Fréttablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 22
Hornstrandir eru vinsæll áfangastaður göngugarpa á sumrin. Þangað er einungis hægt að komast á bát og mikil kyrrð og friðsæld ríkir þar í fallegri náttúru. sandragudrun@frettabladid.is Lydía Ósk Óskarsdóttur stendur vaktina á Hornströndum í sumar ásamt þremur öðrum. Hún stendur einnig vaktina í Hornstrandastofu, nýrri gestastofu á Ísafirði, sem er upplýsingamiðstöð um Horn- strandir og sýning um svæðið. „Við erum tvær sem skiptumst á að vera á gestastofunni og fara á svæðið sem landverðir. Svo eru tvö sem eru bara á svæðinu. Við sem skiptumst á erum í tvær vikur í einu á Hornströndum. Við erum með hús á Hesteyri, en ríkið keypti nýlega húsið sem var verslunarhús á staðnum. Við erum búin að inn- rétta búðina sem móttöku fyrir gesti,“ segir Lydía. „Við erum líka búin að útbúa vatnssalerni fyrir gesti sem ekki var áður. Við erum komin með einstaklega flotta og fína aðstöðu á Hesteyri. En svo erum við með aðra aðstöðu í Höfn í Hornvík. Þar erum við með hús og vatnssalerni og við aðstoðum líka gesti þar. Svo eru tjaldstæði og kamrar á fleiri stöðum á Hornströndum,“ útskýrir hún. Lydía segir að það sé alltaf fullt af fólki sem komi á Hornstrandir á sumrin en landverðirnir eru þar frá 1. júní og út ágúst. „Þetta er á sama tíma og bátarnir eru að fara yfir. Við fylgjumst að,“ segir Lydía. Þrátt fyrir að það sé alltaf eitt- hvað fólk á Hornströndum ríkir þar mikil friðsæld að sögn Lydíu. „Þetta er það stórt svæði. Þú mætir kannski 4-5 á leiðinni frá Hesteyri og alla leið yfir í Hornvík. Allir eru meðvitaðir um að fólk er bara að njóta náttúrunnar,“ segir hún. „Það er ekki mikið af Íslend- ingum á svæðinu í júní. Þeir ferðast meira í júlí þegar það er orðið hlýrra og minni snjór. En land- vörður sem gekk frá Hesteyri yfir í Hornvík á mánudaginn var mjög hissa að sjá hvað það var mikið af tjöldum í Hlöðuvík. Það var líka fullt af fólki á tjaldstæðinu í Horn- vík, en það eru fáir í dag. Veðrið hefur mikið að segja. Íslendingar fara frekar ef veðrið er gott.“ Fjölbreytt starf Lydía segir starfið á Hornströndum fjölbreytt. Á Hesteyri taka land- verðirnir á móti gestum í fjörunni, leiðbeina göngufólki og kynna því reglur friðlandsins. „Við kennum þeim til dæmis hvernig á að umgangast refinn og yrðlingana en þeir eru að skríða út úr grenjunum sínum í júní,“ segir hún. „Við erum líka að slá og gera fínt á Hesteyri. Svo göngum við göngu- leiðirnar reglulega. Við förum kannski í dagsferðir frá Hesteyri yfir í Aðalvík til að þrífa kamra og athuga með tjaldsvæðið.“ Lydía segir landverðina einnig vera í góðu sambandi við heima- fólkið. „Það er mikið af sumarhúsum hér. Þessum gömlu húsum sem voru hér hefur verið vel við haldið og fólk notar þau á sumrin, svo hafa líka verið byggð ný hús. Fólk er hér sumt allt sumarið,“ segir Lydía. Á gestastofunni á Ísafirði veita landverðirnir göngufólki upplýs- ingar um svæðið, selja göngukort, aðstoða gesti við að skipuleggja ferðirnar sínar og fleira. „Við förum sjálf inn á svæðið og tökum út göngustíga og skoðum aðstæður. Það er til dæmis mikill snjór núna og við bendum fólki á hvar það á að vara sig. Hvar eru ár og hvar eru snjóskaflar og hvar er bratt að fara upp og niður. Við hvetjum fólk til að fylgja göngu- kortinu,“ segir Lydía. „Við erum líka með sýningu hér á gestastofunni sem er tileinkuð fólkinu sem bjó á Hornströndum og lífinu þar. Við leggjum áherslu á fuglabjörgin og hvernig farið var þangað að sækja björg í bú.“ Lydía segir landvarðarstarfið vera besta sumarstarf í heimi. „Ég held að hinir landverðirnir séu algjörlega sammála því. Ég er ættuð úr Jökulfjörðum svo þetta er svona mitt heima. Mér finnst frá- bært að fá að vera inni á svæðinu. Hugsa um það, skoða það og kynn- ast því betur, og líka hitta fólk og segja því frá því sem við vitum um svæðið. Við brennum fyrir þessu og langar að halda svæðinu góðu og gera vel við gestina okkar.“ n Besta sumarstarf í heimi Sældarlíf landvarðarins í kyrrðinni á Hornströndum. Lydía segir að þrátt fyrir fjölda ferðamanna sé landsvæðið stórt og því ríki þar mikil ró og friður. Hornbjarg séð frá Höfn í Hornvík. Fjöldi göngugarpa leggur leið sína á Hornstrandir á sumrin að njóta náttúrunnar. Southcoast Adventure, staðsett á Hvolsvellir sérhæfir sig í sérsnið- num einka- og lúxusferðum og alls kyns dagsferðum um Ísland. Upplifðu Ísland á nýjan og einstakan hátt. Southcoast Adventure býður uppá sérferðir fyrir hópa sem eru sérsniðnir til að hæfa öllu m. Ferðirnar sem við bjóðum uppá geta verið hluti af viðameiri hópeflis- eða hvata-ferð í samstarfi við önnur fyrirtæki eða staðið einar og sér sem stuttar dagamuns ferðir. Engir dagar eru eins og það er alltaf spennutilfinning fyrir næsta degi og hvaða ævintýrum hann kann að hafa í för með sér. Opnar áætlunarferðir eða einkaferðir Hrafnagilshátíð 16.-17. júlí Hrafnagilshverfi, Eyjafjarðarsveit Komið og fáið ykkur rölt í hverfinu. Markaðir og margt fleira. Nánar auglýst á esveit.is Kvenfélagið Iðunn Sigluörður © Linda Boga Velkomin til Ólafsfjarðar Velkomin til Siglufjarðar FJALLABYGGD.IS STÓRKOSTLEG NÁTTÚRFEGURÐ EINSTAKAR GÖNGULEIÐIR Í STÓRBROTINNI NÁTTÚRU NÁLÆGÐIN VIÐ NÁTTÚRUNA ÁVALLT INNAN SEILINGAR BLÓMSTRANDI MENNINGARLÍF, SÖFN, GALLERÍ OG SETUR Ólafsarðarvatn © Ida Semey 4 kynningarblað 23. júní 2022 FIMMTUDAGURFERÐAST UM ÍSLAND

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.