Fréttablaðið - 31.05.2022, Blaðsíða 12
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@
frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Guð-
mundur
Ingi Guð-
brandsson
félags-
málaráð-
herra fékk
greinilega
nóg við
að hlusta
á ummæli
dómsmála-
ráðherra.
Útlend-
ingastefna
stjórnvalda
miðar að
því að
gera fólki
eins erfitt
um vik og
mögulegt
er.
Elín
Hirst
elinhirst
@frettabladid.is
Í Brekkukotsannál Halldórs Laxness sem er látinn
gerast undir lok 19. aldarinnar segir: „Í það mund
sem ég var að verða til, þá var þar í kotinu mikil
örtröð af því fólki sem nú á dögum heitir f lóttamenn;
það er að f lýa land; það leggur á stað með tárum úr
heimkynnum sínum og ættbygð af því svo illa er að
því búið að börn þess ná ekki þroska heldur deya.“
Að rífa sig og sína upp og fara á vergang
Þessi klausa minnir okkur á sögu okkar Íslendinga
sem einkennist af f lótta undan náttúruhamförum,
örbirgð og vonlausum aðstæðum. Sum okkar f lýðu
landshluta á milli – önnur alla leið til Ameríku þar
sem margvísleg örlög biðu fólks. Við vitum að ærnar
ástæður þarf til að fólk rífi sig og sína upp með rótum
til að fara á vergang í heiminum og það er skylda
okkar að búa fólki sem hingað leitar þær aðstæður
að það geti komið undir sig fótunum og byggt upp
tilveruna á ný.
Útlendingastefna stjórnvalda miðar að því að gera
fólki eins erfitt um vik og mögulegt er að setjast hér
að. Fólk sem hingað leitar frá stríðshrjáðum svæðum
og óbyggilegum er sent strax og hægt er til þess
Evrópuríkis sem fyrst veitti því hæli, iðulega Grikk-
lands, jafnvel þó að aðstæður þar séu með öllu óboð-
legar. Þessi stefna er meðal þess sem hörðust gerist á
Norðurlöndunum, og er í engu samræmi við reynslu
okkar af móttöku f lóttamanna, sem hefur verið góð
og hefur auðgað íslenskt þjóðlíf verulega.
Það á að vera ljúf skylda okkar
Með orðagaldri sínum tekst Halldóri Laxness að
draga fram kjarnann í hlutskipti þeirra sem leita
hælis í okkar landi. Þetta snýst um að gera börnum
mögulegt að ná þroska. Það á að vera ljúf skylda
okkar að taka sómasamlega á móti fólki í neyð, ekki
bara til að það komist í heila höfn og nái að byggja
upp líf sitt heldur líka til að standa undir nafni sem
samfélag. n
„Það leggur á stað
með tárum“
Logi Einarsson
formaður Sam-
fylkingarinnar
Annað ráðuneyti Katrínar Jakobs-
dóttur forsætisráðherra þreytti nýja
eldraun á dögunum þar sem „líf“
ríkisstjórnarinnar hékk á bláþræði.
Fyrst var það Íslandsbankamálið
sem reið yfir þjóð og þing. Klúður er fyrsta
orðið sem kemur upp í hugann þegar það mál er
skoðað. Sérmeðferð fárra útvalinna í fjármála-
kerfinu og útdeiling hraðgróðatækifæra vakti
upp alvarlegar spurningar meðal almennings
um hvort viðskiptahættir á árunum í kringum
bankahrunið væru snúnir aftur. Lilja Alfreðs-
dóttir viðskiptaráðherra opinberaði að hún
hefði lýst áhyggjum sínum af Íslandsbanka-
sölunni á fundi ráðherranefndar fyrir söluna.
Íslandsbankamálinu er hvergi nærri lokið.
Ríkisendurskoðun ásamt fjármálaeftirlitinu
reynir nú að kafa ofan í það. Hvort eitthvað
kemur út úr þeim rannsóknum sem máli skiptir
er allsendis óvíst. Tíminn verður að leiða það í
ljós.
Svo fréttist það að vísa ætti 250 flóttamönnum
úr landi. Þessi stóri hópur hælisleitenda hafði
dvalið á Íslandi mun lengur en venja er vegna
Covid-19. Fjölskyldur voru að sjálfsögðu farnar
að festa hér rætur, börn höfðu fæðst og önnur
byrjað í leik- eða grunnskóla.
Leynd hvílir alla jafna yfir því sem fram fer á
ríkisstjórnarfundum, en þriðjudagsmorguninn
24. maí síðastliðinn hafði greinilega soðið upp
úr við ríkisstjórnarborðið. Það opinberaðist
óvænt það sama kvöld.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom á
Fréttavaktina á Hringbraut og sagði að verið
væri að skoða samsetningu hópsins. Síðan leið
tæpur klukkutími. Jón Gunnarsson dómsmála-
ráðherra mætti í Kastljós og lýsti því yfir að sam-
staða væri um verklag í málinu.
En þá skapaðist aftur „lífshættulegt“ ástand
innan stjórnarinnar aðeins nokkrum vikum
eftir Íslandsbankauppákomuna. Guðmundur
Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra fékk
greinilega nóg við að hlusta á ummæli dóms-
málaráðherra. Guðmundur ákvað að rjúfa hinn
hefðbundna trúnað sem ríkir á ríkisstjórnar-
fundum, mætti í beina útsendingu í tíufréttum
Sjónvarpsins og sagði hug sinn í málinu.
Í kjölfarið lýsti dómsmálaráðherra því yfir að
fjölskyldufólk yrði ekki sent í flóttamannabúðir
í Grikklandi. En nægir sú yfirlýsing? Hvað með
þá sem eiga til dæmis fötluð börn sem eru orðin
18 ára, eins og írönsk fjölskylda sem verið hefur
í fréttum? Flóttamannamálinu er hvergi nærri
lokið, fremur en Íslandsbankamálinu og það
verður fróðlegt að fylgjast með hvernig ríkis-
stjórnin leysir úr þeim. n
Stjórn í lífsháska
Steinhella 17a / 221 Hafnarfjörður / s. 577 5050 / www.gluggasmidjan.is
gæða veka PLaSTgLuggar
• Útlit eins og timburgluggar
• Henta mjög vel í gluggaskipti!
• Þarf ekki að skrapa og mála
eins og timburglugga!
Gott verð og stuttur
afhendingartími!
benediktboas@frettabladid.is
kristinnhaukur@frettabladid.is
Falleinkunn Puma
Nýja landsliðstreyjan var
frumsýnd í gær en hún er gerð
af Puma og mun landsliðið í
fótbolta spila í þessari treyju
næstu tvö ár. Treyjan fékk
vægast sagt harða dóma af
dómstóli Twitter-samfélagsins.
Stígur Helgason, fréttamaður á
Ríkisútvarpinu, spurði einfald-
lega: Hvað er að? Atli Fannar
Bjarkason fjölmiðlamaður spyr
hvort þetta sé fótboltatreyja
eða verðbólguspá. Engu skárri
eru ummælin á fésbókarsíðu
Knattspyrnusambands Íslands.
Þar er reyndar orrahríðin slík
að ekki er mögulegt að birta öll
ummælin.
Hettur
Fyrirsæturnar á frumsýning-
unni, þeir Hörður Björgvin
Magnússon og Jón Dagur Þor-
steinsson, voru báðir klæddir
í hettupeysu undir treyjunni.
Ekki er ljóst á þessari stundu
hvort þetta sé partur af nýja
búningnum eða hrein til-
viljun. Reyndar gæti hetta
verið nokkuð brögðótt viðbót
hjá Knattspyrnusambandinu.
Ekki aðeins vegna hins íslenska
veðurfars heldur einnig til þess
að leikmenn geti hulið sig þegar
þeir lúta í gras fyrir andstæð-
ingum sínum. Það er nefnilega
útlit fyrir að það verði aftur
vaninn. n
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 31. maí 2022 ÞRIÐJUDAGUR