Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2018, Page 12
Siglfirðingablaðið12
Hátíðarræða
Kristjáns L. Möller
fyrrv. bæjarfulltrúa, alþingismanns og ráðherra
í Siglfirðingakaffinu 27. maí 2018
Góðan og gleðilegan hátíðardag
kæru Siglfirðingar, tengdabörn og
barnabörn Siglufjarðar og aðrir
góðir gestir.
Það er mér sérstakur heiður að
fá að tala hér í hinu árlega Sigl
firðingakaffi sem að þessu sinni
er haldið á afmælisári bæjarins
okkar. Siglufjörður fagnar í ár
100 ára kaupstaðarafmæli og 200
ára verslunarafmæli og þessara
tímamóta var minnst m.a. með
hátíðardagskrá í Íþróttahúsinu á
Siglufirði þann 20 maí s.l.
Hugsum aftur til ársins 1918.
Hvað bar hæst þá?
Fyrri heimsstyrjöldinni var að
ljúka eftir fjögurra ára stríð,
mannfall, hungur og harðindi.
Gos hófst í Kötlu 12. október
með miklu gjóskufalli, 19. okt
óber kusu Íslendingar um það
hvort þeir vildu verða fullvalda
þjóð og þann sama dag barst skæð
inflúensa, Spænska veikin, til
Reykjavíkur, með skipverjum og
farþegum á skipunum Botníu og
Willemoes. Útbreiðslan var hröð
og áður en sex vikur voru liðnar
höfðu 500 manns látist.
Oft hefur líka verið minnst
á frostaveturinn mikla en í
byrjun janúar 1918 gerði miklar
frosthörkur hér á landi. Frostið
náði allt að 38° og stóð linnulaust
allan mánuðinn og hafís lagði að
ströndum allt frá Vestfjörðum,
eftir öllu Norðurlandi og stærst
um hluta Austfjarða.
Og svo var einn jákvæður at
burður sem snertir okkur.
Bærinn okkar Siglufjörður fékk
kaupstaðarréttindi.
Hugsið ykkur framsýnina hjá
forystufólkinu í bænum svo og
öðrum bæjarbúum að berjast
fyrir „ sjálfstæði” bæjarins og fá
viðurkenningu sem kaupstaður
fyrir hinn ört vaxandi Siglufjörð,
en árið 1918 bjuggu 900 íbúar í
Hvanneyrarhreppi eða 1% íbúa
landsins alls, já þið tókuð rétt eftir
1% landsmanna, sem samsvarar
tæplega 3500 manns núna.
„Siglufjarðarverslunarstaður skal
tekinn í tölu kaupstaðanna“
sagði í 1. gr. frumvarps til laga
um bæjarstjórn á Siglufirði,
sem lagt var fram öðru sinni á
Alþingi 20. apríl 1918, en hafði
verið lagt fram árið áður en
stoppaði þá að því er virðist vegna
andstöðu sýslunefndarmanna
Eyjafjarðarsýslu sem óttuðust
tekjutap nefndarinnar, einn
ig var forsætisráðherra þáver
andi, Jón Magnússon, and vígur
hugmyndinni vegna kostnaðar
auka landsins, sennilega vegna
þess sem stóð í 5. gr. frumvarpsins
þ.e. „að í Siglufjarðarkaupstað
skal vera bæjarfógeti, skipaður af