Fréttablaðið - 23.06.2022, Síða 42

Fréttablaðið - 23.06.2022, Síða 42
KVIKMYNDIR Lightyear Pixar Leikstjóri: Angus MacLane Nína Richter Pixar, vinsælasta kvikmyndaver Hollywood, hefur framleitt ástsælar fjölskyldumyndir á borð við Leik- fangasögu-fjarkann Toy Story, Mon- sters Inc., Wall-E, Inside out og Coco. Lightyear er fyrsta Pixarmyndin síðan 2020 sem ratar í kvikmynda- hús, en Soul, Luca og Turning Red fóru allar þráðbeint inn á streymis- veituna Disney+. Aðsókn á Lightyear hefur verið slök á heimsvísu, til að mynda minni en á Pixar myndina Cars 3 sem kom út 2017. Lightyear er eins konar dóttur- mynd Toy Story, þar sem hún fjallar um persónuna Bósa Ljósár – en ekki leikfangið Bósa, sem við þekkjum úr myndunum heldur sögupersónuna sem leikfangið á að byggja á. Hug- myndin er í sjálfu sér ekki hræðileg, en handritshöfundum bregst boga- listin í ýmsu sem varðar framvindu og takt í sögunni, og persónugall- erí. Og hefur þá klúðrast f lest sem klúðra má. Lightyear er hreinræktuð vísinda- skáldsaga. Hún fjallar um fólk sem festist á óvinveittri plánetu og lang- ar að komast heim og þarf að nota til þess framtíðartækni og tíma- ferðalög. Leitin að leiðinni heim er þema sögunnar og spurningin hvað sé heimili er lykilspurningin. Allt er þetta matreitt fyrir unga áhorf- endur, eða það er að minnsta kosti hugmyndin. Undirrituð horfði á myndina með syni og dóttur, fimm og sjö ára gömlum. Sagan gerir ráð fyrir því að börn þekki til alls konar minna úr vísindaskáldskap. Tíma- f lakkshugmyndin er þokkalega útskýrð en ásetningur persóna og framvinda er þó svo illa matreidd að meira að segja fullorðnir gætu ruglast. Persónurnar eru grunnar, Bósi sjálfur er ekkert hræðilega spenn- andi aðalpersóna og áhorfendum er slétt sama um örlög hans. Sam- bönd hans við lykilpersónur, einn- ig óspennandi, eru grunn og byggja á engu. Það var gott að sjá opinber- lega samkynhneigða aukapersónu í Pixarmynd en þar eru kostirnir upp taldir. Gömul gildi Bósa, sem sagan gengur út á að endurskoða, eru ekkert sérstaklega vel fest eða sannfærandi. Þegar lykilspurning- unni um heimilið er svarað, verður svarið eins og þunn afsökun fyrir lengd myndarinnar. ■ NIÐURSTAÐA: Óháð heimferð Bósa langaði áhorfendur bara sjálfa að komast heim. Hálfbakaður Bósi Ljósár Ljósár hefur ekki staðið undir væntingum hvað aðsóknartölur varðar. MYND/PIXAR Helga Lilja Magnúsdóttir fatahönnuður endurvekur fatamerkið Helicopter með útgáfu nýrrar línu sem kemur út í Kiosk á Granda í dag. Flúr af félögum hönnuðarins eru innblástur nýju línunnar. ninarichter@frettabladid.is Helga Lilja Magnúsdóttir lagði hið geysivinsæla Helicopter fatamerki á hilluna árið 2017. Aðspurð segir hún ástæðuna margþætta. „Hitt merkið mitt er Heritage, þar sem ég vinn alltaf með sama mynstrið.“ Hún segir hönnunarþörfina hrein- lega hafa öskrað á sig fyrir tveimur árum. „Þá virkilega fann ég að ég varð að koma með Helicopter til baka.“ Tattúvélin tekin upp í partíi Kveikjan að nýju línunni var sím- tal frá vinkonu Helgu Lilju. „Hún hafði verið í gleðskap kvöldið áður og sagði: Guð minn góður, ég fór á svo brjálæðislega réttum tíma úr þessu partíi, þremur mínútum áður en tattú-vélin var tekin upp,“ segir hún og hlær. Helga Lilja lýsir því að nokkrir einstaklingar hafi vaknað með húðf lúr á líkamanum eftir kvöldið og hún hafi séð ljósmynd af slíku flúri. „Ég ætla ekki að segja hvaða flúr þetta er, en það er í línunni. Ég fékk þetta flúr fullkomlega á heilann og í tvo mánuði pældi ég eiginlega ekki í neinu öðru. Ég áttaði mig á því að ég varð að gera eitthvað við þetta.“ Helga Lilja fór því á stúfana og spurði manneskjuna sem bar flúrið hvort að hún mætti vinna með það. Það var auðsótt mál. Í framhaldinu kviknaði neisti hjá hönnuðinum. „Þá fór ég í huganum að fara yfir gömul tattú sem ég hef séð í gegnum tíðina.“ Undarlega stór ákvörðun Helga Lilja kveðst sjálf vera óflúruð en segist alla tíð hafa haft mikinn áhuga á tattúum. „Ég skil ekki hvern- ig fólk getur tekið ákvörðunina um að setja tattú á líkamann sinn. Ég á erfitt með að ákveða hvað á að vera í kvöldmat og í hvaða fötum ég á að vera,“ segir hún. „Og stundum finnst mér ég skrýtin í því sem ég ákveð að klæða mig í.“ Hún segir að hér sé um að ræða ákvörðun um að setja eitthvað á líkama sinn sem endist lengur en manneskjan sjálf inni í líkamanum. „Það er bara ótrúlegt,“ segir hún, en bætir við að fyrirbærið fylli hana innblæstri á sama tíma. Helga Lilja segir áhugaverðustu tattúin að sínu mati þau sem gerð séu með „stick and poke“ aðferð í hita augnabliksins, umfram þau sem stefnt hefur verið að með löngum fyrirvara. Stefnir á að stækka Hún segir viðbrögðin hafa verið jákvæð þegar hún falaðist eftir notk- un flúranna í verkefninu, aðeins einn hafi afþakkað þátttöku. „Ég veit ekki hvort að þeir sem játtu því að vera með í þessu verkefni viti almenni- lega hvað það gengur út á,“ segir hún sposk. „En ég gerði heila línu út frá húðflúrum á líkömum kunningja og vina minna.“ Aðspurð hvort að teiknararnir eða tattúlistafólkið sé „krediterað“ sér- staklega svarar hún að svo sé ekki á þessum tímapunkti. „Ég hugsaði út í að þetta myndi vera verkefni sem yrði miklu stærra. Að ég myndi í rauninni bara gefa út bók með fólkinu. Ég veit að ég má segja það, að Hildur Guðna er með eitt af tattúunum, hún er vinkona mín,“ segir Helga Lilja. Ótrúlega gaman gæti verið að stækka verk- Flúrin af félögunum rötuðu á fötin Helga Lilja Magnúsdóttir endurvekur Helicopter- línuna í Kiosk á Grandagarði í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Fyrirsætan klæðist galla úr silki með útsaumi. MYND/ATLI ÞÓR ALFREÐSSON Nýja línan var ljósmynduð í Aþenu fyrr á árinu. MYND/ATLI ÞÓR ALFREÐSSON toti@frettabladid.is Guðný Ósk Laxdal enskukennari og sérfræðingur í kóngafólki „Fyrir fimm- tugt? Ú, þetta er góð spurning. Ég held ekki. Ég held hann verði kominn yfir fimmtugt. Ég held að við munum sjá Karl verða konung en þetta er bara alltaf spurning um hversu lengi Elísabet ætlar að halda sér á lífi,“ segir Guðný Ósk Laxdal enskukennari sem lengi hefur deilt yfirburðaþekkingu sinni á bresku konungsfjölskyldunni sem @roylaicelander á Instagram, um Vilhjálm prins sem varð fertugur á þriðjudaginn. Kóngur vill hann verða … Karl, faðir Vilhjálms, er fremstur í röð ríkisarfa og vel rúmlega sjö- tugur bíður hann enn. Guðný Ósk bendir þó á að Camilla, eiginkona Karls, njóti augljósrar velþóknunar Elísabetar og hún telji hana vera framtíðardrottningu. „Það er svo augljóst að það er vilji Elísabetar að Karl taki við og ljóst að það verður aldrei hoppað yfir hann. En hversu lengi Karl mun lifa er síðan allt annað mál. Ef maður horfir til næstu tíu ára þá held ég nú að Karl verði konungurinn.“ Fullkomin konungshjón Guðný Ósk segist, Vilhjálms vegna, vona að hann þurfi ekki að bíða jafn lengi og faðir hans og efast ekki um að þegar þar að kemur verði Vilhjálmur og Katrín fyrirmyndarkonungshjón. „Ég veit ekki hvað þetta er en þau eru eiginlega bara orðin full- komin og virðast ekki geta gert neitt rangt og ef þau gera það þá fer það einhvern veginn ekki í fjölmiðla. Þú sérð bara muninn á Harry og Meghan þar sem fjöl- miðlar eru alltaf svolítið að vinna gegn þeim en með Villa og Kötu.“ Þá bendir Guðný Ósk á að Vilhjálmur og Katrín hafi yngri kynslóðirnar með sér og Karli muni reynast mjög erfitt að halda uppi vinsældum konungsfjöl- skyldunnar án þess að vera með þau í sviðsljósinu. „Við sáum þetta sérstaklega á valdaafmælinu þar sem krakkarnir þeirra voru að koma mikið fram og verið að sýna fjölskylduna. Það vekur alltaf mikla lukku og þau verða einhvern veginn „fjöl- skyldan okkar“ í hugum fólks.“ ■ Verður Vilhjálmur konungur fyrir fimmtugt? ■ Lykilspurningin efnið en hún ætli að einbeita sér að fötunum fyrst um sinn. Hún segir eldri útgáfur Helicopter- merkisins hafa gengið út á digital- prentun að stóru leyti. „Þetta snýst mikið um litagleði og mynstur. Mér finnst fara mínum líkama best að vera í einföldum sniðum, kassa- sniðum úr þungum fallegum efnum. Beinum buxum og t-shirtum. Það fer mínum líkama best,“ segir hún. Því vinni hún út frá þeim einföldu sniðum, en leiki sér þá í staðinn með mynstrin. Glimmerprent og útsaumur Í nýju línunni eru þrjár flíkur digi- tal-prentaðar. En Helga Lilja notast einnig við glimmerprent sem hún segir glitra eins og yfirborð sjávar- ins í sólinni. „Það er alveg bilað,“ segir hún. Þá sé mikið um útsaumuð mynstur í nýju línunni. „Af því að tattú eru gerð með nál. Í anda þess er ég með aðalflík, silkisett, sem er kveikjan að þessu öllu saman. Það er úr brjálæðislega fínu silki-satín efni og svo eru öll tattúin „embroiduð“ á gallann.“ Helga Lilja segist hafa tekið með- vitaða ákvörðun um að gera aðeins það sem hana sjálfa langaði að gera, í þetta sinn. „Þetta endurspeglar minn stíl. Ég var aðeins farin að sigla frá honum þarna undir endann og það var ein af ástæðum þess að ég þurfti aðeins að hvíla mig,“ segir hún, en hún segist hafa gefið út síðustu Heli- copter-línuna fram að þessu árið 2017. ■ 22 Lífið 23. júní 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 23. júní 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.