Fréttablaðið - 27.05.2022, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 27.05.2022, Blaðsíða 13
Engan skal undra að íslenska þjóðin hafi tekið jafn hratt við sér og raunin varð þegar ísbúðin Gaeta var opnuð við Ingólfstorg fyrir rúmlega tveimur árum. Þar dansa saman íslensk og ítölsk hráefni í dúnmjúkum og frískandi gelato-ís. Aðspurður segir Michele Gaeta, einn eigandi og stofnandi ísbúðar- innar, að hann og samstarfsfólk hans hafi yfir tuttugu ára reynslu af því að búa til gelato-ís, en saman ráku þau ísbúð á Ítalíu. „Gabriele og Claudia reka Gaeta gelato á Ítalíu og ég rek ísbúðirnar á Íslandi,“ segir Michele og bætir við: „Við deilum uppskriftum og hér á Íslandi bý ég til gelato-ís af ítalskri list úr íslenskum rjóma og mjólk og ýmsum innfluttum hráefnum frá Ítalíu. Gaeta sem var opnuð í Aðalstræti fagnaði svo tveggja ára afmæli 9. maí síðastliðinn,“ segir Michele. Ísbúðin Gaeta er nú á tveimur stöðum, annars vegar að Aðal- stræti 6 og hins vegar í Hlemmi Mathöll. Að sögn Michele er stefnan sett á að opna eina ísbúð til viðbótar á höfuðborgarsvæðinu, vonandi fyrir lok sumars. Hátt í hundrað bragðtegundir Michele telur að á síðustu tveimur árum hafi þau hjá Gaeta framleitt hátt í hundrað bragðtegundir alls fyrir ísbúðina. „Í hverri viku gerum við nýtt bragð og skiptum einu eldra bragði út fyrir það. Sumar vinsælustu bragðtegundirnar eru svo alltaf í borðinu hjá okkur.“ Aðspurður segir Michele að sitt uppáhaldsbragð hjá Gaeta sé síbreytilegt. „Núna er ég mjög hrifinn af crème brûlée, en mér finnst Amarena kirsuberja líka mjög gott. En þetta breytist með hverju bragðinu sem við búum til. Sem krakki var uppáhaldið mitt að fá mér pistasíu- og svo súkku- laði saman í form. Þá fannst mér sérstaklega gott ef það var hægt að fá súkkulaði- og heslihnetu- ásamt pistasíuísnum. Í Gaeta fæst einmitt súkkulaði- og heslihnetu-gelato, sem nefnist Bacia, og merkir koss á ítölsku,“ segir Michele. Nýtt á Íslandi Michele er spenntur að kynna gómsætar nýjungar sem fara í sölu hjá ísbúðum Gaeta í sumar. Ein þessara nýjunga er „Italian coffee cream“, sem gæti verið nefnt rjómakaffikrap á íslensku. „Þetta er einhvers staðar á milli gelato og ískaffis, en er mun mýkra og rjómakenndara, eins og smúþí. Við notum sérstaka vél sem minnir á krap eða „slushie“ vél. Þá notum við ekta bruggað espresso-kaffi og rjóma í þennan ískalda og svalandi rjómakaffidrykk. Það er enginn annar með þetta á matseðlinum á Íslandi svo okkur þótti tilvalið að kynna þessa nýjung fyrir ísunn- endum hér á landi.“ Ásamt kaffibragðinu verða einnig aðrar bragðtegundir í boði. „Við erum líka með jarðarberja- sorbet-krap. Í hverri viku munum við svo prófa nýtt ávaxtabragð. Við notum alltaf ferska ávexti eins og mangó eða kirsuber, en ekki til- búin síróp, eins og við gerum alltaf í ávaxtasorbet hjá okkur. Þetta verður spennandi viðbót í sumar við vegan valkostina okkar.“ Gómsætar gjafir Krikri er önnur spennandi nýjung hjá Gaeta, en um er að ræða hjúpaða smáísa í vöffluformi. „Þetta minnir kannski á konfekt- mola, nema með ís innan í. Ein bragðtegund er hvítur súkkulaðiís með pistasíuhjúp. Svo er crème brûlée-ís með kaffihjúp. Einnig er stracciatella-ís með súkkulaðihjúp, og loks vanilluís með jarðarberja- hjúp. Hægt er að njóta þess að smakka ísmolana í ísbúðinni, en svo er þetta líka tilvalin gjöf, líkt og konfektkassi. Þá er einnig vinsælt að taka þetta með sér í matarboð sem eftirrétt.“ Michele segir líka klassískt að gefa cannoli, sem er ítalskt bakkelsi með ricotta-ostafyllingu. „Okkar útgáfa er með súkkulaði og pistasíum. Við bjóðum einnig upp á ísbox til þess að taka með þar sem hægt er að velja nokkrar ístegundir og taka með. Boxin eru falleg með skrautborða og sóma sér vel sem gjafir handa nautna- seggjunum í lífi þínu.“ Michele er einnig spenntur að kynna aðra nýjung fyrir gestum, en þau hjá Gaeta eru byrjuð að búa til ekta ítalskt tiramisù. „Við búum til ljúffengt tiramisù hér á staðnum úr ítölskum mascarpone-osti, kaffilegnum lady fingers og kakói. Það er bæði hægt að njóta þess að smakka á því hér í búðinni eða taka með sér heim. Svo er þetta nátt- úrulega einstaklega hugulsöm gjöf handa nákomnum,“ segir Michele. Ís í veisluna Gaeta býður svo upp á stór- skemmtilega nýjung fyrir veislu- haldara sem á sko eftir að koma sér vel í teitin í sumar. „Við bjóðum upp á sérstaka veislubakka fyrir gelato. Ísinn helst ískaldur í allt að sex klukkustundir svo þetta er til- valin viðbót í hvers kyns viðburði eða jafnvel í lautarferðina. Hægt er að panta ísveislurnar fyrir allt frá 20 til 200 manns og er val um fjórar girnilegar bragðtegundir. Við sköffum svo box, skeiðar og ískex frítt með svo allir geti gert sér sinn eigin gelato.“ Gaeta norðan heiða Gaeta gelato-ísinn fæst ekki bara í ísbúðum verslunarinnar heldur geta ísunnendur nú nálgast ísinn gómsæta í hentugum umbúðum í öllum verslunum Hagkaupa í Reykjavík og á Akureyri. „Við framleiðum aukamagn af vin- sælustu bragðtegundunum okkar á sama hátt og við gerum gelato í ísbúðinni og seljum í verslunum Hagkaupa, en einnig í Fjarðar- kaupum og Melabúðinni. Sjálfur var ég staddur fyrir norðan fyrr á árinu og langaði mikið í ítalskan gelato-ís. Þá var mjög hentugt að geta stokkið inn í Hagkaup á Akur- eyri og keypt mér eitt box af Gaeta gelato-ís,“ segir Michele kátur. n Gaeta er staðsett að Aðalstræti 6 og í Hlemmi Mathöll. Nánari upp- lýsingar á gelato.is. Spennandi nýjungar frá ítalska ískónginum Viltu taka ísinn með heim? Gaeta býður upp á falleg box þar sem þú velur þínar uppáhalds ístegundir. Tilvalið í matarboðið eða sem gjöf handa vini. Michele skenkir hér dýrindis dúnmjúkan jarðarberjadrykk úr ferskum ávöxtum. Þetta verður sko frískandi í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hvítur súkkulaði-smáís með pistasíuhjúp. Krikri er skemmtileg viðbót við vöruúrvalið í Gaeta. Ísvagninn frá Gaeta er kærkomin viðbót í hvers kyns veislur. Það er enginn annar með þetta á matseðlinum á Íslandi svo okkur þótti tilvalið að kynna þessa nýjung fyrir ísunnendum hér á landi. Michele Gaeta ALLT kynningarblað 3FÖSTUDAGUR 27. maí 2022

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.