Fréttablaðið - 31.05.2022, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 31.05.2022, Blaðsíða 34
kolbrunb@frettabladid.is Elli Egilsson heldur einkasýninguna Nevada í Þulu og mun sýningin standa til 19. júní. Elli er sjálfmenntaður mynd­ listarmaður, fæddur og uppalinn í Reykjavík, en hefur starfað síðustu misseri í Los Angeles og Las Vegas, þar sem hann er búsettur. Verk Ella eru unnin eftir ímynd­ uðum myndformum íslenskrar náttúru, eins og hún formast í skap­ andi hugsun, engir sérstakir staðir hafðir í huga, pensillinn látinn ráða för og verkin máluð á draum­ kenndan hátt með heimagerðum olíulitum þar sem listamaðurinn notar sína eigin olíulitaformúlu. „Verk mín eru einfaldlega minn­ ingar fyrir komandi kynslóðir, sýna landslagið eins og það verður til í hugarheimi mínum, raunverulegt en ímyndun í bland. Málarar fyrri tíma hafa skilið eftir sig stórbrotin listaverk sem lýsa því hvernig þeir sáu heiminn í kringum sig, veröld sem þá var. Mig langar að skilja eftir mig mína sýn, mitt sjónarhorn á náttúruna og óbyggðir landsins, fyrir komandi kynslóðir að upplifa og njóta,“ segir listamaðurinn. n Verk mín eru einfald- lega minningar fyrir komandi kynslóðir. Hann vakti mikla athygli strax í upphafi því verk hans voru grótesk en í yngri verkunum er hann greinilega upptekinn af andlegum hugleið- ingum. Verk Gunnars Arnar Gunn­ arssonar eru á sýningu í aðalsal Hafnarborgar. Yfir­ skrift sýningarinnar er Í undirdjúpum eigin vitundar. Sýningarstjóri er Aldís Arnar­ dóttir. Gunnar Örn hélt fyrstu einkasýn­ ingu sína í Unuhúsi árið 1970 og var þá tuttugu og fjögurra ára gamall. Árið 1988 var hann fulltrúi Íslands á Feyneyjatvíæringnum. Hann lést árið 2008. „Þetta er yf irlitssýning sem spannar tæplega 40 ára feril,“ segir Aldís. „Gunnar Örn vann í marga miðla og notaði ólíkar aðferðir. Hér eru málverk, þrykk, vatnslitaverk og skúlptúrar bæði úr tré og unnir með blandaðri tækni. Verkin bera vitni um hin fjölbreyttu efnistök sem listamaðurinn beitti.“ Andleg upplifun Gunnar Örn var að mestu sjálf­ menntaður í myndlist. „Það var ekki af því hann hafði ekki áhuga á að mennta sig heldur hafði hann ekki tök á því. Hann gerði sér grein fyrir að teikningin væri mikilvæg og fór á teikninámskeið í Dan­ mörku en var að öðru leyti sjálf­ menntaður. Allan ferilinn er undirliggjandi ákveðinn tilvistarstrengur. Þegar maður gengur um sýninguna sér maður að verkin eru mjög ólík en alls staðar er þessi þráður, tilvistin. Hann vakti mikla athygli strax í upphafi því verk hans voru grót­ esk en í yngri verkunum er hann greinilega upptekinn af andlegum hugleiðingum. Í þeim verkum eru einföld form, f letir og punktar. Fjölbreytt efnistök Gunnar Örn vann í marga miðla og notaði ólíkar aðferðir, segir Aldís. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Sjónarhorn á náttúruna Mig langar að skilja eftir mig mína sýn, segir Elli. MYND/AÐSEND Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Hann varð fyrir andlegri upplif­ un, eins og hann orðaði það sjálfur og í kjölfarið f lutti hann að Kambi í Rangárvallasýslu. Þar hafði hann góða vinnuaðstöðu, meðal ann­ ars í skemmu og gat farið að vinna skúlptúra sem hann gat ekki gert áður vegna aðstöðuleysis.“ Aftur í dagsljósið Gunnar Örn var gríðarlega afkasta­ mikill og fjöldi verka liggur eftir hann. Verkin á sýningunni koma frá ekkju listamannsins og fjöl­ skyldu hans, einnig frá Listasafni Íslands og Listasafni Reykjavíkur, Arion banka og einkasöfnurum. „Ég held að það sé áhugavert fyrir fólk að sjá hér feril hans í heild. Ekki síst fyrir yngri listamenn sem eru margir í alls kyns útvíkkun á mál­ verkinu og þekkja kannski ekki vel til verka hans, en Gunnar Örn tók á sínum tíma fullan þátt í nýja málverkinu. Það er gaman að geta dregið Gunnar Örn aftur fram í dagsljósið,“ segir Aldís. n 22 Menning 31. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 31. maí 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.