Fréttablaðið - 27.05.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.05.2022, Blaðsíða 24
Í Hofi eru við- burðir af öllu tagi sem göfga andann og setja mark sitt á blóm- legt menningarlíf, ekki bara á Akureyri heldur á Norðurlandi öllu. Staðsetning Hofs í miðbæ Akureyrar er aðlaðandi og eftirsóknarverð, ef horft er til skipulags funda og ráð- stefnuhalds í bænum. Hof er í göngufæri við alla helstu þjónustu auk þess sem kennileiti bæjarins eru vel sýnileg og gott útsýni yfir Pollinn. Kristín Sóley Björnsdóttir, við- burðastjóri hjá Hofi, segir að húsið bjóði upp á frábæra aðstöðu til fundahalda, hvort sem það er fimm manna stjórnarfundur, vinnufundur eða ráðstefna fyrir 500 manns. „Salir hússins eru fjölnota rými sem bjóða upp á ýmsa möguleika hvað varðar uppsetningu fundaraðstöðu og gefa skipuleggjendum viðburða tækifæri til að vera með hvers kyns sýningahald, kynningar og opna viðburði. Við klæðskerasníðum salina að þörfum viðskiptavina. Hof er því tilvalið fyrir ráðstefnu- hald,“ segir Kristín. Í Hofi er kaffihúsið Garún Bistro bar sem framreiðir fundaveitingar og sér um hátíðakvöldverði og allt þar á milli í góðu samstarfi við skipuleggjendur fundanna. „Starfsfólk Hofs býr yfir mikilli fagþekkingu þegar kemur að skipulagningu funda og ráðstefna í húsinu og þar af leiðandi bjóðum við upp á persónulega ráðgjöf og góða þjónustu til að tryggja vel heppnaðan viðburð,“ segir Kristín og bætir við að á Akureyri séu yfir höfuð góðar samgöngur og beint flug. „Með flugi Niceair opnast fyrir nýja möguleika fyrir Hof sem ráðstefnustað. Þá er hægt að bjóða upp á ýmsar hvataferðir, hvort sem það er menning eða náttúrufegurð í kringum bæinn. Innanlandsflug og lækkun fargjalda eða tilboðsverð fyrir ráðstefnugesti er auðvitað annar mikilvægur þáttur í uppbygg- ingu ráðstefnuhalds úti á landi og myndi lyfta grettistaki í þessum málum fyrir okkur. Við sjáum ótal sóknarfæri og hlökkum til sam- vinnu við ólíka aðila um að auka veg Akureyrar sem ráðstefnubæjar. Ráðstefnugestir lýsa iðulega yfir mikilli ánægju með veruna í Hofi, ekki síst þeir sem koma lengra að. Þeir nefna gjarnan nándina hér norðan heiða, þjónustulundina, faglegheitin og hversu auðvelt er að halda hópnum saman, þannig að þeir, hópurinn sem slíkur, fá enn meira út úr fundunum og sam- verunni en ella. Fjölbreyttir viðburðir eru á vegum Menningarfélags Akur- eyrar og ýmissa viðburðahaldara í Hofi; tónleikar, leik- og danssýn- ingar, gjörningar, hátíðir og margt fleira. Viðburðir sem laða að gesti víða af landinu, en um 300.000 gestir koma í Hof árlega. Í Hofi eru viðburðir af öllu tagi sem göfga andann og setja mark sitt á blómlegt menningarlíf, ekki bara á Akureyri heldur á Norður- landi öllu og jafnvel víðar. Mikið líf hefur verið í húsinu síðustu mánuði á ný, þar sem funda- og ráðstefnugestir hafa verið afar áberandi og húsið iðað af lífi. Samorkuþinginu er nýlokið en þar voru rúmlega 500 gestir, 130 fyrirlestrar og 23 sýnendur, en afar ánægjulegt var að taka á móti svo stórum hóp á ný í húsið. Fram undan eru svo tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, útskriftartónleikar nemenda út Tónlistarskólanum, Listasumars- tónleikar og veislur.“ ■ Allar nánari upplýsingar um Hof og sali hússins má finna mak.is Iðandi mannlíf á ný í Hofi Kristín Sóley Björnsdóttir er viðburðastjóri á Hofi á Akureyri. Hof er fallegt hús sem stendur á útsýnisstað. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Steinunn Lilja Emilsdóttir starfar sem umsjónarmaður Listasalar Mosfellsbæjar, sem er sýningarrými inn af Bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna. Á vegum listasalar- ins hefur hún séð um rúm- lega fjörutíu listsýningar af öllum stærðum og gerðum. jme@frettabladid.is Einmitt núna er hún, ásamt öðru starfsfólki bókasafnsins, að taka á móti umsóknum fyrir sýn- ingarárið 2023. „Við ákveðum heilt sýningarár í einu og úr umsóknum veljum við tíu sýningar sem standa yfir í um fjórar vikur. Svo er ein vika á milli sýninga sem gefur fólki tíma til að taka niður verk og setja upp,“ segir Steinunn. Umsóknarfrestur er til og með 6. júní og sótt er um rafrænt í gegnum íbúagátt Mosfellsbæjar. Steinunn bætir við að öll megi sækja um, hvort sem fólk er mynd- listarmenntað eða ekki. Gefandi starf Steinunn segir starfið gefandi og að sér þyki skemmtilegt að sjá um listasalinn og hjálpa fólki að koma verkum sínu á framfæri. „Ég er sjálf myndlistarmenntuð og hef listrænt auga. En ég er líka skipu- lögð og nákvæm. Ég hélt lengi vel að þetta væri algeng blanda en hef komist að því að það er til mikið af flottum listamönnum sem eru fyrir sjálfum sér vegna skipulags- leysis. Þá er gott að til eru sýningar- stjórar sem hafa gert þetta oft áður og vita hvað þarf til þess að allt gangi upp,“ segir Steinunn. Nokkur góð ráð Steinunn lumar á góðum ráðum þegar kemur að umsóknum í lista- sali almennt, enda búin að fara yfir hundruð umsókna á starfsferli sínum. „Það kemur mér alltaf jafn- mikið á óvart hve margir vita ekki hvernig eigi að gera góða umsókn. Og þetta fer alls ekki eftir því hvort fólk er myndlistarmenntað eða ekki. Í mörgum umsóknum gerir fólk lítið úr list sinni. Segir verkin vera afrakstur kvölddundurs. Það er erf- itt fyrir mig að hafa trú á umsókn- inni ef listamaðurinn virðist ekki hafa trú á sinni eigin myndlist. Ef fólk vill sýna listaverkin sín á annað borð, þá er mikilvægt að tala um þau af þeirri virðingu sem þau verðskulda. Það er líka mikilvægt að segja í umsókninni frá verkunum og hvers vegna fólk er að skapa þau. Ég vil vita hver er kveikjan. Af hverju þetta viðfangsefni en ekki eitthvað annað? Hvað merkja listaverkin fyrir listamanninum? Er persónu- leg saga á bak við verkin og tilurð þeirra? Það segir mér lítið ef fólk málar myndir af fjöllum og segir innblásturinn koma úr náttúrunni. En ef um er að ræða fjöll sem sáust út um gluggann á æskuheimilinu eða annað, þá erum við komin með sögu. Ég vil líka minna fólk á að senda myndir af verkunum með. Ég fæ furðulega oft umsóknir inn á borð til mín þar sem stendur kannski bara neðst „svo er hægt að sjá verkin á Instagram“. Með tugi umsókna til skoðunar er mikil aukavinna að fletta upp umsækj- endum á netinu til að skoða verkin. Svo ef ég ætla að ræða umsóknina við ráðunaut minn þá þarf ég að fletta síðunni aftur upp.“ Steinunn segir það líka lykilat- riði að umsækjandi geti svo staðið við það sem stendur í umsókninni. „Það er heilmikið verkefni að setja upp listsýningu og ef fólk ætlar að setja upp stórbrotna og flókna sýningu sem krefst mikilla fjár- útláta, þá þarf að byrja snemma að skipuleggja hana og sækja um styrki. Ég mæli með að fólk byrji að plana og framkvæma að minnsta kosti mánuði áður en það heldur að það þurfi að byrja. Og jafnvel öðrum mánuði fyrir það.“ Ekki gefast upp Steinunn vill þó minna á að taka því ekki persónulega ef sýningar- salur hafnar umsókninni. „Það geta verið margar ástæður fyrir því að umsókn er hafnað og ástæðan er sjaldnast sú að verkin séu ekki nógu góð til að sýna þau. Við veljum fyrir heilt sýningarár í einu. Ef það koma fimm svipaðar umsóknir, þá veljum við þá bestu og höfnum hinum. Ef það kemur svo ein umsókn sem er allt öðru- vísi en hinar, þá er líklegt að hún verði valin til að auka fjölbreytni sýningarársins. Mér þykir mjög leiðinlegt að hafna umsóknum og það er fátt sem gleður mig meira en að sjá umsókn, sem komst ekki áfram hjá mér, verða að sýningu einhvers staðar annars staðar. Svo ekki gefast upp.“ Góður titill gulli betri Í dag, föstudag, klukkan 16-18 verður opnuð ný sýning í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin ber nafnið Hakk og spagettí og er með verkum eftir Dagmar Atladóttur. „Fyrir utan það hvað þetta er flott sýning, þá finnst mér hún sýna vel hvað góður titill skiptir miklu máli. Í dag er algengt að sýningar gangi undir stuttum nöfnum. Nöfn eins og „tíst“, „skap“, „óður“ eða „ögn“. Svona sýningarheiti eru rosalega óljós og pínu eins og listamaðurinn sé að leggja fyrir mig gestaþraut sem ég nenni ekki að leysa. Sértækur og sterkur titill er yfirleitt betri en of óljós titill. „Gluggafjöll æsku minnar“ er til dæmis mun áhugaverðari titill en „urð“ að mínu mati,“ segir Stein- unn. ■ Það þarf bæði listrænt auga og skipulag Steinunn Lilja hefur séð um um það bil fjörutíu listasýningar af öllum gerðum á vegum Listasalar Mosfellsbæjar. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR G. Ráðstefnur, fundir, veislur og aðrir viðburðir Frábær þjónusta í einstöku umhverfi 10 kynningarblað 27. maí 2022 FÖSTUDAGURR ÁÐSTEFNUR OG VIÐBURÐASTJÓRNUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.