Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2018, Page 12

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2018, Page 12
Siglfirðingablaðið12 Hátíðarræða Kristjáns L. Möller fyrrv. bæjarfulltrúa, alþingismanns og ráðherra í Siglfirðingakaffinu 27. maí 2018 Góðan og gleðilegan hátíðardag kæru Siglfirðingar, tengdabörn og barnabörn Siglufjarðar og aðrir góðir gestir. Það er mér sérstakur heiður að fá að tala hér í hinu árlega Sigl­ firðingakaffi sem að þessu sinni er haldið á afmælisári bæjarins okkar. Siglufjörður fagnar í ár 100 ára kaupstaðarafmæli og 200 ára verslunarafmæli og þessara tímamóta var minnst m.a. með hátíðardagskrá í Íþróttahúsinu á Siglufirði þann 20 maí s.l. Hugsum aftur til ársins 1918. Hvað bar hæst þá? Fyrri heimsstyrjöldinni var að ljúka eftir fjögurra ára stríð, mannfall, hungur og harðindi. Gos hófst í Kötlu 12. október með miklu gjóskufalli, 19. okt­ óber kusu Íslendingar um það hvort þeir vildu verða fullvalda þjóð og þann sama dag barst skæð inflúensa, Spænska veikin, til Reykjavíkur, með skipverjum og farþegum á skipunum Botníu og Willemoes. Útbreiðslan var hröð og áður en sex vikur voru liðnar höfðu 500 manns látist. Oft hefur líka verið minnst á frostaveturinn mikla en í byrjun janúar 1918 gerði miklar frosthörkur hér á landi. Frostið náði allt að 38° og stóð linnulaust allan mánuðinn og hafís lagði að ströndum allt frá Vestfjörðum, eftir öllu Norðurlandi og stærst­ um hluta Austfjarða. Og svo var einn jákvæður at­ burður sem snertir okkur. Bærinn okkar Siglufjörður ­ fékk kaupstaðarréttindi. Hugsið ykkur framsýnina hjá forystufólkinu í bænum svo og öðrum bæjarbúum að berjast fyrir „ sjálfstæði” bæjarins og fá viðurkenningu sem kaupstaður fyrir hinn ört vaxandi Siglufjörð, en árið 1918 bjuggu 900 íbúar í Hvanneyrarhreppi eða 1% íbúa landsins alls, já þið tókuð rétt eftir 1% landsmanna, sem samsvarar tæplega 3500 manns núna. „Siglufjarðarverslunarstaður skal tekinn í tölu kaupstaðanna“ sagði í 1. gr. frumvarps til laga um bæjarstjórn á Siglufirði, sem lagt var fram öðru sinni á Alþingi 20. apríl 1918, en hafði verið lagt fram árið áður en stoppaði þá að því er virðist vegna andstöðu sýslunefndarmanna Eyjafjarðarsýslu sem óttuðust tekjutap nefndarinnar, einn­ ig var forsætisráðherra þáver­ andi, Jón Magnússon, and vígur hugmyndinni vegna kostnaðar­ auka landsins, sennilega vegna þess sem stóð í 5. gr. frumvarpsins þ.e. „að í Siglufjarðarkaupstað skal vera bæjarfógeti, skipaður af

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.