Fréttablaðið - 21.07.2022, Page 15
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
FIMMTUDAGUR 21. júlí 2022
Ætli sokkabuxur úr plöntunæloni
verði aðeins minna einnota en þær
eru í dag? FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
jme@frettabladid.is
Fyrirtækin Genomatica (Geno) og
Aquafil hafa nú fullklárað fyrstu
prufuframleiðslu á nylon-6 sem
framleitt er með hjálp plantna.
Plöntunæloninu er ætlað að hafa
veruleg áhrif á 300 billjarða króna
iðnað, sem telur allt frá framleiðslu
á fatnaði til bílahluta og gólfmotta.
Geno beislar líffræði til þess
að endurgera hversdagslega hluti
og hráefni í þágu plánetunnar. Í
baráttunni gegn loftslagsvánni
þróar Geno sjálfbær hráefni sem
eru unnin úr úrgangi eða plöntum í
stað jarðefnaeldsneytis. Aquafil var
stofnað árið 1965 og er einn helsti
framleiðandi nælons á Ítalíu og á
alþjóðavísu. Fyrirtækið er staðsett í
sjö löndum í þremur heimsálfum.
Uppfylla kröfur neytenda
Christopher Schilling, fram-
kvæmdastjóri Geno, segir: „Nú taka
vörumerki á alþjóðavísu almenni-
lega þátt í að nota sjálfbær hráefni
í vörur sínar. Við byggjum stefnu-
fastar, rekjanlegar og gagnsæjar
aðfangakeðjur, í þessu tilfelli fyrir
nylon-6, til þess að uppfylla kröfur
neytenda um sjálfbærari vörur og
bjóða upp á hráefnislausnir sem
hjálpa vörumerkjum að uppfylla
ESG (Environmental, Social and
Governance) markmið sín.
Giulio Bonazzi, framkvæmda-
stjóri Aquafil, segir: „Heimurinn
þarf á allri nálgun að halda sem
snýr að því að gera aðfangakeðjur
sjálfbærari, að búa til nælon með líf-
rænum hætti er lykilatriði í því.“ n
Framtíðin er úr
plöntunæloni
VATNASVÆÐI
UM ALLT LAND
36
FYLGIRIT VEIÐIKORTSINS
18. árgangur - Kr. 8.900
- frelsi til að veiða!
00000
Aðeins
8.900
Frelsi til
að veiða
B Ä S T A I T E S T
Bäst-i-Test 2022.s
e
BESTA
SÓLARVÖRNIN
7 ár
Í RÖÐ
Fæst í Apótekum, Hagkaup, Fríhöfninni
og víðar | nánar á evy.is og celsus.is
Tónlistarkonan Salka Valsdóttir segir að stíllinn hennar heima við og stíllinn hennar þegar hún spilar á tónleikum, sé mjög ólíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Það eru miklir
pólar í mínum stíl
Salka Valsdóttir er í hljómsveitunum Reykjavíkur
dætrum og Cyber og hefur gert tónlist fyrir verk
í Þjóðleikhúsinu. Hún er hrifin af notuðum fötum
og finnst gaman að leika sér með stíl.
oddurfreyr@frettabladid.is
Það er mikið að gera hjá Sölku um
þessar mundir. Reykjavíkurdætur
gefa út nýtt lag á morgun og eru að
spila mikið þessa dagana ásamt
því að vinna í nýrri plötu og Cyber
er líka að vinna að nýrri plötu.
Salka er einnig að vinna að nýju
verki fyrir Þjóðleikhúsið, ásamt
því að sinna verkefnum fyrir kvik-
myndir.
Mikill húmor í nýja laginu
Nýja lagið frá Reykjavíkurdætrum
heitir Sirkus.
„Við sömdum þetta lag í heima-
stúdíóinu mínu. Okkur fannst
fyndið að semja lag þar sem við
erum allar eins og atriði í farand-
sirkus, ein væri kraftakona,
önnur væri skeggjuð kona og svo
framvegis. Það var upphaflega
hugmyndin en svo síuðust önnur
þemu hægt og rólega inn,“ segir
Salka. „Við erum að gera alls konar
fyndnar vísanir í sirkustónlist og
það er fyndin dýnamík í laginu og
Steiney leikur sirkuskynni sem
kynnir alltaf næsta vers inn. Við
þurfum eiginlega að gera eitthvert
rosalegt myndband fyrir þetta.
Við ætlum að gefa út nokkrar
smáskífur á þessu ári og svo kemur
plata á næsta ári. Við vorum að
koma úr stuttum Evróputúr og
erum að fara til Bandaríkjanna í
október og svo ætlum við í stærri
túr til að fylgja nýju plötunni eftir,“
segir Salka. „Við erum líka að spila
mjög mikið innanlands núna. Við
spilum á Druslugöngunni á laugar-
daginn og svo á Þjóðhátíð og á
Innipúkanum. Þegar við byrjuðum
fengum við misjafnar viðtökur
og það var eiginlega ljóst að það
var ekki mikið pláss fyrir okkur
á Íslandi, en núna erum við að fá
það mikið af giggum á Íslandi að
við gætum verið að vinna við þetta
hér, sem er alveg mjög nýtt.“
Smáskífa frá Cyber í ágúst
Salka segir að Cyber, sem spilaði
á LungA um síðustu helgi, sé að
vinna að nýrri plötu sem heitir
Sad.
„Þetta er svona „teenage angst“
plata, þannig að við erum eigin-
lega að skipta um tónlistarstefnu,
en það er svo sem ekkert nýtt fyrir
Cyber,“ segir hún. „Það verður
spennandi og fyrsta smáskífan
kemur út í næsta mánuði, en við
erum búin að leka henni á hina og
þessa, svo hún er á sveimi.“
Styrkleikarnir nýtast í leikhúsi
Salka hefur líka verið að vinna
fyrir Þjóðleikhúsið.
„Ég var ráðin til að tónlistar-
stýra Rómeó og Júlíu, sem var verk
á Stóra sviði Þjóðleikhússins á
síðasta leikári. Upphaflega stóð til
að þetta væri þriggja mánaða verk-
efni, en svo kom Covid sem lengdi