Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2018, Side 17

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2018, Side 17
Siglfirðingablaðið 17 Þann 13. október sl. var stytta af Gústa guðsmanni vígð á Ráð­ hústorginu á Siglufirði. Undanfarin ár hafa forsvarsmenn Sigurvins – Áhugamannafélags um minningu Gústa guðsmanns á Siglufirði unnið að því að láta gera styttu af Gústa og koma henni fyrir á Ráðhústorginu. Í forystu Sigurvins hafa verið Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur og bæjarfulltrúi á Siglufirði, Kristján L. Möller, fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og bæjarfulltrúi á Siglufirði og Hermann Jónasson framkvæmdastjóri. Ágúst Gíslason frá Dýrafirði Ágúst Gíslason, sem oftast var nefndur Gústi guðsmaður á Siglufirði, var fæddur í Hvammi í Dýrafirði árið 1897. Hann lést árið 1985 og var kvaddur hinstu kveðju frá Siglufjarðarkirkju. Skilnaðarræðu Krists flutti Gústi sjálfur í eigin jarðarför en Siglfirðingurinn Karl Eskil Pálsson, fréttamaður á RÚV, hafði tekið lestur Gústa upp á Ráðhústorginu. Til Siglufjarðar kom Gústi til að stunda sjó­ mennsku. Árið 1948 urðu stundaskil í lífi Gústa en þá gerðist atburður í lífi hans sem átti eftir að móta allt hans líf. Um þann atburð notaði Gústi eftirfarandi orð: „Ég hitti Guð á Akureyri árið 1948 en þar samdist svo með okkur, Guði og mér, að ég keypti bát með honum og færi í útgerð þar sem öllum afla yrði varið til kristniboðs.“ Og aflann, sem hann dró, til kristniboðs hann gaf Gústi réðist í þessa útgerð og keypti bát sem hann nefndi Sigurvin. Hann gerði bátinn út fyrir kristniboð allan sinn starfsdag. Ánægjulegt er að vita að báturinn hans, Siguvin, er varðveittur á Síldarminjasafninu á Siglufirði. Þar er einnig listaverk af Gústa gert af Aðalheiði S. Eysteindóttur listamanni. Stytta af Gústa á Ráðhústorginu mun án efa benda fólki á að leggja leið sína á hið glæsilega Síldarminjasafn og að skoða björgunarbát Siglfirðinga sem ber nafnið Sigurvin en í stafni hans er biblían hans Gústa varðveitt. Vígsla styttu af Gústa Guðsmanni Gústi brýnir raust sína yfir siglfirskum gutta.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.