Fréttablaðið - 25.05.2022, Qupperneq 24
Hann var með lokuð
augun allan tímann og
fyrir vikið virtist hann
auðmjúkur á einhvern
heillandi hátt.
Hér í þessu
sýningar-
rými koma
saman
fortíð í
formi eldri
verka, eins
konar
beinagrind
úr Sólon
Íslandus,
nútíðin er
samtalið
við sýn-
ingarrýmið
hér og
hauskúpan
möguleg
framtíð.
TÓNLIST
Andrea Bocelli
söng blandaða dagskrá
Með honum komu fram: Jóhanna
Guðrún, Maria Aleida Rodriguez
og Anastasyia Petryshak. Sinfonia
Nord lék. Söngsveitin Fílharmonía
kom fram.
Stjórnandi: Marcello Rota
Kórinn í Kópavogi
laugardagur 21. maí
Jónas Sen
Ég tók myndskeið af öllum fjöld-
anum í hléinu á tónleikum Andrea
Bocelli í Kórnum á laugardagskvöld-
ið og birti á Facebook. Einn vinur
minn kommenteraði: „Hefði verið
fullkomið tækifæri til að bólusetja
með fjórðu sprautunni. Bara svona
fyrst allir gamlingjar á höfuðborgar-
svæðinu voru á annað borð mættir.“
Ég verð að mótmæla þessari
hæðni! Það voru síst bara gaml-
ingjar á tónleikunum, þótt meðal-
aldurinn hafi verið fremur hár. En
fagnaðarlætin voru svo sannarlega
alveg jafn mikil og á popptónleikum
með æstum unglingum. Alsæla tón-
listarinnar spyr ekki um aldur.
Söngur misjafn en mikið karisma
Andrea Bocelli er reyndar ekki besti
óperusöngvari í heimi. Rödd hans er
fremur hörð, mjó og virðist dálítið
klemmd á efstu tónunum. Engu
að síður voru tónleikarnir bráð-
skemmtilegir. Gríðarlegt karisma,
það er sviðssjarmi, vóg upp á móti
veiku hliðunum, og tilfinningin í
hverju lagi var svo sannarlega ekta.
Bocelli söng áreynslulaust og af
óheftum krafti, og lögin voru hvert
öðru skemmtilegra. Þau voru allt
þekktir óperusmellir fyrir hlé,
en seinni hluti dagskrárinnar var
poppaðri.
Lögin sem Bocelli söng voru til
dæmis La donna e mobile eftir
Verdi, You'll Never Walk Alone eftir
Rodgers, Nessun Dorma eftir Pucc-
ini og Con te partiro eftir Sartori.
Það síðastnefnda er spilað þrisvar
sinnum í einum þættinum um
Soprano-fjölskylduna, og þá ein-
mitt með Bocelli. Söngvarinn er
nefnilega heimsfrægur og hefur selt
óguðlega mikið af plötum.
Söngvarinn var með lokuð augu
Bocelli er blindur, og það ásamt
því að hann er fjallmyndarlegur
og glæsilegur, er án efa stærsti hluti
sviðssjarmans og frægðarinnar.
Hann var með lokuð augun allan
tímann og fyrir vikið virtist hann
auðmjúkur á einhvern heillandi
hátt. Maður fékk einfaldlega ekki
nóg af því að horfa á hann.
Með söngvaranum spilaði Sin-
fonia Nord undir stjórn Marcello
Rota. Hún gerði það mjög vel. Auðvit-
að var tónlistarflutningurinn magn-
aður upp, annað væri ekki hægt í
slíku gímaldi sem Kórinn er. Klass-
ísk tónlist er viðkvæm fyrir slíku, en
hér var virkilega vel að verki staðið.
Hljómsveitarleikurinn var skýr en
að sama skapi mildur og í fínu styrk-
leikajafnvægi. Spilamennskan var
nákvæm og fagmannleg, allar nótur
voru á sínum stað.
Góðir gestir
Nokkrir listamenn komu fram
með söngvaranum. Maria Aleida
Rodriguez söng af yfirburðum, þar
á meðal nokkra dúetta með Bocelli.
Rödd hennar virtist samt örlítið
lægri í hátalarakerfinu. Sennilega
var það með ráðum gert. Enginn
mátti skyggja á stjörnuna.
Jóhanna Guðrún var sérstakur
gestur á tónleikunum. Söngur
hennar kom best út þegar hún flutti
Vetrarsól eftir Gunnar Þórðarson.
Flutningurinn var tilf inninga-
þrunginn og glæsilegur, röddin
sérlega mögnuð. En dúettarnir
hennar með Bocelli voru síðri af
ofangreindum ástæðum. Hljóð-
blöndunin var Bocelli í hag og lítið
heyrðist í söngkonunni.
Anastasyia Petryshak lék svo
á fiðlu, meðal annars hinn fræga
Czardas eftir Monti. Það var smart,
fiðluleikurinn var öruggur og jafn,
og það gneistaði af honum. Fiðlu-
hljómurinn var þó skrýtinn í hljóð-
kerfinu, hljóðjöfnunin hampaði of
mikið neðra tónsviðinu, með þeim
afleiðingum að fiðlan hljómað bara
hreint ekkert eins og fiðla.
Eins og áður sagði voru fagnaðar-
lætin gífurleg, það var æpt og grenj-
að á eftir hverju lagi, enn meira eftir
hlé. Öll umgjörð tónleikanna virtist
líka vera til fyrirmyndar, skipulagið
var gott og það rann allt snurðu-
laust. Þetta var virkilega gaman. ■
NIÐURSTAÐA: Bráðskemmtilegir
tónleikar.
Hinn blindi Bocelli var kóngurinn í hljóðkerfinu
Það var æpt og grenjað á eftir hverju
lagi. MYND/AÐSEND
Húbert Nói Jóhannesson
myndlistarmaður sýnir verk
í Portfolio galleríi að Hverfis-
götu 71. Sýningin hefur yfir-
skriftina Innri-Ytri veruleiki.
Þetta er 35. einkasýning
listamannsins og á henni eru
ný og eldri verk.
Verkin á sýningunni eru fimmtán
og eiga í sam tali inn byrðis og við
sýn ing ar rýmið. „Elsta verkið er geó-
metrískt verk, hluti arkitektúrs úr
Gallerí Sólon Íslandus sem ég gerði
eftir minni. Hugsunin á bak við
þessi verk var viðleitni til að stöðva
tímann. Á sínum tíma kynnti ég
þessi staðbundnu verk sem litninga
úr rýminu og nú hefur þessi litn-
ingur sem ég gerði 1993 tvöfaldað
sig,“ segir Húbert Nói. Við hliðina á
verkinu er nú kominn skúlptúr eða
hluti arkitektúrs, frásögn, úr Gall-
erí Sólon Íslandus þannig að annað
sýningarrými er nú til sýnis í þessu
sýningarrými hér.
„Það er til verk af sama toga úr
sal Nýlistasafnsins, þá á Vatnsstíg
3, og hugur minn stendur til þess að
endurgera þann sal út frá því mál-
verki sem frístandandi leikmynd
í stóru rými, til dæmis Listasafni
Íslands, og bjóða valinkunnum
listamönnum að sýna þar í stóra
salnum í gamla Nýló,“ segir Húbert
Nói.
Annað verk er málverk af glugga-
pósti í sýningarrýminu. „Ég lagði
þennan gluggapóst á minnið og
málaði hann og hengdi myndina
síðan upp við hliðina á gluggapóst-
inum. Þannig á verkið í samtali við
sýningarrýmið og endurspeglar
það,“ segir listamaðurinn. Annað
dæmið um þetta samtal frá árinu
1995 er listaverk á vegg og í nánd
við það er málverk af þessu sama
listaverki upphengdu í rýminu.
Hauskúpa og bílkerti
Á sýningunni er hauskúpa sem
listamaðurinn gerði úr leir og
postulíns-bílkertum sem mynda
tanngarð. „Hauskúpan kom dálítið
baka megin inn í mitt höfundar-
Viðleitni til að
stöðva tímann
„Sýningarrýmið á sýningartíma er eins og ytri skynfæri listamannsins.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hauskúpan
magnaða með
bílkertum í stað
tanna.
verk. Ég fer oft í göngutúra með
hundinn minn á Ægisíðu. Þar voru
bílaverkstæði áður fyrr og karlarnir
virðast hafa hent bílkertum út í sjó
og núna er sjórinn að skola þessum
kertum aftur á land. Þessi kerti
fönguðu athygli mína og ég fór að
safna þeim og setja í vasana. Svo fór
hugmynd um að nota þá í verk að
þróast í tengslum við umræðuna
og ábendingar vísindamanna um
hamfarahlýnun. Nánast eina leiðin
til að túlka eða takast á við mögu-
lega framtíð er symbólismi og þetta
verk er táknmynd um mögulega
framtíð fyrir tilverknað mannsins.
Þarna er vera með bílkerti í önd-
unarveginum sem framleiða kol-
díoxíð við bruna á jarðefnaelds-
neyti. Bílkertin staðsetja einnig
verkið í tíma brunahreyfilsins sem
spannar einhver eitt hundrað ár í
sögu mannkyns.“
Um samspil sýningarrýmisins og
verkanna segir Húbert Nói: „Sýn-
ingarrýmið á sýningartíma er eins
og ytri skynfæri listamannsins. Hér
í þessu sýningarrými koma saman
fortíð í formi eldri verka, eins konar
beinagrind úr Sólon Íslandus,
nútíðin er samtalið við sýningar-
rýmið hér og hauskúpan möguleg
framtíð.“
Blásandi borhola
Í sal á neðri hæð gallerísins eru þrjú
olíu-landslagsmálverk sem sýna
ytri veruleika en einnig innri, því
verkin eru gerð eftir minni. „Þegar
ég útskrifast úr myndlistarnámi
var konseptið við völd. Sem lista-
maður vill maður búa til eitthvað
sem bætir einhverju við það sem
hefur verið gert og ég fór því að gera
tilfinningaþrungin verk máluð af
staðsetningum eftir minni til að
hengja við hliðina á konseptlist-
inni í eins konar samtali. Þegar ég
tók síðan til við að nota GPS-stað-
setningartæki við gerð málverka
var það svipuð nálgun, það er að
nota þá nýjustu tækni, ofurklukkur
í gervitunglum, geimvísindi og hafa
þau í einu verki samofin tilfinn-
ingaminni manneskju.“
Í sama sal er vídeóverk, Geometría
frá 2005, blásandi borhola á Hellis-
heiði. „Ég spegla hana lóðrétt og
lárétt. Nú er verið að dæla kolvetni
aftur inn í jörðina á Hellisheiði,
það er mögulegt að framtíðin hafi
komið sér á framfæri í þessu gamla
verki þar sem koldíoxíð mun mynda
kristalla með basalti en það mynd-
ast kristallaform við þessa fjórföldu
speglun á útblæstri borholunnar.
Annars hefur speglun í mínum
verkum verið mér það augnablik
þegar ytri og innri veruleiki ná um
stundarsakir einhvers konar sam-
hljómi,“ segir Húbert Nói.
Sýning hans stendur til 11. júní. ■
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
20 Menning 25. maí 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 25. maí 2022 MIÐVIKUDAGUR