Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.06.2022, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 23.06.2022, Qupperneq 30
starri@frettabladid.is Lítið hefur farið fyrir bæjarhá- tíðum hér á landi undanfarin tvö sumur vegna heimsfaraldursins. Nú eru þær komnar á fullt aftur og tilvalið fyrir ferðalanga að heim- sækja þær á ferðalagi um landið næstu vikurnar. Næstu helgi, 25.-26. júní, verða margar bæjarhátíðir haldnar. Á Humarhátíðinni á Höfn í Horna- firði verður boðið upp á humar- súpu og fjölbreytta dagskrá og í Borgarnesi verður haldin Brákar- hátíð til heiðurs Brák, kvenhetj- unni miklu frá víkingatímum. Þar verður meðal annars boðið upp á bílasýningar, markaði og Lata- bæjarsafnið verður opið. Sömu helgi verða Lummudagar haldnir í Skagafirði, Hamingju- dagar fara fram á Hólmavík og bæjarhátíðin Hofsós heim verður haldin á Hofsósi, þar sem boðið verður upp á varðeld, sjósund, markaði og fleira. Meðal hátíða sem haldnar verða helgina 2.-3. júlí má nefna Markaðshelgina í Bolungarvík sem er blanda af öflugu markaðs- torgi og tónlistar- og fjölskyldu- skemmtun og Goslokahátíð Vest- mannaeyja en þar er endalokum eldgossins á Heimaey 1973 fagnað. Á Þingeyri fara fram sömu helgi Dýrafjarðardagar og á Stokkseyri verður Bryggjuhátíð haldin, þar sem verður boðið upp á varðeld og bryggjusöng ásamt fjölbreyttri fjölskyldudagskrá. ■ Bæjarhátíðir haldnar aftur Brákarhátíð er ein fjölmargra bæjarhátíða sem fara fram næstu vikurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þarna væri lúxus að gista. FRÉTTABLADID/GETTY sandragudrun@frettabladid.is Það er alltaf gaman að prófa eitt- hvað nýtt á ferðalagi um landið. Bæði að sjá nýja staði en líka að prófa nýjungar í gistingu. Fyrir þau sem vilja fara í útilegu en nenna ekki stússinu sem fylgir því að setja upp tjald, eða draga ferðavagn á eftir sér er hægt að prófa gistingu í lúxustjaldi. Það eru nokkrir aðilar hér á landi sem bjóða upp á slíka gistingu. Til dæmis eru slík tjöld í Húsadal í Þórsmörk og á Suður- landi eru gegnsæjar uppblásnar kúlur þar sem hægt er að gista og horfa á stjörnurnar. Lúxustjöldin er upphituð og notaleg og upplifunin er einskonar blanda af útilegu og hótelgistingu. Með því að gista í lúxustjaldi er hægt að njóta náttúrunnar en um leið að njóta þæginda eins og hlýs rúms og upphitaðs svefnrýmis. Með því að slá orðinu “Glamping” inn á Google leitarvélina er hægt að sjá hvaða staðir á Íslandi bjóða upp á lúxustjaldgistingu. Það er um að gera að prófa! ■ Lúxusútilega oddurfreyr@frettabladid.is Götubitinn verður á ferð um land- ið í sumar og um helgina verða þrír viðburðir á ólíkum stöðum, á Selfossi, Í Reykjavík og í Borgar- nesi, og verða ólíkir matarvagnar í boði. Aðdáendur götumatar geta því notið þess að gæða sér á slíku góðgæti á nýjum stöðum og íbúar í nágrenninu fá smá tilbreytingu í heimsókn. Götubitinn sérhæfir sig í við- burðum og annarri þjónustu tengdri mat, hátíðum, matar- mörkuðum, matarvögnum og „pop up veitingastöðum“. Götubitinn fer næst í heimsókn á Selfoss föstudaginn 24. júní. Þá verður hann við bílastæðin hjá Byko frá klukkan 17 til 19.30. Á svæðinu verða matarvagnar, hoppukastalar og létt götubita- hátíðarstemmning. Á laugardaginn 25. júní verður Götubitinn svo með nokkra matarvagna, hoppukastala og götubita-hátíðarstemmningu við Norðlingaskóla í Norðlingaholti milli klukkan 17 og 19.30. Á sunnudag fer Götubitinn síðan í heimsókn í Borgarnes þar sem nokkrir matarvagnar verða með dýrindis matkrásir við Hjálmaklett, aftur milli klukkan 17 og 19.30. ■ Götubiti á ferð um landið í sumar Götumatur nýtur mikilla vinsælda. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 12 kynningarblað 23. júní 2022 FIMMTUDAGURFERÐUMST UM ÍSLAND

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.