Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2018, Page 22
Siglfirðingablaðið22
bæði mér og mörgum fleirum
talsverðum heilabrotum. Þeir
bræður Guðmundur og Arnar
Ingólfssynir hófu æfingar upp úr
1970, ásamt Þorleifi Halldórssyni
(Þolla) í Túngötu 2 þar sem faðir
þeirra bræðra rak á þeim tíma
rafmagnsverkstæði. Við yngri
guttarnir stóðum stundum fyrir
utan og hlustuðum og vorum
nokkuð sammála að einhverra
vegna væri þessi samsetning
ekki alveg að gera sig. Það gekk
reyndar eftir því eftir að auglýstur
var dansleikur í Alþýðuhúsinu hjá
Brandi fóru engar frekari sögur af
hljómsveitinni, en það var sagt að
aðeins hefðu mætt þrír á ballið,
sumir sögðu sjö. En það var
nafnið sem eins og fyrr segir sem
vakti nokkra athygli, en bandið
nefndist FART.
Spurningin var hvort það var
sótt í dönskuna og þýddi þá
hraði, eða var kannski komið
úr engilsaxnesku sem þýddi þá
reyndar allt annað.
Texti Leó R. Ólason.
Heimildarmenn: Ragnar
Antonsson, Friðfinnur Hauksson,
Þorleifur Halldórsson, Birgir
Ingimarsson og Stefán Friðriksson.
Ein af nafnlausu hljómsveitunum: Birgir Ingimarsson, Leó R. Ólason, Óskar Elefsen og Guðni Sveinsson.
Jólaball Siglfirðingafélagsins
verður haldið í sal KFUM
og KFUK við Holtaveg fimmtudaginn
27. desember og hefst kl. 17.00.
Hljómsveitin Fjörkarlarnir spilar og syngur
og Hurðaskellir og Stúfur bróðir hans
mæta með góðgæti handa börnunum.
Heitt kakó og vöfflur í boði Jólaballsnefndarinnar.
Látið sjá ykkur!
Jólakveðjur frá Siglfirðingafélaginu
Jólaball 2018