Fréttablaðið - 31.05.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 31.05.2022, Blaðsíða 28
Núna er maður auð- vitað leiður yfir því að fara úr Safamýrinni en það verður spennandi að taka þátt í þessum nýja kafla félagsins. Steinunn Björnsdóttir Mörgum leikmönnum finnst samskiptum ábótavant. 16 Íþróttir 31. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 31. maí 2022 ÞRIÐJUDAGUR hoddi@frettabladid.is FÓTBOLTI Fleiri en einn og fleiri en tveir leikmenn íslenska landsliðs- ins sem kynntir voru í hóp liðsins í síðustu viku lásu um það á veraldar- vefnum að þeir væru í hópi Arnars Viðarssonar. Iðulega eru leikmenn sem eru í landsliðshóp látnir vita áður en hópurinn er kynntur opin- berlega. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins voru nokkrir leikmenn hissa á stöðu mála þegar þeir lásu það á vefmiðlun síðasta miðviku- dag að þeir væru í hópi Arnars fyrir verkefnið í júní. Heimildarmaður Fréttablaðsins segir að samskipti þjálfarateymis við leikmenn sem koma til greina í landsliðið séu lítil. Nánast engin samskipti eiga sér stað á milli verkefna og nú þegar valið er í hópinn eru nokkrir leikmenn sem lesa um það á vefmiðlum að krafta þeirra sé óskað í landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson hefur stýrt landsliðinu í 18 mánuði en gengi liðsins innan vallar hefur verið slakt, kynslóðaskipti hafa átt sér stað en framfarir á leik liðsins hafa ekki verið áþreifanlegar. Arnar heldur enn í vonina um að eldri og reyndari leikmenn liðsins gefi kost á sér á komandi mánuðum til að reyna að snúa við slöku gengi. Óvíst er hins hvort eða hvenær eldri leik- menn ná heilsu, gefi aftur kost á sér og þar fram eftir götunum. Liðið leikur þrjá leiki í Þjóðadeild- inni í júní en um er að ræða fyrstu keppnisleiki liðsins frá því að Arnar skipti út aðstoðarmanni sínum Eiði Smára Guðjohnsen en í hans stað er Jóhannes Karl Guðjónsson mættur til starfa. n Lásu um það á netinu að þeir væru í landsliðshópi Arnars Leikir Íslands í júní n Ísrael - Ísland fimmtudaginn 2. júní á Sammy Ofer Stadium kl. 18.45 n Ísland - Albanía mánudaginn 6. júní á Laugardalsvelli kl. 18.45 n San Marínó - Ísland fimmtudaginn 9. júní á Stadio Olimpico di Serravalle kl. 18.45 n Ísland - Ísrael mánudaginn 13. júní á Laugardalsvelli kl. 18.45Arnar Þór Viðarsson er á leið inn í fjóra landsleiki. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Steinunn Björnsdóttir segir það viðeigandi að sigur- sælasta félag kvennaboltans frá upphafi, Fram, hafi unnið Íslandsmeistaratitil á lokaári sínu í Safamýrinni áður en haldið er á nýjar slóðir. kristinnpall@frettabladid.is HANDBOLTI „Þessi tilfinning þreyt- ist ekki og í raun virðast titlarnir alltaf toppa þá fyrri. Ég held að þessi verði sérstaklega eftirminni- legur því ég fann það daginn eftir leikinn að það var ákveðinn doði vitandi að kafla okkar í Safamýr- inni sé lokið. Fyrir vikið er maður ótrúlega þakklátur að hafa náð að ljúka þeim kaf la með titli,“ segir Stein- unn Björnsdóttir, leikmaður Fram, spurð hvort Íslandsmeistaratitill liðsins um helgina hafi haft aukna þýðingu í ljósi þeirra tímamóta sem eru fram undan hjá sigursælasta félagi landsins í kvennaboltanum. „Það gefur þessum titli svolítið aukna vigt og ég er viss um það þegar ég lít til baka seinna meir að þessi verður mér mikilvægur til lengri tíma.“ Steinunn er, eins og nokkrar úr kjarna liðsins sem voru að fagna fjórða Íslandsmeistaratitli félags- ins á síðustu níu árum, svo gott sem uppalin í Framheimilinu. Það verða því viðbrigði þegar Fram hefur nýjan kafla í sögu félagsins þegar það flytur starfsemi sína í Úlfarsár- dal á næstu mánuðum. „Það er auðvitað erfitt að full- yrða en fyrir mér hefur þetta verið einstakt tímabil og Safamýrin eins og æskuheimili. Að hafa fengið að vera þarna í Framheimilinu í allan þennan tíma þar sem fjölskyldan mín hefur verið stór hluti af þessu og bestu vinkonur,“ segir Stein- unn og að það sé auðvitað um leið spennandi að taka þátt í nýjum kafla félagsins og er ekkert á því að láta staðar numið. „Að sama skapi eru ótrúlega spennandi tímar fram undan, það kemur tilhlökkun fyrir því að fara í eitthvað nýtt, stærra og með frá- bærri umgjörð. Núna er maður auðvitað leiður yfir að vera að fara úr Safamýrinni en það verður spennandi að taka þátt í þessum nýja kaf la félagsins. Ég er samn- ingsbundin í ár í viðbót og er ekki að fara að leggja skóna á hilluna.“ Steinunn sneri aftur inn á völl- inn í tæka tíð fyrir úrslitakeppnina, eftir að hafa slitið krossband síðasta vor. Stuttu áður en það gerðist var hún fjarverandi vegna höfuðhöggs og var því nýkomin af stað að nýju þegar hún meiddist illa í leik Íslands og Norður-Makedóníu. „Það var ótrúlegt áfall að slíta krossbandið á þessum tíma. Ég var orðin aftur upp á mitt besta þegar krossbandið slitnar í landsleik í mars. Á þeim tímapunkti sá ég ekki endilega fram á að geta tekið þátt á þessu tímabili heldur, sem var erfitt að kyngja. Manni var skyndi- lega kippt út úr því sem maður elsk- ar að gera en ég naut góðs stuðnings frá fjölskyldunni og sjúkraþjálfar- anum.“ Steinunn vakti athygli þegar hún var komin aftur í lið Fram sex vikum eftir barnsburð og viðurkennir að það hafi um tíma verið erfitt að sitja á sér í endurhæfingunni. „Sjúkraþjálfarinn minn, Rúnar Pálmarsson, sá vel um mig og sá til þess að ég myndi ekki fara of geyst af stað og fara eftir því sem fræðin segja. Hann var duglegur að minna mig á það, þótt það hafi verið komin ansi mikil eftirvænting í upphafi ársins þegar mér fannst ég vera til- búin. Það voru margir sem slógu á létta strengi og höfðu orð á því að ég yrði enga stund að ná mér af þessu stuttu eftir að ég meiddist,“ segir Steinunn glettin. Einvígið sjálft var gríðarlega spennandi. Þrír af fjórum leikjun- um enduðu á eins marks sigri og í þeim fjórða var munurinn eitt mark þegar mínúta var eftir. Steinunn tekur undir að það hafi ekki verið margt sem skildi liðin að, aðspurð hvað hafi ráðið úrslitunum. „Fyrst og fremst var þetta frábært einvígi. Það sem mér fannst skilja liðin að í lok dags voru litlu hlut- irnir. Við vorum að fá þessi klóku en auðveldu mörk. Svo var Hafdís (innsk. Renötudóttir, markvörður Fram) frábær í einvíginu á meðan markmenn Vals náðu sér ekki jafn vel á strik.“ Steinunn fer fögrum orðum um Stefán Arnarson, þjálfara Fram, sem var að vinna sinn sjöunda Íslands- meistaratitil. „Stefán er auðvitað frábær þjálf- ari. Hann nær alltaf að halda ótrú- lega góðri liðsheild hjá liðunum sínum og gerir hlutina svo skemmti- lega og um leið einfalda. Hann held- ur liðunum sínum í frábæru standi og er um leið ótrúlega klókur.“ n Þessi titill verður sérstaklega eftirminnilegur Steinunn með Íslandsmeist- aratitilinn í Safa- mýrinni sem hún segir að sé henni hálfgert æskuheimili. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.