Fréttablaðið - 31.05.2022, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 31.05.2022, Blaðsíða 14
Í tilefni af 31. maí sem Alþjóðaheil­ brigðismálastofnunin (WHO) til­ einkar baráttunni gegn reykingum og tóbaksnotkun, er hér minnt á mikilvægt frumvarp fyrir Alþingi sem fjallar um munnpúða með nikótíni. Hér á landi eru reykingar og önnur tóbaksnotkun faraldur með þekktri sjúkdómabyrði, meðal annars deyja hér árlega 120–130 manns úr lungna­ krabbameini. Tóbaksvarnir hafa náð að verja flest þau sem ekki reykja gegn skaðsemi þeirra, stutt börn og ungmenni til reyklauss lífsstíls og getað boðið þeim sem ekki reykja upp á reyklausa tilveru. Almennt hefur verið hér samfélagssátt um þessar aðgerðir og svo vel hefur tek­ ist til að athygli hefur vakið erlendis. Ekki lengur reykingar, heldur „nikótín neyslustundir“ Þess má vænta að aðilar sem selja vöru með tóbaki eða nikótíni reyni að viðhalda sínum markaði og fjölda notenda. Rafrettur komu fyrstar, vara seld upphaflega utan við núverandi tóbaksvarnir og óljóst hver bæri ábyrgð á eftirliti. Umgjörð þeirrar sölu breyttist með setningu laga um rafrettur en mörg ungmenni prófuðu þessa vöru áður. Næst komu munnpúðar með nikótíni. Er þetta ekki bara allt í lagi? Neytendur eiga rétt á því að vara sem er til sölu sé undir eftirliti hvað varðar innihald og öryggi. Almennt telur fólk líklega að ef vara er til sölu þá sé óhætt að nota hana. Neytendur eru berskjaldaðir varðandi styrk­ leika nikótínsins, eða að einn púði geti innihaldið banvænan skammt nikótíns fyrir barn, svo dæmi sé tekið. Það er stutt síðan nikótín, sem ekki var í tóbaki, féll undir eitur­ efnalöggjöf á Íslandi. Á liðnum mánuðum hefur fólk leitað læknis vegna einkenna sem hafa virst tengjast magni nikó­ tíns í munnpúðunum sem það er að nota. Tannlæknar eru einnig að sjá áhrif þeirra á tannhold, meðal annars slæm sár í munni. Hjá Eitr­ unarmiðstöð Landspítalans fjölgar fyrirspurnum meðal annars  frá unglingum sem óvart hafa gleypt púða og foreldrum barna sem komast í púða ýmist notaða eða ónotaða. Þetta eru tilvikin sem eru í huga þeirra sem vilja aukið öryggi börnum til handa þegar varan er seld með bragðefnum og án öryggis­ lokana á dósum. Nú er fyrir Alþingi frumvarp til að auka öryggi við sölu þessarar vöru. Það er mikilvægt í ljósi þess að nú eru í sölu munnpúðar sem inni­ halda 3–20 mg af nikótíni. Almennt er talið að sígaretta losi u.þ.b. 1–3 mg af nikótíni. Seljendur kynna vöruna sem hjálp við að hætta að reykja og nota tóbak, en markaðssetning miðar ekki síður að ungmennum og þar kemur þessi notkun fram sem viðbót. Það er brýnt að Alþingi afgreiði frumvarp um munnpúða til að auka öryggi neytenda sem kjósa að nota þessa vöru. Frumvarpið snýr að því að banna sölu til barna og að varan sé ekki gerð áhugaverð fyrir börn með bragðefnum og skreytingum. Bann á bragðefni og barnalæsingar á pakkningar með hærri styrk nikó­ tíns, væri í samræmi við það sem annars þykir sjálfsagt til að auka öryggi barna okkar. Það er von mín að þessar hug­ leiðingar verði til þess að hvetja alþingismenn til dáða, að auka öryggi neytenda og barna þeirra. Það þarf framsýna stjórnmálamenn til að styðja við mikilvæg lýðheilsu­ mál og þetta er eitt slíkt. n Nýjar nikótínvörur – hvar er neytendaverndin? Lilja Sigrún Jónsdóttir heimilislæknir Síminn hringir um nótt. Ég hrekk upp með andfælum. Hvað hefur komið fyrir? Ég held niðri í mér andanum og bíð. Pabbi tekur upp tólið og svarar. Það er löng þögn. „Og hvað með fólkið?“ spyr hann síðan alvarlegum rómi. „Er herinn farinn af stað?“ Þá vissi ég það. Það sem ég hafði óttast mest. Það sem vofði yfir. Kjarnorkustyrjöld var skollin á. „Duck and cover.“ Brot úr amer­ ískri áróðursmynd stendur mér skýrt fyrir hugskotsjónum. Hvernig skal bregðast við kjarnorkuárás? Prúðbúin börn í skólabúningi standa fumlaust upp úr sætum sínum. Róleg og yfirveguð koma þau sér fyrir undir skólaborðinu, grúfa sig niður og setja hendur yfir höfuð. „Duck and cover.“ Ég skil hvað orðin þýða og velti fyrir mér hvort sé betra, að skríða undir rúm eða fara fram og grúfa mig niður undir eldhúsborðið. Ég velti fyrir mér hvort við verðum öll geislavirk á morgun. Hvort við eigum innan skamms eftir að bráðna og brenna eða þeytast með höggbylgju út í hraun og kremjast til bana undir braki og steypu. Ég veit ekki hvað væri skásti dauðdaginn. Skyndilega erum við öll komin fram á gang þar sem pabbi stendur með símtólið í hendinni. Mamma og við systkinin störum stóreyg á hann og bíðum eftir að símtalinu ljúki. Það er 23. janúar 1973 og klukkan er rúmlega tvö. Þegar pabbi segir okkur hvað hefur raunverulega gerst finn ég undarlegan létti. Við erum ekki að fara að deyja í vítislogum atómsprengjunnar. Eldgos er hafið í Vestmannaeyjum. Þúsundir manna eru á flótta og mér er létt. Pabbi var félagi í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og var kallaður út þessa nótt til að fara til Eyja og aðstoða fólkið. Við sáum hann ekki næstu vikurnar. Það var ekki mikið sofið þessa nótt. Við sátum öll límd við útvarp­ ið að hlusta á fréttir og hugleiðingar fræðimanna um eldgosið. Hvort eyjan myndi ef til vill springa í loft upp. Hvort hún yrði aftur byggileg. Í kvöldfréttunum sá ég myndir frá gosinu. Sprengingar, eldi og eim­ yrju rigndi yfir heimili fólks. Ég horfði dolfallin á eyðilegginguna, sá gríðarlegan kraftinn og ösku­ sprengingarnar upp úr gígnum og hugsaði með mér: „Þetta er ekki sveppaský, ekki geislavirkt eiturský. Ekki Hiro shima.“ Ég fæddist tveimur árum eftir stofnum Varsjárbandalagsins. Ég ólst upp við ógnina. Kalda stríðið var ekki eitthvað sem eingöngu átti sér stað á pólitískum vígvelli stór­ þjóðanna. Kalda stríðið var nístandi ótti í barnssálinni. Það var ekkert lát á gosinu og tím­ inn leið. Brátt fór öll umræðan að snúast um höfnina, lífæð byggðar­ innar. Einhver fékk þá brjálæðislegu hugmynd að berjast við fjallið. Kæla hraunið og bjarga innsiglingunni. Og viti menn, það svínvirkaði. Slökkviliðsmaður stendur úti í hálfstorknuðu hrauninu með brunaslöngu og beinir vatninu að rennandi hraunelfinni sem streymir í átt til sjávar. Hann virðist svo smár innan um þessi reginöfl jarðarinnar. Þessi mynd er sem minnisvarði um baráttuvilja og þrautseigju manns­ andans. Í dag horfumst við í augu við þá skelfilegu staðreynd að kjarnorku­ stríð gæti skollið á. Við erum lítil þjóð en okkar rödd skiptir máli. Nú liggur fyrir hjá Alþingi þingsálykt­ unartillaga um að Ísland skrifi undir sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við notkun kjarnorkuvopna. Fjölmörg ríki hafa nú þegar skrifað undir. Í ljósi þeirra atburða sem nú eiga sér stað í Úkraínu skora ég á Alþingi að samþykkja einn mikil­ vægasta sáttmála Sameinuðu þjóðanna: Að banna og útrýma öllum kjarnorkuvopnum á jörð­ inni. n Að lifa við ógn Eygló Jónsdóttir rithöfundur og friðarsinni Fyrir tæpum þremur árum festi eg kaup á bifreið sem nýtir metan sem eldsneyti. Eg hefi aldrei ekið jafnhag­ kvæmum bíl sem er þannig hann­ aður að ef metangeymirinn tæmist, þá vinnur vélin áfram á bensíni án þess að mannshöndin komi þar nálægt. Leggi eg af stað úr Reykjavík og hyggist aka hringveginn allan, þá kemst eg langleiðina til Akureyrar á metaninu eingöngu. Hvergi þarf að stansa öðru hvoru til að endurnýja orkuforðann eins og tíðkast með flesta rafmagnsbíla. Fylli eg metan­ tankinn á Akureyri kemst eg á þeim forða austur á Austfirði og þaðan dugar bensínforðinn um Suður­ landið aftur til Reykjavíkur. Hversu oft þarf að stansa til að endurhlaða rafmagnsbíla á þessari leið rúmlega 1300 kílómetra er mér ekki kunnugt en ekki kæmi á óvart að stansa þurfi býsna oft. Metanið hefur þann kost að verða til við rotnun úrgangsefna. Það þarf ekki að flytja til landsins og kostar því ekki neinn erlendan gjald­ miðil nema þau tæki sem við sögu koma við framleiðslu og dreifingu. Til skamms tíma var megninu af metaninu sem myndaðist í Álfsnesi brennt, engum til gagns. Nú hefur verið reist endurnýtingarstöðin Gaja þar sem meðal annars metani er safnað og komið áfram á sölustaði. Því miður verður að segjast sem er að sölustaðir eru of fáir, fjórir í Reykjavík og einn á Akureyri. Metan verður að teljast með sérlega umhverfisvænustu orkumiðlum sem við þekkjum. Það verður til við rotnun sem áður segir og verður framleitt hér á landi. Spurning er um að fjölga metan­ stöðvum þannig að unnt verði að fá metan sem víðast á landinu að minnsta kosti á helstu áfangastöð­ um á hringveginum. Kostnaður við áfyllingu getur vart verið hagkvæmari. Eg fylli bíl­ inn minn fyrir tæpar 3.000 krónur og get ekið á þeim forða um 320­ 350 kílómetra. Ætli kostnaður við bensín og olíubíla sé ekki tvöfaldur? Metan er okkar náttúrulegi auður sem þarf að meta betur! n Aukum notkun metans Guðjón Jensson tómstunda­ blaðamaður FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 A F S L ÁT T U R 20% STILL ANLEGIR DAGAR VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN SETTU ÞIG Í STELLINGAR FYRIR BETRI SVEFN MEÐ ÞVÍ EINU AÐ SNERTA TAKKA GETUR ÞÚ STILLT RÚMIÐ Í HVAÐA STELLINGU SEM ÞÉR HENTAR A F S T I L L A N L E G U M R Ú M U M 14 Skoðun 31. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.