Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.05.2022, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 25.05.2022, Qupperneq 2
Danmark í Reykjavík Skólaskipið Danmark liggur nú við bryggju í gömlu höfninni í Reykjavík. Hingað kom seglskipið frá Assen í heimlandinu þaðan sem lagt var upp 12. maí síðastliðinn. Þetta glæsilega skip var smíðað í skipasmíðastöðinni í Nakskov á árið 1933. Um borð í Danmark eru hverju sinni áttatíu sjóliðaefni sem stíga þar sín fyrstu og spennandi skref á siglingu um höfin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Listamaðurinn spænski Juan hefur unnið að því undanfar- ið að blása lífi í hluti í miðbæ Selfoss sem vakið hafa athygli. Hefur hann breytt brunahana í trúðaís, rafmagnskassa í mjólkurbíl og brunnloki í 10 og 50 króna peninga. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Nokkrar myndir birtust af spænska listamanninum Juan á Facebook-síðu Miðbæjar Selfoss og fengu yfir þúsund læk og hundruð ummæla. Juan fékk listrænt frelsi við sköpunina til að breyta hvers- dagslegum hlutum og glæða þá lífi. Einna mesta eftirtekt vekur gamalt Prins póló-bréf sem málað er yfir þrjú samliggjandi brún brunnlok. „Ég vissi að Prins póló væri goð- sagnakennt súkkulaðistykki hér á Íslandi. Það er verið að gera þetta svæði þannig að hið gamla er sett í nýjan búning. Gömul hús upp- gerð og ég hugsaði með mér að setja gömlu umbúðirnar þarna ofan á,“ segir Juan. Hann segir að um leið og hann sá brunnlokið hafi hann séð einhvers konar súkkulaði. „Þeir buðu mér í heimsókn til að taka myndir og fá hugmyndir. Ég gerði það og fór að hugsa hvað ég gæti gert við hluti sem er fyrir allra augum en enginn veltir fyrir sér.“ Br unahaninn vek ur einnig eftirtekt en hann er málaður sem trúðaís enda er ísbúð þar skammt frá. „Það er mikið selt af ís á Sel- fossi. Við vildum gera eitthvað við þennan brunahana og það blasti við að hann ætti að vera trúðaís. Augun, nefið og brauðið koma vel út,“ segir hann. Juan kom hingað til lands árið 2016 en þá aðeins í heimsókn. Hann er frá Valencia og segist hafa verið búinn að vera hér í nokkra daga þegar hann fékk spurningu um verkefni. Juan gerði eftirminnilegan Super Mario Bros vegg í Vesturbæn- um í Reykjavík. „Ég var búinn að vera í nokkra daga þegar ég fékk beiðni um verk. Ég hugsaði með mér að þetta væri einstakt. Hér er fólk mjög opið fyrir litum og listum og þetta hefur eigin- lega ekki hætt síðan.“ Næstu verk hans verða í Hafnar- firði og Vestmannaeyjum en einka- aðili hefur pantað þjónustu hans. Gerði það í gegnum Instagram- reikning hans. „Það er svo ótrúlegt með birtuna hérna á Íslandi að ég gæti byrjað klukkan fjögur að nóttu og málað fram eftir nóttu. Sumarið er komið og það er nóg að gera,“ segir listamaðurinn. n Málaði gamalt Prins póló bréf á brunnlok á Selfossi Juan með trúðaísinn og fyrir framan brunahanann sem lítur eins út. Óður til fortíðar þar sem Juan málaði gamla góða Prins pólóið á brunnlok. MYND/AÐSEND Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is benediktarnar@frettabladid.is ingunnlara@frettabladid.is HÆLISLEITENDUR „Ég sagði þetta til að fá fólk til þess að hlusta,“ segir séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju sem á Facebook í gær sagði Vinstra græna eiga vísan stað í helvíti vegna þátttöku þeirra í ríkisstjórninni. „Það er sér stak ur stað ur í hel- víti fyr ir fólk sem sel ur sál sína fyr- ir völd,“ skrifaði Davíð Þór sem var að fjalla um yfirvofandi brottvísun stórs hóps hælisleitenda. Aðspurður kvaðst Davíð Þór í gær standa hvert við einasta orð og ekki eiga von á því að ein hver frá þjóð- kirkjunni hefði samband við hann. Séra Agnes M. Sigurðardóttir biskup sagði hins vegar í gær að Davíð Þór hefði brotið siðareglur þjóðkirkj- unnar og að von væri á yfirlýsingu frá kirkjunni en vildi að öðru leyti ekki svara spurningum um málið. „Það er alveg stað reynd að það er ekki góð guð fræði að segja þetta, enda er ég að tjá mig hér svo lítið,“ viðurkenndi Davíð Þór. „Ég held að biskup hafi látið fram skoðanir sem fara ein dregið saman við mínar þó að hún kannski orði þær ekki eins af dráttar laust,“ bætti hann við. „Það er líka alveg á hreinu að prestur hefur alveg rétt til að tjá per sónu legar skoðanir sínar án þess að það eigi að líta á þær sem opin bera af stöðu kirkjunnar.“ Orri Páll Jóhannsson, þingmaður og þingf lokksformaður Vinstri grænna, fordæmdi í gær orð Davíðs Þórs. „Með þessum ummælum er verið að ala á hatursorðræðu í sam- félaginu sem er eitt stærsta mein okkar samtíma. Það er grafalvarlegt að þjóðkirkjan taki þátt í slíku,“ sagði hann í svari til Fréttablaðsins. n Nánar á frettabladid.is Boðar yfirlýsingu vegna séra Davíðs Séra Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju sbt@frettabladid.is ÖRYGGISMÁL Sendi nefndir frá Finn- landi og Sví þjóð funda með tyrk- neskum yfirvöldum í Ankara í dag í von um að Tyrkir láti af andstöðu sinni við aðild þeirra að NATO. Löndin tvö vonuðust til þess að eiga greiða leið að aðild að NATO en öll aðildar ríki bandalagsins þurfa að sam þykkja aðildarum sókn. Finn ar og Svíar vilja með aðild að NATO tryggja öryggi sitt eftir innrás Rússa í Úkraínu. Tyrkir krefjast þess meðal ann- ars að Svíar af létti refsi að gerðum gegn Tyrk landi, þar á meðal banni á vopna út flutningi. Einnig að Svíar hætti „pólitískum stuðningi við hryðju verk“, stöðvi fjár mögnun hryðju verka hópa og stöðvi vopna- f lutninga til Verka manna f lokks Kúrda og sýr lenskra upp reisnar- hópa. n Svíar og Finnar ræða við Tyrki 2 Fréttir 25. maí 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.