Ægir

Árgangur

Ægir - 2021, Blaðsíða 11

Ægir - 2021, Blaðsíða 11
11 höfuðlínukapalsins þar með ekki upp talda. ,,Léttleikinn, styrkurinn og endingin eru ef til vill helstu kostirnir þegar öllu er á botninn hvolft. Þetta er auðvitað tóg í stað vírs og það er því miklu léttara í drætti sem sparar umtalsvert af olíu. Styrkurinn er ótrúlegur og hann gefur vírunum ekkert eftir, öðru nær. Þá er endingin eftir, hún er allt að því þreföld miðað við vírinn. Það er að minnsta kosti okkar reynsla. DynIce kapallinn ryðgar ekki en það gerir vírinn. Ég veit að DynIce Data höfuðlínukapallinn er eitthvað dýrari en hefðbundnir kaplar en okkar reynsla er að sú upphæð er mjög fljót að sparast,” segir Eyjólfur Guðjónsson. Kominn í sjö íslensk uppsjávarskip Hampiðjan hefur selt DynIce Data höfuð- línukapalinn til útgerða tíu uppsjávar- veiðiskipa á Íslandi, í Færeyjum og Nor- egi. Íslensku skipin eru Huginn VE og Ís- leifur VE frá Vestmannaeyjum, Norð- fjarðarskipin Börkur NK og Beitir NK, Vilhelm Þorsteinsson EA frá Akureyri og Venus NS og Víkingur AK frá Brimi en heimahafnir þeirra eru annars vegar Vopnafjörður og hins vegar Akranes. Færeysku skipin Finnur Friði og Tróndur í Gøtu eru bæði með DynIce Data höfuð- línukapla sem og norska skipið Harvest.  Einar P. Bjargmundsson, sölustjóri Hampiðjunnar á Íslandi.  Uppsjávarskipið Ísleifur VE. Veiðibúnaður Taktu ábyrgð á þínum hlut! iTUB hjálpar fyrirtækjum að ná markmiðum sínum um sjálfbærni í umhverfismálum iTUB sendir öllum sjómönnum bestu jóla- og nýárskveðjur www.itub-rental.com

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.