Fréttablaðið - 27.05.2022, Blaðsíða 17
Það fer ekki fram-
hjá okkur hversu
fólk er spennt að mæta
aftur á fundi og mann-
fagnaði. Það sýnir sig í
aukningu í að klára
fundardaginn með
standandi hanastéli,
veitingum og gistingu.
Icelandair Hótel Reykjavík
Natura er fádæma vinsælt
til funda, ráðstefnuhalds
og mannfögnuða, enda
afbragðs vel búið og statt
mitt í borg og náttúru.
„Það sem heillar mig mest við Ice
land air Hótel Reykjavík Natura er
góður andi og persónulegt viðmót
þar sem nútíminn og sagan kemur
saman. Yfirbragð hótelsins er
afslappað og þægilegt, og það setur
svip á hótelbraginn og andrúms
loftið að héðan eiga margir ljúfar
minningar um glaðar og góðar
stundir, en líka ýmis tímamót
á lífsleiðinni. Húsinu fylgir góð
saga.“
Þetta segir Ragna Hjartar, við
burða og ráðstefnustjóri Iceland
air Hótel Reykjavík Natura.
„Nafngiftin, Reykjavík Natura,
minnir á náin tengsl við náttúru
Reykjavíkur allt um kring, því þótt
við séum í þægilegu göngufæri
við miðbæ Reykjavíkur erum við
umkringd fögrum skógi Öskju
hlíðar og ylströndinni í Nauthóls
vík. Þá er Reykjavíkurflugvöllur í
túnfæti hótelsins, sem áratugum
saman hét Hótel Loftleiðir, og
það þykir bæði eftirsóknarvert og
sjarmerandi,“ upplýsir Ragna.
Nútíminn mætir sögunni
Á Reykjavík Natura er glæsileg
aðstaða fyrir ráðstefnur og við
burði af öllu tagi. Á hótelinu eru
220 gistiherbergi og níu fjöl
breyttir salir.
„Hótelið er vinsælt fyrir hvers
kyns viðburði og ráðstefnur. Við
bjóðum upp á heildræna upp
lifun í notalegu umhverfi, þar sem
fagleg og persónuleg þjónusta er
í forgrunni. Allur aðbúnaður er
fyrsta flokks og við erum einkar
vel tækjum búin. Eftir heims
faraldurinn höfum við fundið
fyrir auknum kröfum um góðan
fjarfundabúnað þar sem fólk er
orðið vant því að geta tekið þátt,
sama hvar það er statt í heiminum.
Við verðum vitaskuld við því
öllu, hvort sem það er að streyma
fundum eða setja upp fjarfundi
og við leiðbeinum gestum okkar
í þeim efnum. Þá skiptir stað
setning hótelsins miklu fyrir gesti
sem þykir töfrandi að geta labbað
út í indæla angan skógarins eða
skroppið í sjósund á milli funda, og
notið dýrindis veitinga á veitinga
staðnum Satt,“ greinir Ragna frá.
Glaðar stundir einkenna hótel
andann á Reykjavík Natura.
„Við höfum yndi af því að halda
veislur fyrir alls kyns mannfagn
aði, svo sem árshátíðir, brúðkaup,
fermingarveislur og afmæli, og
við erum þekkt fyrir glæsilegar
erfidrykkjur þar sem er alltaf gott
með kaffinu, hlýjar móttökur og
hluttekning. Þegar kemur að hefð
bundnu fundahaldi bjóðum við
oftar en ekki nútímalegar veitingar
og nýjungar, en við höldum líka
fast í hefðir hótelsins, þar á meðal
erfidrykkjur með hefðbundnu
kaffihlaðborði, sem er ávallt mjög
vinsælt. Við erum nútímalegt hótel
og trú rótgróinni sögu gamla Hót
els Loftleiða sem stendur hjarta
landans nær og hefur haldið utan
um lífsins tímamót þeirra í áratuga
rás. Sá hópur gesta verður okkur
alltaf kær,“ segir Ragna.
Tími til að panta fermingarveislu
Þótt fermingartímabil ársins
standi enn yfir eru margir farnir
að bóka sali á Reykjavík Natura
fyrir fermingarveislur næsta árs og
ársins 2024.
„Hér hefur alltaf verið vinsælt
að halda fermingarveislur og
bjóðum við nokkra frábæra mis
munandi fermingarpakka. Okkar
leiðarljós er að fermingarbarnið
og fjölskylda þess geti komið,
notið og farið. Við sjáum fyrir öllu,
gómsætum veitingum, alúðlegri
þjónustu og öllum frágangi. Því
getur fjölskyldan notið dagsins í
ró og næði með gestum sínum, og
losnað við allt umstang sem fylgir
veisluhaldinu,“ greinir Ragna frá.
Annar vinsæll viðburður á
Reykjavík Natura er jólahlað
borðið á Satt, en nú þegar eru
stærri fyrirtæki farin að spyrja um
það fyrir næstu jól.
„Þá er ógleymanleg upplifun að
halda brúðkaupsveislu í salar
kynnum hótelsins, í rómantískri
umgjörð náttúrunnar og með
blikandi borgarljósin í fjarska,
sumar, vetur, vor eða haust,“ segir
Ragna og víst er að úr nógu er að
velja þegar kemur að mismunandi
sölum hótelsins.
„Salina er hægt að nota saman
eða sitt í hvoru lagi, með milli
hurðum sem hólfa þá niður eftir
þörfum. Minnstu fundir geta verið
tveggja manna og við erum með
sali sem halda vel utan um allt
frá 30 manns upp í 500 manna
standandi veislu og 300 manna
ráðstefnu.“
Herbergi, bröns og dekur
Eftir tveggja ára samkomutak
markanir vegna heimsfaraldurs
segir Ragna ekki leyna sér hversu
fólk hefur mikla þörf fyrir að hitt
ast.
„Það fer ekki fram hjá okkur
hversu fólk er spennt að mæta á
fundi sem og mannfagnaði. Það
sýnir sig í aukningu á að klára
fundardaginn með standandi
hanastéli og veitingum. Þá hefur
sömuleiðis aukist að fólk fái sér
hótelherbergi og gisti, ekki síst árs
hátíðargestir. Það er skemmtileg
ráðstöfun og ekki síst hagstæð
fyrir budduna, því herbergi kostar
svipað og leigubíll heim í úthverfin
að kvöldi. Það er enda ævintýri að
koma til árshátíða eða ráðstefnu
halds og eiga herbergi á Reykjavík
Natura. Við erum með æðislegt spa
þar sem hægt er að njóta dekurs,
nudds og heitra potta, og tilvalið
að gæða sér á dýrindis bröns á veit
ingastaðnum Satt á eftir. Upplif
unin jafnast á við míní helgarferð í
borginni,“ segir Ragna.
Á hótelinu er jafnframt bíósalur
fyrir 110 manns í sæti.
„Þetta er retró salur og iðulega
notaður sem fundarsalur, fyrir
styttri kynningar, starfsmanna
fundi og auðvitað hæg heimatökin
að sýna bíómynd ef stemmning
er fyrir því. Það höfum við líka
stundum gert fyrir hótelgesti þegar
ekki hefur verið hundi út sigandi
vegna hríðarbyls á vetrum,“ segir
Ragna.
Hún sér um að upplifun
hótelgesta sé snurðulaus, framúr
skarandi og góð.
„Við tökum vel á móti gestum og
ef vantar auka þjónustu í dagskrá
þeirra, hvort sem það er hádegis
verður, fundarsalur eða annað,
veitum við þjónustuna hratt og vel.
Þá erum við með girnilega og góm
sæta hádegispakka ef til stendur
að fara í ferðalag, og ýmislegt fleira
spennandi.“
Einstakt hótel á einstökum stað
Á Reykjavík Natura er gaman að
koma og alls kyns skemmtilegir
útúrdúrar til upplifunar.
„Mér finnst jafnan létt yfir
mannskapnum að vera kominn til
okkar, í vinnuferð jafnt sem gleð
skap, og ekki síst nú í vor hafa allir
verið glaðir að vera komnir aftur
í gang. Hér fer vel um fólk, allur
aðbúnaður fyrsta flokks, og alltaf
eitthvað freistandi og ljúffengt á
matseðli Satt, hvort sem það eru
morgunveitingar, hádegisverður
eða kvöldverður,“ segir Ragna, á
pallinum fræga sem veitir óvið
jafnanlegt útsýni út á flugvöllinn
með öllum sínum ævintýraljóma.
„Pallurinn er sólarpottur á góð
viðrisdögum og þá er þar iðandi
mannlíf og skemmtileg stemning.
Við fáum oft til okkar flugáhuga
fólk sem tyllir sér á pallinn til að
dást að flugumferðinni og pantar
sér osta platta og bjór, eða annað
gómsætt og frískandi á Satt. Þá er
ógleymdur salurinn Millilending
á efri hæðum, þaðan sem útsýnið
er fagurt hvert sem litið er, yfir á
Bessastaði og út á sæinn. Þangað
fáum við oft flugáhugamenn sem
stara dolfallnir út um gluggann.
Staðsetning hótelsins er enda sér
stök og sannarlega heillandi,“ segir
Ragna.
Við hótelið eru næg bílastæði og
gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða.
„Til okkar koma jafnt Íslend
ingar og erlendir gestir. Það er
aukning í komu gesta sem kjósa
Reykjavík til funda og ráðstefnu
halds, rétt eins og fólks sem langar
í helgarfrí í borginni. Það kaupir
sér dekurpakka, fer í spa og bröns
og gistir í dásamlegum rúmum
í fallegum herbergjum einstaks
hótels í einstöku umhverfi.“ n
Icelandair Hótel Reykjavík Natura
er á Nauthólsvegi 52. Sími 444
4500. Nánari upplýsingar á
icelandairhotels.is/natura
Sjarmerandi og rómantískt í náttúru Reykjavíkur
Ragna Hjartar er viðburða- og
ráðstefnusjóri hjá Icelandair Hótel
Reykjaví k Natura.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Alls eru 220 gistiherbergi og svítur á Reykjavík Natura, hvert öðru fallegra.
Allur aðbúnaður til funda og ráðstefna er fyrsta flokks á Reykjavík Natura.
Í glæsilegu spa
hótelsins geta
gestir notið
þess að fara í
dekur, nudd og
heita laug , og
svo mat eða
bröns á Satt á
eftir.
MYNDIR/AÐSENDAR
Á Reykjavík Natura er glæsilegur bíósalur í retróstíl. Hann er vinsæll til funda og kynninga, en líka bíósýninga.
kynningarblað 3FÖSTUDAGUR 27. maí 2022 R ÁÐSTEFNUR OG VIÐBURÐASTJÓRNUN