Fréttablaðið - 31.05.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.05.2022, Blaðsíða 4
Vísitala neysluverðs hækkar um 0,77 pró- sent frá fyrri mánuði. olafur@frettabladid.is NEY TENDUR Verðbólga hækkar enn og hefur ekki verið hærri í tólf ár. Ekki verður séð að miklar stýri- vaxtahækkanir Seðlabankans und- anfarna 12 mánuði hafi mikil áhrif. Vísitala neysluverðs í maí 2022 hækkar um 0,77 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,42 prósent frá apríl. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,9 prósent (áhrif á vísi- töluna 0,14 prósent), reiknuð húsa- leiga hækkaði um 2,3 prósent (0,43 prósent), verð á nýjum bílum hækk- aði um 2,1 prósent (0,11 prósent) og verð á bensíni og olíum hækkaði um 2,9 prósent (0,10 prósent). Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 6,9 prósent (-0,14 prósent). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,6 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 5,5 prósent. Skarpar stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna 12 mánuði virðast lítil áhrif hafa á verðbólguna. Ekki þarf það koma á óvart þar sem verðbólgan er að stærstum hluta annars vegar inn- flutt og hins vegar vegna skorts á húsnæði. Íslensk peningastefna virðist hafa takmörkuð áhrif á verð- bólgu erlendis og ekki hefur verið sýnt fram á að vaxtahækkanir skili sér í auknu framboði húsnæðis á viðráðanlegu verði. n Verðbólgan æðir áfram þrátt fyrir vaxtahækkanir ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ Á LAUGARDÖGUM Í SUMAR 100% RAFMÖGNUÐ ÍTÖLSK HÖNNUN Hvað nærðu að gera á fimm mínútum? Það tekur Fiat 500e aðeins fimm mínútur í hraðhleðslu að ná 50km akstursdrægni. Fiat 500e sameinar gæði og tímalausa ítalska hönnun sem hentar vel fyrir þá sem þurfa að komast örugglega á milli staða innanbæjar. Með 3+1 hurðum og allt að 433 km drægni FIAT.IS Fjórar blokkir eiga 60 pró- sent af úthlutuðum kvóta. Vaxandi þrýstingur er á að veiðigjald verði hækkað. SFS segir að um tímabundið góð- æri kunni að vera að ræða. bth@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Það stefnir í met- hagnað sjávarútvegsfyrirtækja. Brim hagnaðist um 11,3 milljarða í fyrra og Síldarvinnslan um svipaða fjárhæð. Hagnaður Síldarvinnsl- unnar fyrstu þrjá mánuði þessa árs nam á fjórða milljarð króna. Samherji, Kaupfélag Skagfirð- inga (KS) og önnur risafyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi, hafa ekki skilað uppgjöri fyrir síðasta ár en mikils hagnaðar er vænst. Íslensk fiskiskip veiddu fisk fyrir 162,2 milljarða króna í fyrra samkvæmt tölum Hagstofu. Verðmæti afla jókst um 9 prósent milli ára, var 148,3 milljarðar 2020 samkvæmt úttekt Kjarnans. Munar mestu um upp- grip í síld og loðnu og eru horfurnar mjög góðar nú, því verð á prótíni og ekki síst fiski hefur hækkað mjög í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Í lok árs 2020 var bókfært eigið fé íslensks sjávarútvegs 325 milljarðar króna. Aukning eigin fjár á sjö árum hjá sjávarútvegsfyrirtækjum er vel á annað hundrað milljarða. Þingmenn stjórnarandstöðu hafa ítrekað bent á að veiðigjöld séu of lág. Svandís Svavarsdóttir matvæla- ráðherra sagði í Morgunblaðinu í gær að djúpstæð tilfinning væri meðal almennings um óréttlæti vegna samþjöppunar veiðiheimilda og að ágóðanum af sameiginlegri auðlind væri ekki skipt á réttlátan hátt. Árið 2020 greiddi sjávarút- vegurinn tæpa 4,8 milljarða í veiði- gjald en á sama tíma hefur íslenska ríkið þurft að taka á sig söguleg áföll vegna veirufaraldursins. Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingar, segir að arðurinn fyrir aðgengi að takmörkuðum auðlind- um í eigu þjóðarinnar verði í aukn- um mæli að skila sér til þjóðarinnar. „Við höfum horft upp á gríðarlega auðsöfnun á mjög fáar hendur sem hefur auk þess leitt til þess að örfáir einstaklingar halda ekki einungis á þorra fiskveiðiheimilda, heldur hafa í skjóli þessa sama auðs sölsað undir sig eignir mjög víða í samfélaginu í óskyldum greinum,“ segir Logi. Hann nefnir fjölmiðlarekstur, fasteignastarfsemi, f lutninga, dag- vörumarkað, orkuvinnslu, jafnvel tryggingar og bankastarfsemi. „Þetta skapar mjög óheilbrigt ástand. Og nú þegar allur þorri almennings sér fram á versnandi af komu og ýmis heilbrigðis- og velferðarþjónusta er undirfjár- mögnuð, ættu handhafar kvótans sannarlega að greiða meira til sam- neyslunnar, þeir eru vel aflögufærir, svo ekki sé meira sagt,“ segir Logi. Samanlagt eiga fjórar blokkir um 60 prósent af öllum úthlutuðum kvóta. Þessar blokkir eru Samherji, Brim, KS og Ísfélagið. Heiðrún Lind Marteinsdóttir hjá Samtökum fyrir- tækja í sjávarútvegi (SFS) bendir á, vegna orða Svandísar, að samþjöpp- un veiðiheimilda sé þó takmörkuð með lögum. „Þrátt fyrir orð ráðherra nú leyfi ég mér að efast um að almenningur vilji hverfa frá þeim þáttum sem hafa verið grundvöllur að sjálfbærni og verðmætasköpun í atvinnugrein- inni,“ segir hún. Heiðrún bendir á að auðlinda- gjaldið sé af komutengt, hækki þegar vel gengur og lækki þegar lakar árar. Þá sé rétt að hafa í huga að þótt ágætlega gangi nú sé ekki langt frá tveimur loðnulausum árum og kvóti í þorski hafi verið skorinn niður um 50 þúsund tonn á tveimur fiskveiðiárum. „Hin samfélagslegu verðmæti verða ekki aukin með auknum álög- um, þau verða fyrst og síðast aukin með því að treysta samkeppnis- hæfni og með aukinni verðmæta- sköpun," segir Heiðrún. n Ofurgróði útgerðar veldur titringi Fyrstu ársafkomutölur stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna benda til gróða á tá og fingri. Tekist er á um hvort álögur séu sanngjarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Heiðrún Lind Marteinsdóttir, hjá SFS Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar ser@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Tvær af sex hæðum Sjávarútvegshússins við Skúlagötu hafa staðið auðar í heilt ár, en í sumar hillir loksins undir að fram- kvæmdir hefjist þar að nýju við gagngerar endurbætur á öllum sex hæðum hússins. Ráðgert er að allt að fimm ráðu- neyti verði í húsinu, en þar eru fyrir matvælaráðuneytið og menningar-, ferða- og viðskiptaráðuneytið á fimmtu hæðinni. Þykir brýnast að koma félagsmálaráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu fyrir í hús- inu, en þau hafa verið á ítrekuðum hrakhólum eftir að mygla fannst í húsakynnum þeirra við Tryggva- götu og svo aftur í Skógarhlíðinni þangað sem þau fluttu úr miðborg- inni. Þau ráðuneyti eru nú í tíma- bundnu húsnæði í Síðumúla. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins stóð upphaf lega til að endurgera tvær hæðir hússins, en í kjölfar kosninga í haust og gagn- gerra breytinga á skipan ráðuneyta í upphafi þessa árs var ákveðið að húsið yrði allt endurgert. Hönnun og áætlanagerð lauk fyrir tveimur vikum og um helgina var útboð á endurgerð hússins auglýst í blöðum. Samkvæmt sömu heimildum hafa orðið nokkrar tafir í hönnunar- ferlinu, meðal annars vegna vals á gólfefnum, hvort lagðar yrðu tep- paflísar eða harðviður á gólfið – og höfðu teppaflísarnir vinninginn. Það sem einkum hefur þó tafið verkið er sú grundvallarbreyting að ákveðið skyldi að endurgera allt húsið. En ekki einungis aðra og þriðju hæðina. Þá gera nýjar áherslur í nýtingu skrifstofurýmis verkefnið flóknara en ella. Niðurstaða útboðs á lokafrágangi hæðanna fæst í lok júní og munu framkvæmdir hefjast að nýju að af loknum samningum við verk- taka. n Þrjár hæðir í Sjávarútvegshúsinu hafa staðið auðar í eitt ár Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu sem eitt sinn hýsti starfsemi Hafró. 4 Fréttir 31. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.