Fréttablaðið - 31.05.2022, Side 13

Fréttablaðið - 31.05.2022, Side 13
2006 leyfði þáverandi sjávarútvegs- ráðherra og sjálfstæðismaður, Einar K. Guðfinnsson, aftur hvalveiðar, illu heilli, en Alþjóðahvalveiðiráðið bannaði þær 1986. Einar, varla mikill dýravinur eða náttúru- og umhverfissinni, leyfði þetta, þrátt fyrir það að langreyðar stæðu á IUCN-lista yfir dýr í útrým- ingarhættu. Reglugerð Jóns Bjarnasonar 2009 Í framhaldi af þessu sá þáverandi sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarna- son ráðherra Vinstri grænna, til- efni til að yfirfara reglur um vinnslu hvalkjöts, en þær byggðu á reglu- gerð nr. 105 frá 1949. Auðvitað þurfti að yfirfara og laga margt, enda höfðu kröfur um hreinlæti, hollustu og öryggi mat- væla stóraukist á þessum 60 árum, auk þess sem ný matvælalöggjöf ESB tók gildi um sömu mundir, og vorum við Íslendingar skuldbundn- ir til að fylgja sömu stefnu um mat- vælagæði. 2009 gaf svo Jón út þessa nýju reglugerð, nr. 489/2009, vandað plagg í anda nýrra tíma og krafna. Út á hvað gekk reglugerðin? Mikilvægt atriði í nýju reglu- gerðinni var að hvalir skyldu verk- aðir innanhúss, undir þaki, í lokuðu rými, til að fyrirbyggja að hvers kyns meindýr eða óþrif kæmust í afurðirnar, en áður hafði hvalur einfaldlega verið verkaður úti, undir berum himni. Matvælastofnun skyldi vera eftir- litsaðili, og var þeirri stofnun meðal annars uppálagt að taka sýni vegna mögulegra aðskota- og eiturefna. Hvað gerði Kristján Þór 2018? Kristján Þór Júlíusson sjálfstæðis- maður varð sjávarútvegsráðherra 2017. Hann hafði mikil og góð tengsl við sjávarútveginn, var meðal ann- ars stjórnarformaður í Samherja, og virtust tengsl hans við Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf., einkar góð. Í maí 2018 sendi Loftsson nafna sínum Júlíussyni breytingatillögur fyrir reglugerð Jóns Bjarnasonar nr. 489/2009, og gaf Júlíusson út nýja reglugerð, nákvæmlega á grunni til- lagna nafna síns, nr. 533/2018, viku síðar. Snaggaraleg afgreiðsla. Í þessari nýju reglugerð var fallið frá ströngum kröfum um matvæla- hollustu og -öryggi, að því leytinu til að nú mátti aftur skera og verka hval utanhúss, undir berum himni, eins og Hvalur hafði gert frá 1948. Auðvitað gott fyrir hungraða fugla, nagdýr og önnur meindýr, og áttu mengunarvarnir einfaldlega að vera „samkvæmt áhættumati sem rekstraraðili gerir“. Með öðrum orðum var Hval í sjálfsvald sett, hvernig það hagaði vinnslu með tilliti til hreinlætis, hollustu og öryggis, eins og var 1948. Allri samræmingu við ESB-löggjöf var kastað fyrir róða. Hvað varðaði nafnana um slík smámál!? Nú átti Hvalur einfaldlega að kontrólera sig sjálft. Flott íslenzk aðferðafræði. Svandís fær keflið 2021 Svandís Svavarsdóttir er vitaskuld Vinstri græn. Hún tók við embætti sjávarútvegsráðherra í desember 2021. Nú hefði mátt ætla að henni hafi líkað spillingarreglugerð for- vera síns illa, séð að þar var ekki gengið af heilindum og heiðarleika til verks, og að rétt væri að ógilda spillingarreglugerð Kristjáns Þórs, nr. 533/2018, og virkja aftur alvöru- reglugerð Jóns Bjarnasonar, nr. 489/2009. Höfum við í Jarðarvinum skorað á hana, að færa málið til betri vegar með þessum hætti. Upplýsingafulltrúi Svandísar svaraði samt svona: „Ráðherra hefur á þessum tímapunkti ekki sérstaka afstöðu gagnvart reglugerð 533/2018.“ Þetta var auðvitað hálf f lat- neskjulegt svar, og vaknar sú spurning hvort Svandís ætli virki- lega að leggja blessun sína yfir þann óskapnað, sem reglugerð Kristjáns Þórs er. Henni væri í lófa lagið að koma þessum málum í rétt og gott horf aftur, ef heiðarleiki, vilji og þor er til staðar. Veigrar Svandís sér? Ef Svandís myndi beita fagráð- herravaldi sínu, til að laga og leið- rétta regluverkið um hvalskurð, á sama hátt og Kristján Þór beitti fagráðherravaldi sínu bæði til að afskræma regluverkið og þá um leið til að veita umfangsmestu hval- veiðileyfi allra tíma, fyrir 2019-2023, þá hefði Hvalur hf. ekki getað nýtt sér þetta leyfi, því fyrirtækið getur ekki fullnægt kröfunni um skurð og verkun innanhúss, undir þaki í lokuðu rými. Tímdi aldrei að fjár- festa í slíku vinnsluhúsi. Hvalveiðar hefðu þá endanlega lagst af, sem Vinstri grænir þykjast hafa verið að berjast fyrir, þó mest meðan þau voru utan stjórnar og minna, eða alls ekki neitt, eftir að þau settust við stjórnarborðið 2017. Stólar í hættu Sjálfstæðismenn styðja hvalveiðar heilshugar. Ef Svandís myndi stugga við hvalveiðum, myndi alvarlegur hnútur hlaupa á þráðinn í stjórnar- samstarfinu, og samstarfsgrund- völlurinn kannske endanlega bresta. Væru þá heittelskaðir stólar í hættu. Klikkar Svandís gegn vilja heimsins? Ef Svandís klikkar, verður líf hund- raða langreyða, háþróaðra og stór- kostlegra dýra, sem f lokkuð eru við útrýmingarmörk, murkuð úr þeim, innyfli og hold rifin og tætt með stálkló og fullgengnir kálfar sprengdir með, gegn vilja heimsins. Klikkar Svandís eða stendur hún sig!? n Lætur Svandís spillingarlöggjöf Kristjáns Þórs standa? Ole Anton Bieltvedt alþjóðlegur kaup- sýslumaður og stjórnmálarýnir Græn vegferð í áliðnaði 2022 | Ársfundur Samáls Dagskrá: Staða og horfur í áliðnaði Einar Þorsteinsson, stjórnarformaður Samáls Ávarp Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Farsæl uppbygging í þágu þjóðar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Markaðshorfur í áliðnaði á óvissutímum Joseph Cherrez, senior analyst, CRU Leiðin að kolefnishlutleysi Guðrún Sævarsdóttir, dósent við HR Lífið í þorpinu Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls Fundarstjóri: Sólveig Bergmann yfirmaður samskipta hjá Norðuráli. Fundurinn er öllum opinn og fer skráning fram á Samal.is. Þriðjudaginn 31. maí kl. 8:30 til 10:00 í Kaldalóni í Hörpu. Morgunverður í boði frá 8:00 og netagerð og kaffi veitingar að loknum fundi. ÞRIÐJUDAGUR 31. maí 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.