Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.05.2022, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 25.05.2022, Qupperneq 4
jonthor@frettabladid.is KÍNA Ný skjöl varpa ljósi á fjölda- fangelsun Kínverja á Úígúrum og öðrum minnihlutahópum í svoköll- uðum endurmenntunarbúðum þar í landi. Þau bera nafnið Xinjiang- lögregluskjölin. Í skjölunum má finna þúsundir ljósmynda af föngunum og þá þykja þau sýna fram á að þeir sem reyni að flýja búðirnar séu skotnir. Hakkarar komust yfir skjölin og sendu þau á fjölmiðla fyrr á þessu ári. Í gær birtust fréttir upp úr þeim, meðal annars frá BBC, en miðillinn segir skjölin skýra stöðu fólks í búð- unum. Þessar fregnir hafa vakið upp mikil viðbrögð. Til að mynda hafa þýsk stjórnvöld kallað eftir rann- sókn. n Málefni sem snúa að samgöngusáttmál­ anum, Borgarlínunni miðað við frumdrög og allt sem snýr að Miklubraut í göng og Sæbraut líka, eru líka á dagskrá. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík Þjóðarbrot Úígúra býr að mestu leyti í Xing­ jang­héraði í Kína og eru flestir múslimar. Samgöngur, hröð bygging íbúða, velferðarmál og grænar áherslur gætu orðið málefna- grunnur í formlegum meiri- hlutaviðræðum. Borgarstjóra- stóllinn gæti þó orðið bitbein. bth@frettabladid.is REYKJAVÍK „Já, ég sé fyrir mér að Sundabraut verði byggð. Það er lík- legt en útfærslan er enn óljós,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfull- trúi Samfylkingarinnar. Undir þetta tekur Þórdís Lóa Þór- hallsdóttir, oddviti Viðreisnar: „Við munum leggja áherslu á að fara í Sundabraut, að mínu mati er Sundabraut partur af þéttingu byggðar og uppbyggingu atvinnu- fyrirtækja á Esjumelum,“ segir Þór- dís Lóa. Hún bætir við að Sunda- braut sé umhverfisvæn og góð framkvæmd. Einar Þorsteinsson, oddviti Fram- sóknarflokksins, sagðist talsmaður Sundabrautar í kosningabaráttunni. Ekki er vitað til að andstaða sé meðal Pírata við Sundabraut. Flest bendir því til að ráðist verði í mannvirkið á kjörtímabilinu. Ef næst að mynda meirihluta milli flokkanna fjögurra. Á blaðamannafundi í gær og í samtölum Fréttablaðsins við full- trúa Framsóknarf lokksins, Sam- fylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata komu fram áherslur sem vænta má að verði ræddar í ýmsum málefnum. Velferðarmál, hröð fjölgun íbúða, græn stefna í samgöngum og Sunda- braut verða í kastljósinu. Fulltrúar flokkanna halda þó að nokkru spilunum að sér „enda er ferðalagið sjálft fram undan“, eins og einn þeirra orðaði það. „Málefni sem snúa að samgöngu- sáttmálanum, Borgarlínunni miðað við frumdrög og allt sem snýr að Miklubraut í göng og Sæbraut líka, eru líka á dagskrá,“ segir Þórdís Lóa um áherslur. Málefnalegur „þétt- leiki“ sé innan hópsins. Það mál sem helst gæti orðið bit- bein og sundrað samstöðu er sjálfur borgarstjórastóllinn. „Ég ætla ekkert að úttala mig um það hver eigi að verða borgarstjóri, hvenær eða hvernig það verður,“ sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarmanna. Áður hafði Fréttablaðið spurt Dag B. Eggertsson borgarstjóra og Einar hvort til greina komi að annar full- trúi en þeir tveir úr hópi flokkanna fjögurra verði borgarstjóri. Hvor- ugur svaraði því beint. Heimildir blaðsins herma að hjá Pírötum og innan Viðreisnar hafi verið rætt hvort lending í átökum Dags og Einars um borgarstjóra- stólinn gæti orðið ef einhver annar en þeir tveir yrði borgarstjóri. Mjög óljós svör bárust frá þeim tveimur um þetta á fundinum í gær. „Það er alveg rétt að átök um borgarstjórastólinn eru líklegasta ástæða ágreinings í þessum viðræð- um,“ sagði innanbúðarmanneskja í Framsóknarflokknum í samtali við Fréttablaðið í gær. Stíf krafa er meðal margra Fram- sóknarmanna um að þeir fái borgar- stjórann. Aðrir telja að reynsluleysi Einars standi slíkri kröfu fyrir þrifum. Tíu dagar voru liðnir frá kosn- ingum í gær þegar Framsókn, Sam- fylking, Píratar og Viðreisn kynntu formlegar viðræður. Oddvitar allra f lokkanna fjögurra lýstu ánægju með skrefið. Dagur lýsti ánægju með upphaf formlegra viðræðna en gat þess að staðan væri f lókin. Verkefnið væri að tryggja meirihluta heilt kjör- tímabil. n Flokkarnir sammála um Sundabraut Formlegar meirihlutaviðræður eru hafnar milli borgarstjórnarflokka Framsóknar, Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Frumsýning á morgun borgarleikhus.is Tryggðu þér miða ggunnars@frettabladid.is IÐNAÐUR Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra, hefur sett saman teymi sem undirbýr nauðsynlegar aðgerðir til að liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga til landsins. Samkvæmt Samtökum iðnaðar- ins þurfa fyrirtæki í hugverkaiðnaði að ráða níu þúsund sérfræðinga á næstu fimm árum ef þau eiga að geta nýtt vaxtartækifæri sín. Nokk- ur stór fyrirtæki eru þegar farin að horfa út fyrir landsteinana vegna þess hve erfiðlega hefur gengið að ráða fólk hér að undanförnu. Áslaug Arna telur mikilvægt að bregðast hratt við þeirri stöðu sem upp er komin. „Þetta er umfangsmikið verkefni sem kallar á samvinnu ráðuneyta og Ráðherra hyggst opna hraðleið fyrir erlenda sérfræðinga Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir, ráðherra undirstofnana. Við þurfum að bæta þjónustu, hraða afgreiðslu og auka upplýsingagjöf. Ég horfi til þess að hér verði opnað fyrir hraðleið og skilgreiningar rýmkaðar.“ Áslaug vonast til að geta tilkynnt í hverju tillögurnar felast strax í júní. „Þetta verða aðgerðir sem snúa að því að Ísland verði fyrsti val- kostur fyrirtækja. Bæði varðandi skattaumhverfi vegna rannsókna og þróunar en ekki síður til að opna Ísland fyrir þeim sem hingað vilja koma.“ Að mati Áslaugar felst lykill að bættum lífsgæðum í því að hugvit verði stærsta útflutningsgreinin. „Ef það á að raungerast þurfum við f leira fólk. Við eigum í alþjóð- legri samkeppni um besta fólkið og Ísland verður að vera eftirsóknar- verður valkostur.“ n Gögn bendi til að Kína beiti Úígúra miklu harðræði Franskir aktívistar mótmæla með- ferð á Úígúrum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 4 Fréttir 25. maí 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.