Fréttablaðið - 27.05.2022, Blaðsíða 4
Rósinkar Snævar Ólafsson
Vélvirki í Reykjanesbæ
Bakvörður frá upphafi
Nýlega buðum við 30 þúsundasta Bakvörðinn velkominn
í hópinn. Af því tilefni fórum við vítt og breitt um landið
til að þakka fyrir stuðninginn. Hver einasti Bakvörður
björgunarsveitanna skiptir miklu máli og við erum auðmjúk,
þakklát og umfram allt stolt af ykkur öllum.
Við sendum þúsund þakkir til Bakvarða sem standa
með okkur í hverjum mánuði. Þið vitið hver þið eruð.
Sjáðu svipmyndir frá ferðalaginu okkar á
landsbjorg.is
Þrjátíu
þúsund þakkir
til Bakvarða
ragnarjon@frettabladid.is
HEILSA Um 326 þúsund manns
eða 88% allra landsmanna nýttu
sér þjónustu heilsugæslunnar árið
2021. Þetta kemur fram í nýjasta
Talnabrunni Embættis landlæknis,
en það er um 4% aukning frá árinu
2020. Þetta bendir til að jafnvægi
sé að myndast í heimsóknum eftir
heimsfaraldur Covid-19.
244 þúsund einstaklingar áttu
viðtal við lækni árið 2021 en í
kringum 65% allra landsmanna áttu
símasamskipti við heilsugæsluna
árið 2021. Helmingur allra lands-
manna stundaði rafræn samskipti
sem bendir til breyttra samskipta-
hátta við heilbrigðisgeirann. n
Fleiri heimsóknir
á heilsugæsluna
olafur@frettabladid.is
NEYTENDUR Verðlækkun á lyfjum
stafar af því að verð í Lyfju hefur
lækkað um 6,2 prósent á síðasta
hálfa ári, Verð hefur hækkað um 0.9
prósent í Lyfjaveri og um 4,8 pró-
sent í Garðs Apóteki,
Þrátt fyrir mikla verðlækkun er
verðið enn hæst í Lyfju. Lítill munur
mælist á Lyfjaveri og Garðs Apóteki.
sem er í eigu Lyfja og heilsu..
Könnunin var gerð hjá þeim
þremur lyfsölum sem eru með net-
verslun. Kannað var verð lausasölu-
lyfja og annarra vara sem fengust
hjá þeim öllum. n
Lyfja dýrust þrátt
fyrir verðlækkun
Áætluð þinglok eru eftir
tvær vikur en gætu tafist
um nokkra daga. Um sjö-
tíu stjórnarfrumvörp bíða
afgreiðslu. Þingveturinn hefur
farið fyrir lítið, að mati þing-
manns í stjórnarandstöðu.
adalheidur@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Aðeins sex þingfunda-
dagar eru eftir á yfirstandandi þingi
samkvæmt starfsáætlun Alþingis.
Gert er ráð fyrir þingfrestun 10. júní.
„Starfsáætlunin er enn í gildi en
það eru eru líkur fyrir því núna
að þingið lengist að minnsta kosti
um einhverja daga,“ segir Birgir
Ármannsson forseti Alþingis. Hann
segir þó ótímabært að segja til um
hve lengi þingstörf muni teygjast
inn í júní.
Um sjötíu stjórnarfrumvörp eru til
meðferðar eða bíða umræðu í þing-
inu. Fimmtíu þeirra eru til meðferðar
í nefndum þingsins.
Þeirra á meðal eru stór frumvörp
um fjarskipti, loftferðir, leigubíla-
akstur, auk breytinga á sóttvarna-
lögum og starfskjaralögum. Þá eru
mál til meðferðar sem vakið hafa
mikla athygli eins og fraumvarp um
bætta réttarstöðu brotaþola, um
sorgarleyfi og breytingar á útlend-
ingalögum. Rammaáætlun er einnig
til meðferðar í þingnefnd.
Aðspurður segist Birgir ekki telja
ágreining verða um mörg mál í kring-
um þinglokin, þótt enn eigi eftir að
reyna á það í ýmsum tilvikum. „Ég
hugsa að það hafi oft verið f leiri
átakamál en nú og ég sé ekki mörg
mál þar sem greina má einhvern
stórpólitískan ágreining,“ segir Birgir.
Helga Vala Helgadóttir, þing-
flokksformaður Samfylkingarinnar,
tekur í sjálfu sér undir þetta, en segir
athyglisvert nú að sá ágreiningur
sem fyrir hendi er um mál í þinginu
sé ekki síður milli stjórnarflokkanna
sjálfra, í ýmsum málum. Það kunni
að skýrast af því hve þétt formenn-
irnir héldu á spilum þegar ríkis-
stjórnin var mynduð.
Aðspurður segir Birgir ekki hafa
verið gengið frá neinum forgangs-
listum um þingmál frá ráðherrum
en áhersla hafi að undanförnu verið
lögð á að koma málum til nefnda.
„Við í stjórnarandstöðunni höfum
kallað eftir því að fá einhverja for-
gangsröðun frá ráðherrunum af því
að á meðan við höfum hana ekki þá
eru nefndirnar að vinna bara smá í
öllum málum og engin vel. Og það
er alveg óboðlegt,“ segir Helga Vala
Helgadóttir, þingf lokksformaður
Samfylkingarinnar.
Hún segir mörg mál hafa komið
of seint inn og tekur sem dæmi bæði
útlendingalögin og frumvarp um
réttarstöðu þolenda, sem dóms-
málaráðherra mælti fyrir í síðustu
viku. Þegar mál komi svona seint
inn sé ógerningur að vinna þau vel í
nefndum þingsins.
Hún segir tímasetningu kosninga
að hausti og þann langa tíma sem
það tók ríkisstjórnina að koma sér
saman, hafa valdið miklum töfum.
„Þetta veldur því eiginlega að þessi
þingvetur er bara ónýtur. Það er
eiginlega voðalega lítið að koma út
úr þessum vetri,“ segir hún. n
Fá átakamál á dagskrá við þinglokin
Birgir Ármannsson sér fram á fremur átakalítil þinglok í samanburði við fyrri ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Þing kallað úr sumarfríi vegna úttektar um bankasölu
Ekki liggur fyrir hvenær Ríkisendurskoðun lýkur úttekt sinni um
söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
„Við eigum von á að þessi niðurstaða komi fyrir júnílok. Það
hefur verið rætt að ef þinginu verði lokið þegar niðurstaðan kemur,
verði þing kallað saman ef þörf krefur. En væntanlega myndi fyrsta
umferð á skoðun málsins fara fram á vettvangi stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar eða annarra þingnefnda,“ segir Birgir.
Helga Vala segist hafa gert þá kröfu að þing yrði kallað saman af
þessu tilefni og við því hafi verið orðið.
Þessi þingvetur er bara
ónýtur.
Helga Vala
Helgadóttir,
formaður þing-
flokks Sam-
fylkingarinnar
thorvaldur@frettabladid.is
MENNTUN Stuðningsbankinn er ný
vefsíða ætluð til að veita nemendum
með sértæka námsörðugleika upp-
lýsingar um úr ræði, að gengi og þjón-
ustu í fram halds skólum landsins.
Samband íslenskra framhalds-
skóla opnaði vefinn, en innritun í
framhaldsskóla er nú í fullum gangi.
Vonir standa til að síðan muni gjör-
bylta að gengi og þjónustu fyrir fram-
halds skóla nema.
„Á síðunni er skólunum gefin
ein kunn í mis munandi f lokkum
sem tengist þjónustu og að gengi
við nem endur með sér þarfir. Skól-
arnir eru margir farnir að bregðast
við til að reyna að bæta þá ein kunn,
þannig er þetta ekki einungis upp-
lýsinga veita heldur einnig þrýsti-
afl á skólana að bæta sig á þessum
sviðum. Ég myndi vilja sjá minn
fram halds skóla á toppnum á þess-
um lista,“ segir Sig valdi Sigurðar son,
verk efna stjóri SÍF.
„Það er svo mikil vægt að þessar
upp lýsingar séu uppi á borðum og
fólk viti að hverju það gengur. Það er
ekki nóg að ætla að bregðast við ein-
ungis þegar eða ef ein hver nemandi
með fötlun skráir sig í skólann,“ segir
Sig valdi.
Mikil áhersla er lögð á að hafa vef-
svæðið aðgengilegt á auðlesnu máli.
Á síðunni er vef þula sem getur lesið
texta með ís lenskri rödd, auk þess
sem boðið er upp á les blindu letur.
„Verk efnið er ein stakt því það
er unnið af nem endum, fyrir nem-
endur. Öll vef síðan er upp sett eftir
ýtar legri þar fa greiningu nem enda,
tugi rýni hópa við tala, funda, á samt
not enda prófunum,“ segir Sigvaldi. n
Bylt ing fyr ir fram halds skól a nem a með sér stak ar náms þarf ir
Rýnihópur SÍF að störfum.
MYND/LEIFUR WILBERG ORRASON
Heilsugæslan á Akureyri
4 Fréttir 27. maí 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ