Fréttablaðið - 31.05.2022, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 31.05.2022, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 31. maí 2022 Alda Björk Larsen, markaðsstjóri Nóa Síríus, segir að það hafi skapast ákveðin hefð hjá fyrirtækinu fyrir því að koma með nýjungar, sérstaklega á sumrin, og þá oft einungis í takmörkuðu magni. Í sumar er margt nýtt og spennandi í boði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Fjöldi spennandi og sumarlegra nýjunga frá Nóa Síríus í ár Nói Síríus hefur verið með Íslendingum í meira en heila öld og er stöðugt að koma með eitthvað nýtt á markaðinn. Í tilefni sumarsins er fjöldi nýjunga kominn á markað og er enn ein varan væntanleg í júní. Þar er því alltaf eitthvað nýtt og spennandi að gerast. 2 Túnfiskur er prótínríkur og ríkur af omega3. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY jme@frettabladid.is Flest þekkjum við gamla góða túnfisksalatið með majónesinu, season all-kryddinu og hráum lauk og sú útgáfa stendur alltaf fyrir sínu. Fyrir þá sem langar að prófa örlítið léttari og breytta útgáfu í sumar ætti þessí útgáfa af túnfisk- salati með Miðjarðarhafs ívafi að fá séns. Hér er enginn að reyna að láta kotasælu koma í staðinn fyrir majónes. Túnfisksalat 1 dós túnfiskur í vatni 3 egg ½ rauðlaukur (eða eftir smekk) 10 saxaðar ólífur (grænar eða svartar eftir smekk) 2 msk. kapers (saxað, ef stór) 7 sólþurrkaðir tómatar 1 msk. oreganó 2 msk. söxuð steinselja salt og pipar 4-5 msk. grísk jógúrt 2 msk. jómfrúarólífuolía safi úr ½ sítrónu Hræra saman og bæta við grískri jógúrt og olíu, eftir smekk. Endið á að salta, pipra og kreista sítrónu út í til að fullkomna bragðið. Einnig má kreista smá sriracha út í eða dreifa chiliflögum yfir, vilji fólk að salatið sparki smá frá sér. Bætiefnabomba Salatið er guðdómlegt á brauðsneið eða á kex með lúku af klettasalati og balsamediki. Einnig mega hug- rakkir kurla smá fetaost yfir. ■ Bragðmikið túnfisksalat ALOE VERA MELTING & BÓLGUR 85%VIRKTCURCUMIN www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.