Fréttablaðið - 27.05.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.05.2022, Blaðsíða 2
Handverk eldri borgara Sigurður K. Kolbeinsson ræðir við ýmsa þekkta og óþekkta Íslendinga um lífið og tilveruna og sagðar eru skemmtilega sögur og frásagnir aftur í tímann sem mörgum kunna að þykja skemmilegar. Laugardaga kl. 10.00 www.hotelbokanir.is/lifid-er-lag-hladvarp og á Spotify Sigríður Snævarr er næsti gestur hlaðvarpsins. 137 lönd í heiminum eru opin bólusettum ferðamönnum án takmarkana vegna Covid- 19. Enn er mælt með því á vef Embættis landlæknis að fólk sýni varúð vegna Covid-19 á ferðalögum erlendis og mælt er með að hafa gilt bólusetn- ingarvottorð með í ferðalagið. birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Enn er mælt með því á vef Embættis landlæknis að fólk sýni varúð vegna Covid-19 á ferðalögum erlendis. Mælt er með að fólk við- haldi fjarlægð við ótengda einstakl- inga, forðist fjölmenni eins og kostur er, en noti annars andlitsgrímur og gæti sérstaklega að handhreinsun. Þá er lagt til að ferðamenn kynni sér vel þær reglur sem gilda vegna Covid-19 í því landi sem ferðast er til, bæði á landamærum og innan- lands. Samkvæmt ferðasíðunni kayak.ie eru 137 lönd í heiminum opin bólusettum ferðamönnum án takmarkana vegna Covid-19. Samkvæmt upplýsingum á síð- unni, sem uppfærðar voru þann 25. maí síðastliðinn, eru þessi 137 lönd heimsins opin að öllu leyti fyrir ferðamenn sem eru bólusettir. 54 lönd eru opin fyrir ferðamenn sem sýnt geta fram á neikvætt Covid- próf. Í fimm löndum þurfa ferða- menn að fara í próf og sóttkví við komuna til landsins þrátt fyrir bólu- setningu og 31 land er lokað ferða- mönnum, aðeins ríkisborgurum og einstaklingum í sérstökum erinda- gjörðum er veitt innganga. Þau fimm lönd sem fara fram á sóttkví og neikvætt Covid-próf eru Karíbahafseyjan Anguilla, eyjan Jer- sey í Ermarsundi, Líbería, Nýja-Sjá- land og Rúanda. Meðal þeirra landa sem lokuð eru ferðamönnum eru Kína, Hong Kong, Jemen og Sýrland. Erfiðara er fyrir ferðamenn sem ekki eru bólusettir gegn Covid-19 að ferðast til útlanda í kjölfar farald- ursins. Samkvæmt Kayak eru þeim 52 lönd opin og 64 lokuð. Þá þurfa óbólusettir ferðamenn að fara í sóttkví og Covid-próf í 33 löndum heimsins. Ríf lega helmingur Íslendinga hefur áform um að fara í utanlands- ferð í ár samkvæmt könnun unninni af Gallup fyrir Ferðamálastofu. Um þriðjungur ætlar í sólarlandaferð eða borgarferð. Bólusetningarvott- orð hér á landi gilda í níu mánuði frá seinni skammti grunnbólusetningar hjá einstaklingum 16 ára og eldri. Ef lengra er liðið er vottorðið ekki gilt en örvunarskammtur endurnýjar gildistímann. Fari fólk í örvunarskammt áður en níu mánuðir eru liðnir frá grunn- bólusetningu endurnýjast vottorðið strax en sé lengri tími liðinn verður vottorðið gilt tveimur vikum eftir örvunarskammt. Bólusettir ferðamenn sem ferðast frá Íslandi til Spánar, þar með talið til Tenerife, þurfa að sýna bólusetningar vottorð við komuna til landsins. Grímuskylda er í almenn- ingssamgöngum á Spáni. Bólusettir Íslendingar geta sem dæmi ferðast til Póllands, Þýska- lands, Frakklands, Ítalíu, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur án nokk- urra takmarkana. Mælt er með því að ferðamenn hafi með sér bólu- setningarvottorð til vonar og vara á ferðalögum sínum. Lista yfir reglur og tilmæli vegna ferðalaga erlendis má meðal annars finna á vef Kayak og á vef utanríkis- ráðuneytisins. n Enn mælt með að fólk sýni varúð erlendis vegna Covid Bólusettir Íslendingar geta sem dæmi ferðast til Póllands, Þýska- lands, Frakklands, Ítalíu, Noregs, Svíþjóð- ar og Danmerkur án nokkurra takmarkana. Allar sóttvarnareglur vegna COVID-19 hafa verið felldar úr gildi á landa- mærum Íslands, óháð bólusetningarstöðu ferðamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR arnartomas@frettabladid.is VEÐRIÐ Veðurspá helgarinnar er heldur góð og segir veðurfræðingur að allt stefni í fína ferðahelgi hjá landsmönnum. „Það er svo góð spá um helgina á svo gott sem öllu landinu,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræð- ingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er kannski helst hérna á vesturströnd- inni þar sem verður frekar skýjað en aðrir landshlutar eru góðir og hlýir, sérstaklega norðurlandið.“ Þorsteinn segir að allt stefni í fín- ustu ferðahelgi en þorir þó ekki að fullyrða um hvort sumarið líti strax betur út en í fyrra. „Það gefur þó góð fyrirheit að síðasta helgin í maí byrji svona með hlýindum og fínu veðri,“ segir hann. „Við erum að spá allt að tutt- ugu gráðum fyrir norðan svo þetta lofar góðu.“ n Fyrirtaks ferðaveðri spáð um helgina Spáin er best á Norðurlandi en veður verður víða gott. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN. Þessa fallegu púða má finna á árlegri handverkssýningu eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi sem var opnuð í gær á Degi eldri borgara. Á sýningunni má sjá ýmsa muni sem unnir hafa verið í handavinnu af fólki á aldrinum 60 til 94 ára. Sýningin er til húsa í sal félagsaðstöðunnar á Skólabraut 3-5 og stendur yfir fram á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR arnartomas@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Strætó mun  leita svara hjá lögreglu í dag vegna afskipta af vagnferð norður í land fyrr í mánuðinum. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær varð vagnstjóri fyrir árás far- þega við endastöð við Hof á Akur- eyri. Ferðafélagi árásarmannsins hafði verið skilinn eftir á Blöndu- ósi en lögregla hafði samband skömmu síðar þar sem óskað var eftir að vagninn biði eftir mann- inum, sem var skutlað um 60 kíló- metra leið svo hann kæmist um borð í vagninn á ný. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur staðfest að málið sé til rann- sóknar hjá embættinu. Guðmundur Heiðar segir Strætó ekki hafa vísað málinu til nefndar um eftirlits með lögreglu. „Við vorum ekki komin svo langt en við ætlum að senda fyrirspurn til lögreglu um málið,“ segir hann. „Okkur þótti þessi afskipti af okkur svo undarleg og þau vöktu auðvitað upp nokkrar spurningar.“ n Strætó óskar svara frá lögreglu Guðmundur Heiðar Helgason 2 Fréttir 27. maí 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.