Fréttablaðið - 23.06.2022, Síða 24
Starri Freyr
Jónsson
starri
@frettabladid.is
Ferðavagnahópur einhleypra
50-70 ára er Facebook hópur
þar sem einhleypir eigendur
ferðavagna skipuleggja ferða-
lög, kynnast nýju fólki og
njóta náttúrunnar saman.
Facebook-hópurinn Ferðavagna-
hópur einhleypra 50-70 ára var
settur á fót vorið 2021. Hugmyndin
að stofnun hans kviknaði heima
hjá Hildi Maríu Herbertsdóttur á
fallegu vorkvöldi þar sem hún hug-
leiddi hvort hún ætlaði að ferðast að
mestu ein komandi sumar eins og
sumarið áður, þar sem hún er ein-
hleyp. „Mér hugnaðist það reyndar
ekki vel. Þá kviknaði hugmyndin
um að stofna hóp fyrir einhleypt
fólk á mínum aldri sem hefði
brennandi áhuga fyrir því að fara
í útilegur í ferðavagninum sínum
og langaði í ferðafélaga af báðum
kynjum. Það er auðvitað mun
skemmtilegra að hafa félagsskap, þó
ekki væri nema fáeina félaga hverju
sinni til að spjalla við, skreppa með
í sund, ganga um nágrennið og
grilla saman á kvöldin. Svo gætum
við líka hjálpast að ef upp kæmu
viðfangsefni tengd ferðavögnunum
og deilt lausnum.“
Þrír útgangspunktar
Fyrsta skrefið var að stofna
sérstakan Facebook-hóp en
það kunni hún ekki á þessum
Útilegubakterían
er dásamleg
Sigurbjörg Þorláksdóttir (t.v.) hefur
hjálpað Hildi Maríu með skipulagið.
Í dag telur hópurinn 115 meðlimi og er konur í meirihluta.
Hluti hópsins í
útilegu síðasta
sumar. Hildur
María er fremst
á myndinni.
MYNDIR/AÐSENDAR
Það er alltaf létt og góð stemning
hjá hópnum yfir sumartímann.
tímapunkti. „Ég vissi að ég vildi
hafa þrjá útgangspunkta. Mark-
hópurinn ætti að vera einhleypt
fólk á tilteknu aldursbili og það
yrði að eiga ferðavagn eða ferðabíl
en tjaldferðalangar ættu hins vegar
ekki heima í þessum hópi. Út frá
því ákvað ég að hafa þrjár við-
eigandi spurningar sem fólk þyrfti
að svara, umsækjendur þyrftu að
samþykkja reglur hópsins ásamt
því að vera með mynd af sér á
Facebook svo við sæjum hver væri
að sækja um inngöngu. Ég birti svo
einfaldlega auglýsingu í nokkrum
opnum Facebook hópum og fékk
einnig leyfi til birtingar í ein-
hverjum lokuðum hópum.“
Umsóknir hrúguðust inn
Á þessum tímapunkti kom Sigur-
björg Þorláksdóttir til sögunnar.
„Ég var svo stálheppin að hún var
meðal þeirra fyrstu sem sóttu um
en ég þekkti hana ekkert á þeim
tímapunkti. Við höfum síðan
oft gert grín að því okkar í milli
að vegna þess að hún svaraði
ekki spurningunum hafnaði ég
umsókninni hennar strax. Fljót-
lega kom í ljós að ástæðan var
ágalli í forritinu og því sá hún ekki
spurningarnar þegar hún sótti
um inngöngu. Sigurbjörg spurði
hvort hún gæti ekki aðstoðað mig
og þar með var hún orðin með-
stjórnandi sem er frábært, því
hún er mun klárari í tölvumálum
en ég. Á þessum tíma hrúguðust
umsóknirnar inn og því frábært
hafa hana með.“
Vantar fleiri karla
Viðtökurnar voru mjög góðar strax
í byrjun. „Það er greinilega mikil
þörf og áhugi meðal einhleypra á
hópi eins og þessum og við erum
stoltar af framtakinu. Í dag eru
meðlimirnir 115 og konur eru í
meirihluta í hópnum. Okkur finnst
hins vegar eðlilegt að hafa sem
jafnast kynjahlutfall og viljum því
nota tækifærið og hvetja karla sem
uppfylla skilyrðin til að sækja um
inngöngu þó að konur séu auð-
vitað velkomnar líka.“
Fyrsta sumarið og fram á haust
fór nýstofnaður hópurinn í margar
ferðir um suður- og vesturhluta
landsins, að sögn Hildar. „Við
dvöldum á tjaldsvæði í Hval-
firði, á Borg í Grímsnesi, í Reyk-
holti, á Faxa, á Þorlákshöfn og
heimsóttum sum þeirra oftar en
einu sinni. Við höfum ekki farið
lengra en í tveggja klukkustunda
akstursleið frá Reykjavík fram að
þessu og vitum ekki enn hvort við
gerum það. Af því leiðir að margir
í hópnum sem búa úti á landi taka
ekki þátt en við höfum hvatt alla
meðlimi hópsins til þess að efna til
ferða hvar sem er á landinu og láta
okkur hin vita af þeim.“
Stundum gripið í gítarinn
Fyrsta ferð sumarsins í ár var
farin síðustu helgina í maí, en
þá fór hópurinn í Árnes. „Venjan
er að skoða veðurspána dagana
áður en ákveðið er hvert stefnan
skuli tekin hverju sinni. Þess
vegna erum við ekki með fyrir-
fram ákveðna ferðaáætlun fyrir
sumarið.“
Hún segir einstaklega heilandi
og ánægjulegt að vera í svo
mikilli nánd við náttúruna í hópi
vina sem finnst það líka. „Mikil
stemmning hefur oft skapast og
stundum hefur einhver gripið í
gítarinn. Við hvetjum bæði nýja
félaga og eldri til að skella sér í
sem flestar útilegur með okkur.
Útilegubakterían er dásamleg og
við vonum að sem flestir smitist af
henni. Svo hefur verið afar gefandi
og skemmtilegt að kynnast mörgu
sómafólki í þessum ferðalögum
okkar.“ ■
Nánar á Facebook undir Ferða-
vagnahópur einhleypra 50-70 ára.
6 kynningarblað 23. júní 2022 FIMMTUDAGURFERÐUMST UM ÍSLAND