Fréttablaðið - 25.05.2022, Síða 13

Fréttablaðið - 25.05.2022, Síða 13
Fjarvinna á auðvitað ekki alls staðar við en þar sem hún á við getur hún haft jákvæð áhrif á marga þætti starfsins og á jafnvægi milli vinnu og einka- lífs. Fjarvinna jókst til muna á tímum heimsfaraldurs og sóttvarnaaðgerða. Reynslan leiddi af sér nýja hugsun og nálgun um hvar fólk getur unnið vinnuna sína. Til varð skilningur á því að einn fastur vinnustaður sé ekki eina leiðin. Í júlí 2020 sögðu 78% starfsfólks á evrópskum vinnu- markaði að þau myndu kjósa að geta unnið áfram í fjarvinnu að ein- hverju leyti. Fjarvinna hefur sömu- leiðis verið litin jákvæðum augum af vinnuveitendum vegna jákvæðra áhrifa á framleiðni og vegna þess að sveigjanleiki leiðir til aukinnar starfsánægju. Fjarvinna og tækni tengd henni skapa jafnframt ný tækifæri fyrir fyrirtæki og stofn- anir til að draga úr rekstrarkostnaði vegna húsnæðis og ferða. Fjarvinna á auðvitað ekki alls staðar við en þar sem hún á við getur hún haft jákvæð áhrif á marga þætti starfsins og á jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Margir kjósa að geta átt kost á fjarvinnu að hluta í stað þess að vinna eingöngu að heiman. Fjarvinnustefna getur haft jákvæð áhrif á samgöngur og umferðarþunga og um leið stutt við markmið stjórnvalda í umhverfis- og loftslagsmálum. Síðast en ekki síst felast mikil tækifæri í fjarvinnu- stefnu fyrir landsbyggðirnar. Aukin áhersla á fjarvinnu sem og störf án staðsetningar leiðir til þess að hægt er að stunda vinnu óháð búsetu. Tími skrifstofunnar liðinn í Finnlandi Á meðan heimsfaraldur Covid-19 stóð sem hæst voru allt að 37% starfsfólks í Evrópu í fjarvinnu. Hlutfallið var hins vegar umtals- vert hærra í Finnlandi, þar sem það fór í 59% samkvæmt könnuninni „Living, working and COVID-19“ frá 2020. Finnland hefur til lengri tíma verið leiðandi í að liðka fyrir fjarvinnu þegar kostur er á. Árið 2019 var Finnland með eitt hæsta hlutfall starfsfólks í f jarvinnu í Evrópu, en hlutfall starfsfólks sem var reglulega í fjarvinnu var 14,1% í Finnlandi á meðan hlut- fallið í öðrum Evrópuríkjum var að meðaltali um 5,4%. Þegar litið var til þeirra sem unnu að hluta til í fjarvinnu var þetta hlutfall 25% í Finnlandi. Hverjar eru ástæðurnar fyrir því að tími skrifstofunnar er að líða undir lok í Finnlandi? Finnar eru framarlega í stafrænni tækni, sbr. Digital Economy and Society Index (DESI). Sterkir stafrænir innviðir í Finnlandi hafa verið lykilþáttur í háu hlutfalli starfsfólks í f jar- vinnu. Þá er atvinnumarkaðurinn sjálfur og samsetning starfa í Finn- landi þannig að hátt hlutfall starfa hentar til fjarvinnu. Finnsk stjórn- völd hafa stigið markviss skref til að styðja við fjarvinnu þar sem hún á við. Sveigjanlegur vinnutími hefur verið lögfestur í finnskri laga- setningu alveg frá 1996. Árið 2011 buðu 92% fyrirtækja í Finnlandi starfsfólki upp á sveigjanlegan vinnutíma. Þessi stefna er grund- vallarþáttur um að koma til móts við fjölskyldur og foreldra á vinnu- markaði og það á ekki að líta fram hjá því að fjarvinnustefna getur haft ólík áhrif á kynin. 1. janúar 2020 tóku gildi lög í Finnlandi sem heimiluðu starfsfólki í fullu starfi að skipuleggja um helming vinnu- tíma síns, þ.e. hvar og hvenær vinna þess er innt af hendi. Mörg stærri alþjóðleg fyrirtæki hafa innleitt blöndu af f jar- og staðvinnu þannig að samkomulag er um hversu oft starfsfólk mætir á skrifstofu, en að öðru leyti hefur starfsfólk frelsi um hvar það innir af hendi sín verkefni. Fjarvinna í þágu loftslagsmála Íslensk stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið í lofts- lagsmálum. Liður í því að ná þeim fram er að draga úr losun gróður- húsalofttegunda frá bílaumferð og samgöngum innanlands. Fjar- vinnustefna getur stutt við þau markmið. Reynsla Finna sýnir þessi tengsl. Árið 2109 unnu um 357.000 starfsmenn í fjarvinnu í Finnlandi en í heimsfaraldrinum fór sú tala upp í 790.000. Frá 2019-2020 dró úr meðalakstri um 4%, þ.e. um fjölda ekinna kíló- metra fólksbíla. Fjarvinna er vafa- lítið stór þáttur í því þótt aðrir þættir hafi einnig haft áhrif svo sem færri samkomur. Samkvæmt spám þar í landi er talið að árið 2030 verði f jöldi starfsmanna í Finnlandi í fjarvinnu 577.000. Sam- kvæmt sömu spám er reiknað með að hægt verði að minnka koltví- sýringslosun frá bílaumferð á árs- grundvelli um allt að 125.000 tonn vegna aukinnar fjarvinnu. Fjarvinna og byggðastefna haldast í hendur Hið opinbera getur bæði skapað atvinnutækifæri og rekið kraft- mikla byggðastefnu með því að vera sveigjanlegra í nálgun um fastar starfstöðvar. Sem stendur er eitt ráðuneyti af 12 með fram- sækna stefnu í þessum efnum en hvers vegna vinnur Stjórnarráðið ekki allt eftir fjarvinnustefnu? Þannig er hægt að laða að og halda í hæfileikaríkt starfsfólk, spara í skrifstofurekstri og ferða- kost naði, au ka sveig janleika starfsfólks og leggja markmiðum á sviði loftslagsmála lið. Íbúar á landsbyggðunum gætu keppt um störf opinberra stofnana með því að vinna hana í fjarvinnu, ýmist að heiman eða á sérstakri f jar- vinnuaðstöðu. Ég hef lagt fram þingsályktunar- tillögu um að stjórnvöld fram- kvæmi úttekt á tækifærum í fjar- vinnu og f jarvinnustefnu fyrir íslenskan vinnumarkað. Í kjöl- farið verði lagðar fram tillögur um að auka möguleika á fjarvinnu þar sem henni verður komið við. Teknar verði saman upplýsingar um þá reynslu sem varð til í heims- faraldrinum og settar fram tillögur um hvernig má auka hlut fjarvinnu á íslenskum vinnumarkaði. Með þessu geta íslensk stjórnvöld orðið leiðandi um að festa fjarvinnu- stefnu í sessi. ■ Ísland á að setja sér metnaðarfulla fjarvinnustefnu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar Sviðslistamiðstöð Íslands auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki Performing Arts Centre Iceland open call for travel grants Ferðastyrkir eru veittir sviðs- listafólki til sýningaferðalaga erlendis eða til að taka þátt í viðburðum sem miða að því að vekja áhuga, auka sýnileika og eftirspurn eftir íslenskum sviðsverkum utan landstein- anna. Sviðslistamiðstöð úthlutar 75.000 kr. á einstakling fyrir ferðir innan Evrópu en 100.000 kr. fyrir ferðir utan Evrópu. Umsóknarfrestur er til og með 8. júní 2022. Nánari upplýsingar og rafrænt umsóknarform er að finna á www.svidslistamidstod.is Travel grants are granted to professional performing artists for international touring or participation in events aimed at increasing interest, vis- ibility and demand for Icelandic performing arts works outside of Iceland. The centre provides ISK 75,000 per person for trips within Europe and ISK 100,000 for trips outside Europe. The application deadline is 8th June 2022. Further information and an online application form can be found at www.svidslista- midstod.is Tísku- og snyrtivöruverslunin hefur verið starfrækt í verslunarmiðstöðinni Glæsibæ frá því hún tók til starfa árið 1970. Eigendum þykir tími til kominn að aðrir taki við keflinu og vilja selja rekstur, birgðir og innanstokksmuni. Auk snyrtivara selur verslunin fatnað og fylgihluti með áherslu á aldurshópinn 40+. Hlutfall fatnaðar í sölu er um 50%. Í versluninni eru seld þekkt alþjóðleg snyrtivörumerki s.s. Chanel, Lancome, Guerlain, Helena Rubenstein, Bioterm og Bioeffect auk ilmvatna. Verslunin er vel staðsett í rúmlega 100 fm. leiguhúsnæði. Stöðugildi eru að jafnaði 2-3. Hentar vel einum eða fleiri einstaklingum með áhuga á þessu sviði.   Snyrtivöruverslunin Glæsibæ er til sölu Nánari upplýsingar veitir Brynhildur Bergþórsdóttir | Kontakt fyrirtækjaráðgjöf brynhildur@kontakt.is | 868 8648 MIÐVIKUDAGUR 25. maí 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.