Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2018, Page 19
Siglfirðingablaðið 19
Poppað á Sigló
- þriðji hluti
Tímarnir breytast.
Við upphaf nýs áratugar breyttist
margt og þar á meðal tónlistin.
Nýir áhrifavaldar komu til
sögunnar með nýja strauma og
stefnur. Bítlarnir voru hættir
og margir samtíðamenn þeirra
voru búnir að gera sína bestu
hluti. Woodstook tónleikarnir,
rokkóperan Jesus Crist
Superstar, hljómsveitir á borð
við Cream, Who, Santana, Led
Zeppelin Deep Purple, Black
Sabbath, Queen, Creedence
og auðvitað margir fleiri voru
fulltrúar hinna nýju tíma. Þetta
þýddi mikinn vendipunkt hjá
mörgum ungpopparanum
og það þurfti að hugsa margt
upp á nýtt, og þá voru nokkrir
nýfermdir unglingar norður á
Sigló þar engin undantekning.
Við guttarnir litum upp til
eldri hljómsveitartöffarana
í bænum, enda voru þeir
helstu áhrifavaldarnir í okkar
nærumhverfi.
Það var um þetta leyti sem ég
eignaðist minn fyrsta plötuspilara.
Ekki man ég tegundarheitið,
en þetta var mónógræja í
leðurlíkisklæddum trékassa með
loki sem var hægt að smella yfir
hann eftir að rafmagnssnúran
hafði verið gerð snyrtilega
upp. Síðan voru höldur á einni
hliðinni á trékassanum sem leit
þá út eins og ferðataska af allra
minnstu og fornfálegustu gerð.
Þennan plötuspilara átti ég í
nokkur ár og reyndist hann mun
betur en útlitið benti til.
Framan af átti ég lítið sem ekkert
af plötum, en það breyttist
snarlega einn daginn. Nokkur
áróður var rekinn af litlum
hópi ungra manna og kvenna
fyrir þróaðra rokki hinna nýju
tíma og það óvirðulega nafn
“kúlutyggjópopp” var notað á
niðurlægjandi hátt um þá sem
enn voru svo “púkó”, að þeir
hlustuðu á Hermann Hermits og
álíka súkkulaðidrengi.
En hver vill vera púkó? Ekki ég,
sungu Stuðmenn hérna um árið
og þannig var það með marga á
þessum viðkvæma aldri. Þórhallur
Ben var einn þeirra sem ákvað að
selja megnið af gömlu plötunum
sínum og byrja nýtt tónlistarlíf.
Ég keypti af honum fullt af
“kúlutyggjói” á 300 kall stórar
plötur og 100 kall litlar sem ég á
flestar enn. Þarna voru nokkrar
frumútgáfur Stones og Bítlanna,
en einnig fínar skífur með Kinks,
Bee Gees, Dave Clark Five, Beach
Boys, Searchers og fleirum. Það
varð í framhaldinu mín sakbitna
sæla að hlusta á kúlutyggjópoppið
næstu árin og hafði ég mikla
unun af, en ég var auðvitað ekkert
að flagga því.
Þórhallur og gítargoðin.
Um Þórhall er það að segja að
ein af fyrstu plötunum sem
hann keypti eftir þetta, voru
Woodstock hljómleikarnir og
sátum við stundum heima hjá
honum eftir skóla og hlustuðum
með galopin eyrun á þennan nýja
tón sem nú hafði verið sleginn.
Þá var Electrick Ladyland með
sjálfum Jimi Hendrix næst á
innkaupalistanum og dag einn
var hringt í Hverfitóna sem var þá
ein aðal plötubúðin í Reykjavík
og spurt um þetta meistaraverk.
Því miður var hún uppseld í
augnablikinu, en myndi sennilega
koma með næstu sendingu eftir
tvær vikur. Ég man að þetta voru
mikil vonbrigði, því á þessum
árum er alltaf erfitt að þurfa að
bíða. En konan í búðinni mælti
með annarri plötu með nýrri
óþekktri hljómsveit sem var
spáð mikilli velgengni og bætti
því við að þeir sem hlustuðu á
Hendrix myndu líka fíla þessa.
Með hálfum huga samþykkti
Þórhallur að festa kaup á plötu
nýliðanna, en spurði auðvitað
hvað hljómsveitin héti.
Led Zeppelin var svarið og fyrsta
skífa þeirrar hljómsveitar lagði í
kjölfarið af stað til Siglufjarðar
í póstkröfusendingu frá
Hverfitónum til Þórhallar Ben.
Þegar krafan hafði verið leyst út
á pósthúsinu var farið með hana
upp á Þormóðsgötu og platan
sett undir nálina. Það var ekki
Æskulýðsheimilið
á Siglufirði
eða Æskó.