Fréttablaðið - 27.05.2022, Blaðsíða 28
Löngu hættur í trúðaísnum
Alfreð Fannar Björnsson, betur
þekktur sem BBQ kóngurinn,
segir að allt kjöt undir kílói sé
bara álegg. Hann grillar úti 300
daga ársins og á pallinum heima
má finna fjölda ólíkra grilla fyrir
ólík tilefni. Eðlilega er ísinn ekki
í aðalhlutverki hjá kónginum en
hann fær sér ís af og til.
Hver er fyrsta minningin um ís eða ísbúð?
Ætli það hafi ekki verið í gamla Staðarskál-
anum á leið til ömmu og afa á Hofsósi.
Hvernig hefur íssmekkur þinn þróast gegnum
árin?
Hann hefur í stuttu máli þróast frá trúðaís
yfir í ís í boxi með heitri súkkulaðisósu.
Hversu miklu máli skiptir ís í lífi þínu?
Þetta er ekki kjöt, þannig að ísinn er ekki
beint aðalatriðið í lífi mínu þótt hann sé alveg
ágætur.
Hver er uppáhaldsísbúðin þín?
Það er Huppa.
Hvers konar ís færðu þér oftast og hvað er
nauðsynlegt með ís?
Ég fæ mér oftast ís í boxi. Þá er algjörlega
nauðsynlegt að hafa innihaldið 63% ís og 37%
sósu. Svo þegar hann fer að bráðna þá hræri ég
öllu saman og er kominn með þennan fína sjeik.
Smakkar þú oft ís á ferðalögum erlendis?
Ég fæ mér oftast ferskan frostpinna.
Hvers konar ís eða meðlæti áttu eftir að prófa
og ert spenntur fyrir?
Ég man eftir sláturís sem var auglýstur á
Ísdeginum í Hveragerði. Mig hefur alltaf langað
til að smakka hann.
Góður ísbíltúr er málið
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
leikur með Orlando Pride í
bandarísku úrvalsdeildinni í
fótbolta. Bragðarefurinn er í
mestu uppáhaldi og hún segir
íslenskan ís þann besta í heimi.
Hver er fyrsta minning þín um
ís eða ísbúð?
Þegar ég var yngri bjó
amma mín á móti Garðatorgi í Garðabæ. Þá var
aðalmálið að fara með henni í sjoppuna og fá
trúðaís. Og það besta var tyggjókúlan á botn-
inum.
Hvernig hefur íssmekkur þinn þróast gegnum
árin?
Þegar ég var lítil fékk ég mér alltaf trúðaís. Svo
uppgötvaði ég bragðaref sem er enn þá uppá-
haldið mitt í dag.
Hversu miklu máli skiptir ís í lífi þínu?
Ég fattaði ekki fyrr en ég flutti út hvað ísbíltúr
er geggjaður. Að skella sér á rúntinn með fjöl-
skyldu eða vinum og fá sér einn ís er málið.
Núna er það orðin hefð hjá mér að fara með
litlu systkinum mínum í ísbíltúr þegar ég kem til
landsins.
Hver er uppáhaldsísbúðin þín?
Ég er mikill Garðbæingur og fer oftast í
ísbúðirnar þar. Því verð ég að segja Huppa og
Ísbúðin í Garðabæ.
Hvers konar ís færðu þér oftast og hvað er
nauðsynlegt með ís?
Ég fæ mér yfirleitt bragðaref og deili honum
með maka mínum. Oftast inniheldur hann
jarðarber, Snickers og kókosbollu.
Smakkar þú oft ís á ferðalögum erlendis?
Satt að segja fæ ég mér eiginlega aldrei ís
nema á Íslandi. Það er eitthvað við íslenskan ís
sem gerir hann besta ís í heimi.
Hvers konar ís eða meðlæti áttu eftir að prófa
og ert spennt fyrir?
Fólk hefur nefnt ís með Hockey pulver en ég
hef ekki prófað hann enn.
Góður ísbíltúr er málið
Vill hafa ísinn einfaldan
Halldór Gylfason er
fastráðinn leikari við
Borgarleikhúsið. Um
þessar mundir leikur
hann meðal annars í 9
lífum og Fyrrverandi,
auk þess sem hann
leikur stórt hlutverk
í kvikmyndinni Allra
síðasta veiðiferðin sem nú er sýnd í
kvikmyndahúsum. Halldór vill hafa
ísinn sinn einfaldan og segist búa til
ómótsæðilega íssósu.
Hver er fyrsta minningin um ís eða
ísbúð?
Það er Dairy Queen ísinn í Álf-
heimum eftir sund með pabba mínum
árið 1976.
Hvernig hefur íssmekkur þinn þróast
gegnum árin?
Íssmekkurinn hefur svo sem þróast
lítið gegnum árin. Í dag, eins og áður,
vil ég hafa ísinn einfaldan.
Hversu miklu máli skiptir ís í lífi þínu?
Hann skiptir þónokkru máli í lífi
mínu enda er ísinn eitt af því fáa sem
ég leyfi mér.
Hver er uppáhaldsísbúðin þín?
Það er Ísbúð Vesturbæjar.
Hvers konar ís færðu þér oftast og
hvað er nauðsynlegt með ís?
Gamli ísinn í Ísbúð Vesturbæjar
verður oftast fyrir valinu. Mér finnst
heimatilbúna sósan mín ómótstæði-
leg með öllum ís.
Smakkar þú oft ís á ferðalögum
erlendis?
Ég fæ mér reglulega ís á ferðalögum
erlendis en þá alltaf kúluís, aldrei ís
úr vél.
Hvers konar ís eða meðlæti áttu eftir
að prófa og ert spenntur fyrir?
Ís með bjór, en eftir á að hyggja er
ég ekki spenntur fyrir honum.
Flest eigum við góðar minningar tengdar ís, í hvaða formi
sem hann er. Við tengjum hann við sumar og sól, við æsku
okkar og tengjum hann minningum um ástvini okkar.
Fréttablaðið leitaði til nokkurra þekktra einstaklinga og
spurði þá nokkurra spurninga sem tengjast ís.
Ísinn er stór hluti
af lífi okkar
Tengir ís við gleðina
Matreiðslumeistaranum og veit-
ingastaðaeigandanum Hrefnu
Sætran finnst æði að fara með
dóttur sinni í ísbúð eftir sund og
hlæja og spjalla saman. Í sumar
ætlar hún að prófa bananasplitt
og íssamlokur.
Hver er fyrsta minning þín um ís
eða ísbúð?
Ég man vel eftir Dairy Queen í Vesturbænum.
Ég man að mér fannst ísinn svo girnilegur og
minna á ský. Þá var maður bara í þessu einfalda,
ís í brauði og allir sáttir. Einnig á ég minningar um
ferðir í Eden í Hveragerði. Það var toppurinn en
þá var ég komin í dýfuna og hrís enda orðin eldri
og með meiri kröfur.
Hvernig hefur íssmekkur þinn þróast gegnum
árin?
Vinkonur mínar gera grín að mér fyrir að vera
með barna nammi smekk, því ég elska bland
í poka. Þið getið því ímyndað ykkur hvernig
bragðarefurinn minn lítur út. Ís á ísrúnti og ís
á veitingahúsi eða fínni ísbúð er alveg tvennt
ólíkt. Ég vil klassa og gæði í þessu síðarnefnda
og þá þarf hráefnið að vera gott.
Hversu miklu máli skiptir ís í lífi þínu?
Ég myndi segja að ís skipti miklu máli í mínu
lífi. Mér finnst æði að fara með dóttur minni í
ísbúð eftir sund og hlæja og spjalla saman. Ég
tengi ís við gleði. Þegar börnin eru ekki hress eða
eitthvað kemur upp á, þá sting ég upp á að fara í
ísbúðina og allt gleymist þegar við erum komin
með ís í hendurnar.
Hver er uppáhaldsísbúðin þín?
Við förum mest í Ísbúð Vesturbæjar og Valdísi
úti á Granda. Gaeta Gelato í Aðalstrætinu er
svakalega góð ísbúð, ég fer þangað svona spari.
Svo verð ég að nefna ísbílinn, ég dýrka hann.
Hvers konar ís færðu þér oftast og hvað er
nauðsynlegt með ís?
Ég er núna með sjeik-æði sem mér finnst smá
fyndið. Mamma mín var alltaf í sjeik þegar ég
var lítil svo ég er búin að vera að grínast með að
ég sé þá komin á þann aldur. Einnig finnst mér
lítill ís með dýfu og smartískurli geggjað gott
og á Valdís fæ ég mér sérbakað brauðform með
skrauti og eina kúlu af Tyrkisk peber-ís.
Smakkar þú oft ís á ferðalögum erlendis?
Ég er alltaf að kaupa ís í útlöndum. Get ekki
staðist girnilegar ísbúðir.
Hvers konar ís eða meðlæti áttu eftir að prófa
og ert spennt fyrir?
Bananasplitt og íssamlokur eru eitthvað sem
mér finnst mjög spennandi að þróa og prófa
sjálf að gera. Ætli ég láti ekki verða af því í sumar.
Tilveran ömurleg án íss
Rithöfundurinn og verkfræðingurinn Yrsa
Sigurðardóttir hefur elskað ís frá
því hún man eftir sér.
Hver er fyrsta minning þín um ís
eða ísbúð?
Sterkustu minningarnar eru
líklega þau skipti þegar ís datt af
brauðformi í götuna og fór fyrir
lítið. Það gerðist of oft því miður
og er hluti af tráma barnæskunn-
ar. Svo man ég mjög vel eftir ís sem var seldur í
mötuneytinu í barnaskólanum sem ég gekk í í
Ameríku.
Hvernig hefur íssmekkur þinn þróast gegnum
árin?
Ég hef haldið mig við vanilluís alla tíð og held
að það fari væntanlega ekki að breytast úr
þessu. Raunar man ég eftir að mér þótti rosalega
gott að fá „coke-float“ þegar ég bjó í Ameríku
en ég færi seint að panta mér það í dag. „Coke-
float“ var kókglas sem vanilluís var skutlað ofan
í. Frekar mikið gums.
Hversu miklu máli skiptir ís í lífi þínu?
Ís skiptir mig miklu máli. Margt hefur breyst í
mínum matarsmekk gegnum árin en ís er alltaf
á topp tíu lista mínum varðandi fæðu. Tilveran
væri ömurleg án íss.
Hver er uppáhalds ísbúðin þín?
Ísbúðir sem eru nálægt mér eru í uppáhaldi,
Ísbúð Huppu á Seltjarnarnesi og Valdís úti á
Granda.
Smakkar þú oft ís á ferðalögum erlendis?
Já, en hann stendur sjaldan undir væntingum.
Sérstaklega finnst mér sorbet eða ávaxtaís
glataður – erlendis sem hérlendis. En samt fíla
ég frostpinna ef það er mjög heitt úti.
Hvers konar ís eða meðlæti áttu eftir að prófa
og ert spennt fyrir?
Hálfbráðinn vanilluís drukkinn gegnum þrjú
lakkrísrör væri eitthvað sem ég myndi vilja
prófa.
FRÉTTAVAKTIN
KL. 18.30 ALLA VIRKA DAGA
Fréttaumfjöllun fyrir alla
í opinni dagskrá á virkum dögum
á Hringbraut og frettabladid.is
6 kynningarblað A L LT 27. maí 2022 FÖSTUDAGUR