Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2018, Side 2
Siglfirðingablaðið2
Ágætu Siglfirðingar!
„Tímans djúpi er öld sem
alda eða gári á stærri báru;
mannsins æfi er hún hafið
yztu lands milli stranda.
(Bjarni Jónsson frá Vogi).
Siglufjörður, bærinn okkar, býst í hátíðarbúning í
dag. Tilefnið er, að heil öld er nú liðin síðan þessi
afskekkti fjörður var lögiltur sem verslunarstaður.
Í hundrað ár er hann, lengst af sem fámennur
og fátækur búinn að heyja lífsbaráttu sína hér
“úti við Dumbshafið kalda” og taka mörgum og
margvíslegum framförum og stakkaskiptum.“
Svo komst Hannes Jónasson, ritstjóri Fram að orði,
í blaðinu þann 20. maí 1918. Og síldarbærinn
fagnar í ár 100 ár kaupstaðar afmæli og 200 ára
verslunar afmæli. Margt hefur á dagana drifið, síldin
komið og síldin farið, íbúafjöldinn farið úr 420
manns upp í 3200 manns og svo aftur í dag tæp
1200 manns. Siglfirðingafélagið og Vildarvinir
Siglufjarðar réðust í gerð kvikmyndar í samvinnu
við RÚV til að sýna 100 ára sögu kaupstaðarins sem
sýnd verður í sjónvarpinu í haust. Þar verður reynt
að sýna sögu fólksins sem byggði bæinn og bestu
lofgjörð honum syngur, eins og Bjarki Árnason
segir í laginu um Siglufjörð. Þar er líka rifjað upp
þegar að Siglufjörður og síldin skiptu svo miklu
máli í ríkisrekstrinum að leigubíll var sendur frá
Stein dóri til Siglufjarðar, til að ná í bókhald Síldar
útvegsnefndar og til öryggis bókhald einkasölu
Áfengis verslunar ríkisins á Siglufirði til að hægt væri
að ná saman fjárlögum og vita hvaða brýr og vegi
mætti leggja.
Gunnar Trausti
Forsíðumyndin:
Myndin er úr skógræktar
paradís Sigl firðinga.
„Jóhannslundur“ heitir eftir
Jóhanni Þorvaldssyni, skóla
stjóra og skóg ræktarfrömuði
sem átti drýgstan þátt í skóg
ræktinni í Skarðsdal.
Myndina tók
Thomas Fleckenstein.
SIGLFIRÐINGABLAÐIÐ
FRÉTTABLAÐ SIGLFIRÐINGAFÉLAGSINS
ÚTGEFANDI OG ÁBYRGÐ:
SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ
RITSTJÓRI:
Gunnar Trausti
Fr
á
rit
st
jó
ra
NÚ REYNIR Á YKKUR!
Viðburðir á vegum Siglfirðingafélagsins á undan
förnum árum hafa alla jafna verið vel sóttir og allir
sammála um að félagið sé mikilvægur vettvangur til
að hitta aðra Siglfirðinga og halda tengslin. Nokkur
hundruð manns sækja hefðbundnar uppákomur hjá
félaginu á hverju ári; Kaffidaginn, jólaballið, mynda
sýningar o.fl. Félagið er eitt stærsta og öflug asta átt
hagafélag landsins og þannig viljum við halda því.
En þessir viðburðir skipuleggja sig ekki sjálfir og við
þurfum fleira fólk til starfa.
Það liggur fyrir að það verða breytingar á stjórn
Siglfirðingafélagsins á aðalfundinum 30. október nk.
Til þess að félagið geti haldið uppi öflugri starfsemi
þá þurfum við að fá fleiri til starfa. Við hvetjum
ykkur því til að mæta á aðalfundinn og bjóða fram
krafta ykkar. Hvort sem er í stjórn eða í nefndir.
Aðalfundurinn verður að þessu sinni haldinn í
safnaðarheimili Bústaðakirkju þar sem aðgengi er
þægilegt og næg bílastæði. Fyllum salinn 30. október
kl. 20 og sýnum í verki að við berum hag félagsins
okkar fyrir brjósti.
Við sem þetta skrifum erum búin að standa í stafni
félagsins mjög lengi. Það er nauðsynlegt að fá fleira
fólk að borðinu og því biðlum við til félagsmanna að
leggja félaginu lið.
Sjáumst á aðalfundinum 30.okt. nk.
Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, formaður
Jónas Skúlason, varaformaður
Allir Siglfirðingar og aðrir fastagestir hvattir til að gera sér
glaðan dag með Alla Rúts og starfsmönnum.
Sími 566 8822 · hotellaxnes@hotellaxnes.is