Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2018, Page 4

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2018, Page 4
Siglfirðingablaðið4 Afmælishátíð Siglufjarðar 20. maí á Siglufirði Haldið var upp á tímamótin, 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar og 200 ára verslunarafmæli, á afmælisdegi bæjarins 20. maí. Afmælisnefnd á vegum Fjalla­ byggðar hafði veg og vanda að undirbúningi dagsins og allri framkvæmd en formaður Sigl­ firðingafélagsins átti sæti í nefndinni. Siglfirðingafélagið og Vildarvinir Siglufjarðar buðu á opið hús og færðu bænum veglega gjöf. Komu færandi hendi Meðal viðburða á Siglufirði var dagskrá fyrir börn í íþrótta húsinu á laugardeginum, fermingar­ og afmælismessa í Siglufjarðarkirkju á sunnu dagsmorgninum og hátíðar fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar og hátíðarkaffi fyrir bæjarbúa og aðra gesti í íþróttahúsinu. Þar komu fram Sturlaugur Kristjánsson, bæjarlistamaður Fjallabyggðar, Síldargengið, Kór eldri borgara og sönghópurinn Gómarnir. Vildarvinir Siglufjarðar og Sigl firðingafélagið afhentu bæjar stjóranum Gunnari Birgis­ syni gjafir frá brottfluttum Siglfirðingum: Síldartunnu sem innihélt stafræn afrit af kvikmyndum (8 mm spólum) og hljóð upptökum úr sögu Siglu­ fjarðar, sem Vildar vinir hafa safnað saman á síðast liðnum fimm árum, og 5 heimildar­ myndaþætti um sama efni sem RÚV sýnir í sjónvarpinu í vetur. Stutt sýnishorn úr þáttunum, sem hlotið hafa nafnið Siglufjörður ­ saga bæjar, var svo sýnt á stóru sýningartjaldi. Stjórn Siglfirðingafélagsins og afmælisnefnd sunnan heiða: Margrét Birgisdóttir, Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, formaður, Guðmundur Stefán Jónsson, formaður Vildarvina, Gunnar Trausti, Halldóra Jónasdóttir og Jónas Skúlason. Á myndina vantar Ásdísi Jónu Sigurjónsdóttur og Söndru Hjálmarsdóttur.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.