig með alls konar hugmyndir. Ég er ekki viss um að allt sé rétt sem verið er að reyna að gera. Mér finnst oft eins og menn séu að hlaupa í allar áttir þegar við þurfum mest á því að halda að ganga í takt til að taka skynsamlegar ákvarðanir þar sem við nýtum þekkingu og fjármuni best. Ég held að það sé svo- lítið þannig að menn vanmeti styrk vís- indanna og þekkingarinnar fyrir fram- tíðina. Því miður eru of margir með alls konar dómsdagsspár og telja að ekkert breytist til batnaðar á sama tíma og ný þekking og betri lausnir berast okkur hraðar en nokkru sinni fyrr. Ég er ekki einn af þeim sem sjá andskotann í hverju horni.“ Ótrúlegt hvað hægt er að gera Stefán gerir hafrannsóknir að umtals- efni. Þar sé verið að glíma við afar um- fangsmikil og erfið verkefni. „Rannsóknir af einhverju viti hafa aðeins staðið yfir í nokkra áratugi en þetta er ekki sagt til að kasta rýrð á störf frumherjanna Bjarna Sæmunds- sonar og Árna Friðrikssonar. Í stóra samhenginu ná rannsóknir á hafinu yfir tiltölulega stuttan tíma í veraldarsög- unni. Það er reyndar ótrúlegt hvað hægt er að gera nú á tímum. Nú er til dæmis hægt að taka sjósýni og sjá út úr því hvort einhver loðna hefur verið þar á ferðinni. Það er hægt að rannsaka loðnu og finna út hvar hún hefur verið. Það er hægt að taka sýnishorn úr hval og þá sjáum við hvað hann át, á hverju hann hefur lifað. Möguleikarnir í rannsóknum eru nánast óendanlegir. Framtíðin liggur í meiri þekkingu, hugviti og vísindum sem við getum nýtt okkur. Það eru möguleikar í veiðum á miðsjávartegundum og neðar í fæðu- keðjunni. Það er fullt af tækifærum og menn vilja alltaf læra meira og meira. Við þurfum að nýta höfin betur til að afla fæðu en fara varlega. Þar eru þör- ungar og þang, miðsjávartegundir og svo framvegis. Mér finnst þetta allt vera á fleygiferð áfram. Faraldurinn hefur svo kennt okkur nýjar samskiptaleiðir sem munu verða áfram við lýði. Svona hörmungar eins og heimsfaraldurinn er framkalla oft mikla framþróun,“ segir Stefán Friðriksson. Stofnað í dönsku konungsríki Sagt hefur verið að Ísfélag Vestmannaeyja hafi verið með sömu kennitöluna í 120 ár. Það er auðvitað ekki rétt. Kennitalan var fundin upp löngu eftir að fyrirtækið var stofnað. Það var reyndar stofnað í dönsku konungsríki og nokkru fyrir full- veldið. Saga félagsins er í raun saga iðnbyltingar á Íslandi, þróun sjávarútvegs- ins. Þegar vélarnar komu um borð í báta gátu menn sótt lengra og verið lengur að. Þá kom aukin þörfin fyrir beitu og hana þurfti að geyma og þá urðu íshúsin til. Ís var tekinn af vötnum á veturna og hann notaður til að frysta beituna. Svo var farið að nota vélbúnað til að halda frosti í geymslunum. Síðan fleygði allri þróun í sjávarútvegi fram. Félagið hóf í frystingu á fiski og síðar útgerð. Á síð- ustu árum er breytingin sú, að Þórshöfn bættist við þegar félagið festi kaup á Hraðfrystistöð Þórshafnar. Í dag er Ísfélagið fyrst og fremst í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski. Bolfiskurinn er notaður til að þétta götin á milli uppsjávarver- tíða. Engu að síður er félagið ágætlega búið til veiða og vinnslu á botnfiski. „Ísfélagið er félag, sem var stofnað í danska konungsveldinu og á sama af- mælisdag og fullveldið, var rúmlega fertugt þegar lýðveldið er stofnað, fór í gegnum kreppuna, tvær heimstyrjaldir, spænsku veikina, Covid núna, vinstri stjórnir, aflabresti og svo framvegis, en stendur enn styrkum stoðum. Í ljósi framangreinds get ég ekki annað sagt en að ég hef trú á mannkyninu og getu þess til bregðast við aðsteðjandi ógnum. Það eru bjartir tímar framundan," segir Stefán..  Ísfélagið er með bæði uppsjávar- og bolfiskvinnslur á Þórshöfn og í Vestmanna- eyjum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.