Fréttablaðið - 23.06.2022, Síða 12
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@
frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Þjónusta
við aldraða
landsmenn
hefur verið
í skötulíki
á mörgum
sviðum
og stirt
og óþjált
kerfi hins
opinbera
hefur oft
og tíðum
verið bein-
línis mann-
fjandsam-
legt.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
ser@frettabladid.is
Friðað
Ekki taldi ríkið sig hafa efni á því
að kaupa eina helstu náttúruger-
semi þjóðarinnar, Fjaðrárgljúfur
í Skaftárhreppi og nýtti þar ekki
forkaupsrétt sinn í þeim efnum.
En klókur má ráðherra umhverf-
ismála vera með því að koma sér
í samband við kaupandann að
landinu mikla í austri og gera
við hann svolítinn samning
um friðun svæðisins með þeim
skilmálum að almenningur
megi þar stunda frjálsa för. Þetta
heitir að ná sínu fram án þess að
borga krónu fyrir það. Spurning
hvort viðkomandi ráðherra eigi
að flytja sig yfir í fjármálaráðu-
neytið.
Greiðsla
Annars fer hver og einn lands-
maður – svo og allir útlending-
arnir sem hér eru að fylla dali
og heiðar – að verða síðastur
til að komast frítt inn á téðar
náttúrugersemar. Það er af því
að þegar Íslendingar fá eitthvað
á heilann ganga þeir alla leið í
þráhyggjunni.
Og viti menn, ef einn land-
eigandi byrjar á því að rukka inn
á perluna sína, þá fara aðrir af
stað. Ef eitthvað er víst á Íslandi,
þá er það svo. Þess vegna setja
nú Mývetningar sig í stellingar í
þessum efnum – og þegar gjalds-
kúrinn verður reistur bæði við
Hveraröndina og Hverfjall, í
anda Kersins, hefst skúravæð-
ingin fyrst fyrir alvöru. ■
Aukið var við framboð leiguíbúða í vikunni þegar Hús-
næðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði fyrri úthlutun
stofnframlaga fyrir árið 2022. Þetta er mikilvæg inn-
spýting í framboð á leigumarkaði en á þessu ári hafa
550 hagkvæmar leiguíbúðir verið teknar í notkun,
það eru 40% af öllum nýjum íbúðum sem komið hafa
á markað á árinu. Landsbyggðin er stór þátttakandi í
uppbyggingu á leiguhúsnæði sem styrkt eru með stofn-
framlögum.
Mikil eftirspurn hefur verið eftir stofnframlögum
en á síðasta ári náðist þó ekki að úthluta öllu því fjár-
magni sem heimildir voru fyrir í fjárlögum. Var skortur
á byggingarhæfum lóðum einna helst skýringin. Stofn-
framlög skapa hvata til að auka framboð af leiguhús-
næði og er framlag ríkis og sveitarfélaga til kaupa eða
byggingar á íbúðum til leigu fyrir einstaklinga sem eru
undir tekju- og eignamörkum. Það er sérlega ánægju-
legt að sjá að yfir 30 sveitarfélög víða um land samein-
ast um þessa mikilvægu lausn með því að setja á stofn
sameiginlegt óhagnaðardrifið leigufélag og veita þar
með sterka viðspyrnu gegn hækkunum á leigumarkaði.
Það er ríkisstjórninni mikið hagsmunamál að stuðla
að bættri stöðu fólks. Í gegnum stofnframlög hafa
nú þegar verið byggðar 1.550 íbúðir og er annað eins
í byggingu. Í fyrri úthlutun ársins 2022 hefur HMS
úthlutað 2,6 milljörðum til uppbyggingar á 328 íbúðum
en því til viðbótar bætist við framlag frá sveitar-
félögum.
Leiguíbúðirnar dreifast víða um land og hefur hlut-
fall íbúða á landsbyggðinni aldrei verið hærra, eða
46%. Af þeim 328 íbúðum sem úthlutun ársins nær til
stendur til að byggja 279 nýjar íbúðir en kaupa 49 nýjar
og eldri íbúðir. Íbúðirnar verða allar að standast kröfur
um hagkvæmni, en með því eru stjórnvöld að skapa
hvata fyrir aukið framboð slíkra íbúða. Sameiginleg
sýn ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu íbúða til
samræmis við þörf til næstu ára mun skipta sköpum til
að ná og halda jafnvægi á húsnæðismarkaði. ■
Leigumarkaður í
jafnvægi
Sigurður Ingi
Jóhannsson
innviðaráðherra
Steinhella 17a / 221 Hafnarfjörður / s. 577 5050 / www.gluggasmidjan.is
gæða veka PLaSTgLuggar
• Útlit eins og timburgluggar
• Henta mjög vel í gluggaskipti!
• Þarf ekki að skrapa og mála
eins og timburglugga!
Gott verð og stuttur
afhendingartími!
Það er ánægjulegt að heyra af
aðgerðaáætlun stjórnvalda í mál-
efnum eldra fólks á Íslandi, en hún
var tilkynnt með nokkurri viðhöfn
á Kjarvalsstöðum á þriðjudag. Þar
undirrituðu ráðherrar fjármála, félagsmála
og heilbrigðismála yfirlýsingu um heildar-
endurskoðun á þjónustu við þennan stóra
hóp landsmanna.
Stjórnvöld á öllum tímum þurfa gagnrýni
og aðhald, en það verður einnig að hrósa
þeim þegar það á við. Og það er við hæfi af
þessu tilefni þegar blásið er í herlúðra og
málaflokkurinn fær þá athygli sem hann á
skilið.
Þjónusta við aldraða landsmenn hefur
verið í skötulíki á mörgum sviðum og stirt og
óþjált kerfi hins opinbera hefur oft og tíðum
verið beinlínis mannfjandsamlegt þegar
kemur að kjörum þessa fólks sem margt býr
við einmanaleika og geðlægð – og getur fyrir
vikið ekki notið efri áranna.
Þessi sleifarháttur hefur ekki síst stafað af
því að kerfin, sem kunna að vera ágæt út af
fyrir sig, tala ekki saman. Málefni eldra fólks
er að finna í ekki færri en fjórum ráðuneyt-
um og opinber þjónusta við hópinn er ýmist
á hendi ríkisins eða sveitarfélaga.
Þar hefur vandinn legið um langt árabil –
og nú loksins á að taka á honum með því að
samhæfa þjónustuna við aldraða svo þeir
verði ekki strandaglópar á mörkum ríkis og
bæja.
Þá á einnig að taka á húsnæðisvanda fólks
á þessum aldri, en hann hefur verið ærinn á
undanliðnum áratugum og versnað á allra
síðustu árum, ekki síst sakir þess að þær
úrlausnir sem eru í boði eru ýmist of dýrar
eða úr takti við væntingar eldra fólks á nýrri
öld.
Allt of margt af því er beinlínis innlyksa í
sérbýli sínu, gjarnan of stóru, af því það er
aftarlega á biðlistum eftir öðru úrræði. Og
ástæðu þess má rekja til þess að enn aðrir
búa allt of lengi á hjúkrunarheimilum, sem er
ein kostnaðarsamasta heilbrigðisþjónustan,
af því að ekki er öðrum dvalarúrræðum til
að dreifa. Loks hírist hópur fólks á göngum
spítalanna sem hefur í engin önnur hús að
venda.
Það er ekki seinna vænna að taka til
hendinni í þessum mikilvæga málaflokki.
Mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir
því að tuttugu prósent þjóðarinnar verði
eldri borgarar árið 2039 og tuttugu og fimm
prósent hennar verði í þeim hópi árið 2059. ■
Aðgerðir, loksins
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 23. júní 2022 FIMMTUDAGUR