Fréttablaðið - 23.06.2022, Side 26

Fréttablaðið - 23.06.2022, Side 26
Iceland Travel getur sett saman viðburði af öllum stærðum, en hefur helst þjónustað hópa innan heil- brigðis-, mennta- og vísindageirans. MYND/AÐSEND Glöggt er gests augað og stundum getur verið gaman að vera túristi í eigin landi og reyna að sjá heimaland sitt með augum erlendra gesta. oddurfreyr@frettabladid.is Þetta eru þeir tíu staðir sem útlendingar eru hrifnastir af að heimsækja á Íslandi, samkvæmt erlendu ferðasíðunni TripAdvisor, þar sem ferðalangar gefa ólíkum upplifunum og stöðum einkunn. Perlan Perlan býður upp á ýmsar skemmtilegar upplifanir og sýningar. Þar er hægt að læra mikið um náttúru Íslands og njóta frá- bærs útsýnis. Hringvegurinn Að fara hringinn er klassísk upp- lifun sem flestir Íslendingar hafa einhvern tímann notið. Það er margt að sjá á okkar fallega landi og það er um að gera að fara reglulega hringinn og drekka í sig fjölbreytta upplifun. Kerið Kerið er mikilfenglegur gígur í Grímsnesi sem er alltaf gaman að heimsækja. Talið er að það sé leifar frá eldgosi sem átti sér stað fyrir um 6.500 árum. Gunnuhver Gunnuhver er fallegur hver á Reykjanesi. Það er áhugavert að hann sé í þriðja sæti þrátt fyrir að vera almennt ekki mjög umtalaður. Þangað er stutt að fara frá höfuð- staðnum og Keflavíkurflugvelli. Harpa Tónleika- og ráðstefnuhöllin Harpa er einstaklega falleg bygging í hjarta Reykjavíkur. Þar fara alls kyns tónleikar og viðburðir fram og þar eiga Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, Íslenska óperan og Stór sveit Reykja víkur heima. Reynisfjara Reynisfjara hefur aðallega fengið umfjöllun að undanförnu vegna mannskæðra slysa en fjaran er einn vinsælasti og fallegasti ferða- mannastaður landsins. Dýralífið, bergið og öldurnar mikilfenglegu eru öll þessi virði að skoða. Geysir Geysir er einn þekktasti ferða- mannastaður landsins og kannski bara skrítið að hann sé ekki ofar á listanum, því okkur Íslendingum finnst svo klassískt að fara með ferðalanga í dagsferð þangað og á Gullfoss, sem er ekki einu sinni á topp 10 lista TripAdvisor. Goðafoss Fossinn er þægilega staðsettur við hringveginn, skammt frá Akureyri. Hann er er einn af vatnsmestu fossum landsins og án vafa einn sá fallegasti. Hann er ólíkur í útliti eftir vatnsmagni, veðurfari og árs- tíð og sumum finnst hann jafnvel fallegri á veturna en sumrin. Hallgrímskirkja Kirkjan, sem er sú stærsta á landinu, er eitt þekktasta kennileiti landsins og vel staðsett í miðborg- inni. Frá 73 metra háum turninum er frábært útsýni og fjöldi manns kemur þangað daglega til að njóta þess. Þjóðminjasafnið Safnið var stofnað árið 1863 og geymir um 2.000 menningar- sögulega dýrgripi, meðal annars Valþjófsstaðahurðina frá því um 1200 og Þórslíkneskið, sem var gert í kringum árið 1000. n Að vera túristi í eigin landi Perlan er efst á lista TripAdvisor yfir staði til að heimsækja á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Geysir er mikilfenglegur staður sem öllum finnst gaman að heimsækja. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Iceland Travel er elsta ferðaþjónustufyrirtækið á Íslandi og sinnir erlendum ferðamönnum að miklu leyti. En það er líka með afar öfluga ráðstefnu- og viðburðadeild sem sér um viðburði og ráðstefnur fyrir hópa og fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum um allt land. „Iceland Travel var stofnað árið 1937 og er elsta ferðaþjónustufyr- irtækið á Íslandi. Það kemur inn á allar tegundir ferðaþjónustu, allt frá einstaklingum upp í hvata- og ráðstefnuferðir og yfir í skemmti- ferðaskip,“ segir Sesselja Dag- björt Gunnarsdóttir, yfirmaður hvata- og ráðstefnudeildar. „Þessi fjölbreytta þjónusta, áratugalöng reynsla okkar og fjöldi tungumál- anna sem starfsmenn tala, er það sem gefur fyrirtækinu sérstöðu á markaðnum.“ „Það má segja að við höfum verið fremst í f lokki í áratugi,“ segir Heiður Dögg Sigmarsdóttir, kerfisstjóri ráðstefnudeildar. „Við erum líka hluti af svo stóru ferða- þjónustufyrirtæki að við erum vel sett til að bjóða upp á sérupp- lifanir fyrir okkar gesti sem önnur fyrirtæki eiga erfitt með að veita. Ef þú vilt búa til sérupplifun, hvort sem það er viðburður, gala- dinner, partí eða ferð út á land, getum við gert það á einstakan hátt, nokkuð sem önnur fyrir- tæki eiga erfitt með að skapa, því við höfum bæði þessa gríðarlegu reynslu og mjög sterka innviði.“ Glænýtt og nútímalegt stjórnkerfi „Við erum líka komin með glæ- nýtt og mjög öflugt viðburða- stjórnunarkerfi sem heldur utan um ráðstefnur að öllu leyti fyrir þátttakendur, en kerfið var tekið í gagnið í fyrra,“ segir Sesselja. „Það heldur meðal annars utan um skráningu þátttakenda, notenda- virkni og ágrip sem er hægt að móttaka ef svo ber undir. Kerfið býður upp á APP, skoðunarkann- anir og einnig þann möguleika að hafa ráðstefnuna stafræna, í persónu, eða blöndu af hvoru tveggja.“ „Það er það nýjasta í bransanum að hafa ráðstefnur bæði á netinu og í persónu. Með þessu nýja kerfi getum við boðið upp á alla þjónustu sem fylgir ráðstefnum, hvernig sem þær eru haldnar, á mjög þægilegan og aðgengilegan hátt,“ bætir Heiður við. Sjá um allt frá A-Ö „Ráðstefnu- og viðburðadeild Iceland Travel hefur séð um inn- lendar og erlendar ráðstefnur í áratugi, margar hverjar innan heilbrigðis- og vísindageirans. Við höfum til að mynda séð um loftslagsráðstefnuna Arctic Circle, Læknadaga, ýmiss konar nor- rænar ráðstefnur og Sjávarútvegs- sýninguna í Laugardalshöll, ásamt smærri viðburðum fyrir ráðu- neyti og aðra aðila. Sem dæmi má nefna alls kyns vísindaráðstefnur fyrir Veðurstofuna, sem fjalla um allt sem viðkemur jöklum, lofts- lagsbreytingum, jarðhræringum og eldgosum,“ segir Sesselja. „Við teljum okkur vera eina fyrirtækið sem getur boðið allt frá A-Ö. Við getum skipulagt allt sem viðkemur verkefnastjórn svo sem: skráningu, þátttöku, bókun á mat og drykk, ferðir, bókanir á innanhússrýmum, ásamt f lugi og gistingu fyrir gestafyrirlesara en nefndir sjá um faglega tengingu,“ segir Sesselja. „Fyrirtækið í heild hefur mikið verið að þjóna erlendum gestum, en ráðstefnu- og viðburðadeildin á meira erindi við Íslendinga. Við tökum á móti beiðnum af öllum stærðum og gerðum og það skiptir í raun engu máli hver á í hlut, þó við höfum helst verið að þjónusta hópa innan heilbrigðis-, mennta- og vísindageirans. Við störfum ekki einungis í Reykjavík, heldur erum við til dæmis að sjá um viðburði á Akureyri og Siglu- firði í haust og svo á Egilsstöðum á næsta ári,“ segir Sesselja. „Við getum boðið þjónustu okkar um allt land og kappkostum að veita bestu, mögulegu þjónustuna á sem hagstæðasta verði hverju sinni.“ „Við bjóðum líka upp á almenna viðburði fyrir fyrirtæki og alls konar hópa, ársfundi, vorferðir, árshátíðir og slíkt. Alls konar hóp- efli og húllumhæ,“ segir Heiður. n Hægt er að hafa samband við Iceland Travel í gegnum heimasíðu fyrirtækisins, www.icelandtra- vel. is eða í netfangið mice@ icelandtravel.is Iceland Travel sinnir viðburðum og ráðstefnum að öllu leyti Starfsfólk ráðstefnudeildar Iceland Travel hefur séð um innlendar og erlendar ráðstefnur í ára- tugi og getur skapað sérupplifanir sem önnur fyrirtæki eiga erfitt með að veita. MYND/AÐSEND 8 kynningarblað 23. júní 2022 FIMMTUDAGURFERÐAST UM ÍSLAND

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.