Ægir

Árgangur

Ægir - 2021, Blaðsíða 21

Ægir - 2021, Blaðsíða 21
21 inn sem gerir mönnum kleift að keyra aðalvélina á breytilegum snúningi, frá 600 sn/min upp í 750 sn/min og nýta á sama tíma ásrafalinn til orkuframleiðslu. Þannig fer öll orkuframleiðsla skipsins í gegn um búnað sem skilar annars vegar 60 riða straum til smærri notenda og jafnstraum til riðabreyta stærri notenda, eins og togspila og frystipressa. Þetta gerir mönnum kleift að keyra alltaf með hagkvæmasta snúningshraða á skrúfu skipsins, 60-80 sn/min, og hámarka þannig nýtni skrúfunnar, halda stöðugri tíðni fyrir riðstraums notendur og keyra stóra hraðastýrða notendur með einföld- um tíðnibreytum, sem endast helmingi betur en tvöfaldir tíðnibreytar þar sem riðsstraums notanda er stýrt út frá rið- straum með tvöföldum tíðnibreyti,“ segir Sævar. Að utan er skipið allt heitgalvaniserað og málað með hágæða málningarkerfi frá Hempels.  Sævar Birgisson, hönnuður hjá Skipasýn, segir að frystiskipið Baldvin Njálsson GK 400 sé einn hagkvæmasti togari sem hafi verið byggður. Mynd: Hjörtur Gíslason

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.