Fréttablaðið - 23.06.2022, Side 16

Fréttablaðið - 23.06.2022, Side 16
Guðrún Erla Leifsdóttir, ávallt kölluð Erla, er framkvæmdastjóri Timberland á Íslandi. Erla og eiginmaður hennar, Samúel Guð- mundsson, keyptu 50 prósenta eignarhlut í TBLSHOP Ísland ehf. árið 2018 og eignuðust það að fullu á síðastliðnu ári. Samúel er stjórnarformaður en reksturinn er alfarið í höndum Erlu. Þá sér dóttir þeirra, Sæunn Sunna Samúels- dóttir, um markaðsmálin. Maggý Lárentsínusdóttir, dóttir Erlu hefur líka hjálpað til við afgreiðslu á álagstímum, en hún stundar nám í hjúkrunarfræði. Svo hefur barnabarn þeirra, Esekíel Örn, 14 ára, fengið að stíga sín fyrstu spor í afgreiðslu í Timberland og vann meðal annars á opnunardaginn. Starfsmannahópurinn er þéttur og segir Erla að hún líti nánast á hann eins og litla fjölskyldu. „Þeir sem hafa unnið hjá Tim- berland hafa yfirleitt starfað í nokkur ár og líður vel hjá okkur,“ segir Erla, stolt af starfsmanna- hópnum sínum. Vatnsheldir leðurskór í hálfa öld Timberland varð heimsþekkt fyrir „The Original Yellow Boot“ sem kom á markað 1973 og var fyrsti vatnsheldi leðurskórinn sem gerður hafði verið. „Næsta ár verður stórt, þegar The Yellow Boot verður 50 ára. Hönnun og smíði skónna tók mörg ár. Takmarkið var að gera vatns- helda leðurskó, því á þeim tíma voru ekki til vatnsheldir skór eins og við þekkjum í dag. Þetta var ekki auðvelt, ég hef heyrt að þeir hafi sett skóna ofan í bala fullan af vatni þegar þeir luku störfum á kvöldin og tóku þá svo upp að morgni til að athuga hvernig til tókst. Að lokum fannst þessi frá- bæra aðferð, að festa leðrið á skóna án þess að gata það, sem varð grunnurinn að vinsældum skónna. Síðan hafa auðvitað komið ýmsar aðrar gerðir af skóm og alltaf eitt- hvað nýtt og spennandi ár hvert.“ Timberland á Íslandi í 20 ár „Ég veit nú ekki hvenær fyrst var farið að selja Timberland skó á Íslandi en Timberland opnaði fyrstu verslun sína í Kringlunni 2002 og naut strax mikilla vin- sælda. Árið 2011 opnaði verslunin á Laugavegi í gömlu en fallegu húsi sem var aðeins 56 fermetrar. Því miður þurfti að loka Laugaveg- inum árið 2015 vegna skipulags- breytinga í miðbæ Reykjavíkur. Það var því tímabært að stíga nýtt skref á tuttugu ára afmæli Tim- berland á Íslandi og opna nýja glæsilega Timberland verslun í Smáralind,“ segir Erla. Miklar vinsældir á Íslandi Timberland náði fljótlega góðri fótfestu á Íslandi og hafa skórnir náð ótrúlegum vinsældum. Margir höfðu kynnst þeim erlendis; Boots í Bandaríkjunum og handsaum- uðu bátaskónum í Evrópu. „Ég held að vinsældir þeirra á Íslandi séu svona miklar vegna þess að fólk veit að þetta eru sterkir og góðir skór. Það koma stundum menn til okkar í Kringluna og segjast vera búnir að eiga skóna í 10 til 15 ár, og þá kannski kominn tími á endurnýjun! Ég segi líka oft þegar fólk er að leita sér að „þægilegum“ skóm að þeir séu allir „þægilegir“, það er bara misjafnt hvað hentar hverjum og einum, því fætur okkar eru auðvitað afar misjafnir.“ Sorglegt að missa gamla húsið Nú eru verslanirnar tvær á besta stað. Timberland í Kringlunni hefur verið rekin frá árinu 2002, en árið 2011 var opnuð lítil Timber- land verslun á Laugavegi. „Því miður varð að loka þeirri verslun 2015 þegar húsið var selt og ráðgert var að breyta skipulagi á lóðinni. Það var frekar sorglegur endir, því Timberland passaði svo frábærlega í þetta litla gamla hús sem á sínum tíma var eitt mest myndaða hús borgarinnar og stundum kallað „Jólahúsið“ þegar fyrrum eigendur skreyttu það með hvítum seríum fyrir jólin og var það alveg geysilega fallegt.“ Björt og stílhrein „Svo sérkennilegt sem það er að Timberland passaði vel í 100 ára hús á Laugavegi, þá passar það eiginlega enn betur í Smáralind. Verslunin er mjög björt og stíl- hrein og bæði föt og skór njóta sín einstaklega vel í þessum nýju húsakynnum. Það er ótrúlega mikil breyting frá Kringlunni, sem er kannski ekki skrítið því innréttingarnar eru upprunalegar og 20 ára gamlar. Viðskiptavinir Smáralindar hafa tekið okkur opnum örmum en undanfarin ár hefur fólk oft spurt hvort við séum ekki líka í Smáralind. Það var því tími til kominn að opna hér líka, þó mörgum finnist mikið að hafa tvær Timberland verslanir í ekki stærra samfélagi. “ Netverslun fyrir nútímann Rétt fyrir Covid opnuðu hjónin netverslun sem reyndist mikið lán. „Fljótlega eftir að við hjónin hófum afskipti af rekstri Timber- land á Íslandi vildum við opna netverslun, okkur fannst það einfaldlega hljóta að svara kröfum nútímans. Við réðumst í hönnun og uppsetningu netverslunarinnar sem var tilbúin korter í Covid. Það varð okkar lán, að vera komin á netið áður en faraldurinn hófst fyrir alvöru og bjargaði okkur eins og mörgum öðrum verslunum á erfiðum tímum, því það voru ekki margir á ferðinni í Kringlunni á meðan stífustu samkomutak- markanirnar ríktu. Í byrjun var þetta allt handvirkt en í fyrra tengdum við birgðakerfið okkar við netverslunina, sem ætti að gefa öruggari og betri svörun. Svona kerfi eru samt alltaf í stöðugri endurnýjun og við reynum að svara kröfum markaðarins í sam- keppni við erlenda risa. Okkar sérstaða er samt alltaf þjónustan og persónuleg aðstoð þegar fólk er í vanda varðandi stærðir og fleira. Þar njótum við góðs af þekkingu og reynslu starfsfólksins og sér- staklega Margitu Keire, verslunar- stjóra í Kringlunni, sem á marga góða kunningja og vini meðal fastra viðskiptavina okkar en hún hefur starfað hjá Timberland á Íslandi frá árinu 2013.“ Leitast við að láta gott af sér leiða Timberland leggur mikla áherslu á samfélagsábyrgð og sjálfbærni í öllum rekstrinum. „Við leggjum mikla áherslu á að koma á framfæri þeim markmið- um og aðgerðum sem Timberland vinnur að, en það er til dæmis að framleiðslan verði kolefnisjöfnuð árið 2030. Þessu takmarki hyggj- ast þeir meðal annars ná með því að endurnýta plast, ull, leður, nælon og hvaðeina sem notað er í framleiðslunni. Timberland hefur um áratuga skeið verið leiðandi í umhverfis- og samfélagsmálum bæði í gegnum framleiðsluna, með stuðningi við bændur og framleiðendur og einstökum verk- efnum þar sem börn og fullorðnir fá gefins skó og f leira. Fjöldi verkefna er í gangi um allan heim. Hér á landi höfum við leitast við að láta gott af okkur leiða með aðstoð við ýmis mannúðarmál, við höfum því miður ekki enn látið verða af því að vinna að skóg- ræktar- eða landræktarstarfi en okkur dreymir um að fara með starfsfólkinu að gróðursetja eða vinna að hreinsun á einhverjum svæðum,“ segir Erla. „Það er gaman að segja frá því að við höfum haldið í upphaflegu innréttingarnar í Kringlunni á meðan margar verslanir hafa skipt öllu út tvisvar til þrisvar, þetta vil ég þakka því vandaða starfsfólki sem unnið hefur hjá félaginu og gengið vel um innréttingarnar og passað upp á þær í gegnum árin.“ Starfsfólkið dýrmætast Leyndardómurinn á bak við vel- gengni Timberland er starfsfólkið. „Ég held óhætt að segja að án starfsfólksins værum við ekki upp á marga fiska. Það hefur verið gæfa okkar að hafa frábært starfsfólk sem leggur metnað í að sinna kröfum viðskiptavina og veita frá- bæra þjónustu. Það krefst auðvitað mikillar þolinmæði og samvisku- semi að þjálfa upp nýtt starfsfólk og kenna ungu fólki að meta þau gildi sem eru í hávegum höfð hjá Timberland. Mér sýnist þær Mar- gita í Kringlunni og Katla, sem nú er verslunarstjóri í Smáralind, vera mjög ákveðnar og samstíga í því að sú frábæra þjónusta sem við höfum veitt í Kringlunni verði einnig veitt í Smáralind,“ segir Erla. Góður starfsmannahópur er gulls ígildi, að mati Erlu. „Katla Jóhannsdóttir, sem er verslunarstjóri í Timberland í Smáralind, er frábær starfsmaður. Hún er rétt nýorðin tvítug og rúll- ar því upp að vera verslunarstjóri. Hún hóf störf hjá Timberland aðeins 15 ára gömul og sýndi strax á fyrsta degi að þarna var frábær sölumaður á ferð. Hún hefur svo unnið hjá okkur með skólanum og á sumrin og því þekkir hún vörurnar vel og getur óhikað mælt með þeim hvar sem er og hvenær sem er. Hún er einstak- lega ábyrgðarfull, harðdugleg og samviskusöm, hefur mikið frum- kvæði, tekur áskorunum fagnandi og leysir öll þau verkefni sem mér dettur í hug að leggja fyrir hana. Það er ómetanlegt að hafa svona starfsmann í litlu fyrirtæki þar sem fáar hendur þurfa að sinna mörgum ólíkum verkefnum. Hún hafði auðvitað frábæra fyrirmynd í Margitu Keire, en þær hafa unnið saman þessi ár og eru mjög góðar vinkonur. Katla stundar nám við Háskólann í Reykjavík á við- skiptabraut og mun halda áfram að sinna náminu í haust og við erum því að leita að nýjum versl- unarstjóra í hennar stað.“ Timberland ekki bara skór Vöruúrvalið í verslununum er gríðarlega fjölbreytt og vandað. „Í verslunum okkar í Kringl- unni og Smáralind bjóðum við skó fyrir alla fjölskylduna og höfum mjög breitt úrval, þó það sé mjög mikill munur á fram- boðinu haust og vor. Á sumrin eru sandalar og léttir gönguskór áber- andi en á veturna leðurskór og stígvél eða boots. Auk þess höfum við fjölbreytt úrval af frábærum herrafatnaði, bolum og skyrtum sem framleiddar eru úr lífrænni bómull og hör, ullarpeysur og sl. vetur fengum við meira að segja endurunna ull. Yfirhafnirnar eru léttar á sumrin en þyngri og þykkari á veturna. Framboð á kvenfatnaði er einungis brot af því sem herrafatnaðurinn er. Upphaflega var það fjölskylda sem hóf að framleiða Timberland skóna, en árið 2011 var fyrirtækið selt til VF Corporation sem er með höfuðstöðvar í Bandaríkj- unum, en fyrirtækið er leiðandi í framleiðslu á skóm og fatnaði og framleiðir meðal annars Napa- pijri, North Face, Vans, Dickies og f leira.“ Veit fátt ánægjulegra en við- skiptavin með bros á vör Erla er bæði meyr og full þakklætis fyrir þær viðtökur sem verslanir þeirra hafa fengið. „Þakklæti yfir að hafa fengið að taka þátt í rekstri Timberland á Íslandi og gefa þeim fjölmörgu sem til okkar koma tækifæri til þess að nota þessar frábæru vörur. Með því teljum við okkur líka leggja okkar af mörkum við að framfylgja markmiðum Timberland um betri nýtingu auðlinda og grænni heim fyrir alla. Ég veit fátt ánægjulegra en viðskiptavin sem fer út með bros á vör eftir að hafa fundið sína óskaskó.“ ■ Ný verslun Timberland í Smáralind er björt og stílhrein og með glæsilegt vöruúrval. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hinir heims- frægu og sívin- sælu Timber- land skór fást vitaskuld í úrvali í Smáralind, sem og Timberland fatnaður og fylgihlutir. Hjónin Erla Leifsdóttir og Samúel Guðmundsson eru eigendur Timberland á Íslandi og opna nú nýja verslun í tilefni 20 ára afmælisins. MYND/AÐSEND Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. 2 kynningarblað A L LT 23. júní 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.