Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2022, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 21.07.2022, Qupperneq 21
„Hvar er betra að vera um versl- unarmannahelgi en á Unglinga- landsmóti UMFÍ? Sennilega hvergi. Mótið er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem hefur fyrir löngu sannað gildi sitt sem for- varnar- og fjölskylduhátíð. Það er einstök upplifun að taka á móti ungmennum sem koma á Unglingalandsmót UMFÍ. Þangað koma þátttakendur á mismunandi forsendum, sumir til að keppa en aðrir til að njóta þess að takast á í íþróttum. Þátttakendur koma til að hitta vini, eignast nýja vini, safna góðum minningum og síðast en ekki síst að verja helginni með fjölskyldunni,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ „Það skiptir gríðarlega miklu máli að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Þar hefur UMFÍ lagt sitt á vogarskál- arnar í áratugi og stendur vaktina enn. Forvarnir skipta máli og þar þurfum við öll að standa saman. Við þurfum ávallt að vera vakandi. Ungt fólk í dag er frábært. Það er svo miklu meðvitaðra um mikil- vægi lýðheilsu en þegar við hin vorum ung. Þau munu senn taka við keflinu og halda áfram að gera samfélagið enn betra.“ n Frábært forvarnarverkefni Ómar Bragi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri móta UMFÍ. Þórir Haraldsson hefur staðið vaktina nokkur ár í röð sem formaður fram- kvæmdanefndar Unglinga- landsmóts UMFÍ. Hann mun vinna með fjölda sjálfboða- liða við fjölbreytt störf um verslunarmannahelgina. „Við búumst við miklum fjölda keppenda og gesta á Selfoss um verslunarmannahelgina þegar mótið hefst. Unglingalandsmót UMFÍ krefst mikils af mótshöldur- unum, bæði aðstöðu og síðan þarf margar hendur til að vinna við það,“ segir Þórir Haraldsson, formaður framkvæmdanefndar Unglingalandsmóts UMFÍ á Sel- fossi. Þetta er þriðja árið í röð sem Þórir stendur í stafni við undir- búning mótsins. Eins og áður hefur komið fram var því frestað síðast- liðin tvö ár af völdum faraldursins. Þórir segir alla aðstöðu til fyrir- myndar á Selfossi. „Hér er frábær aðstaða fyrir fjölbreyttar keppnis- greinar, stórt tjaldsvæði verður við Suðurhóla þar sem keppendur og fjölskyldur þeirra gista frítt en greiða eingöngu fyrir rafmagn, risastórt samkomutjald, leiktæki og önnur aðstaða. En það sem skiptir máli er að flest keppnis- svæði eru í góðu göngufæri frá tjaldsvæðinu og flestar greinar verða á íþróttavallarsvæðinu við Engjaveg. Ókeypis strætó fyrir mótsgesti Til að einfalda allar samgöngur og draga úr bílaumferð mun móts- strætó ganga á milli tjaldsvæðis og íþróttasvæðisins ókeypis. Þórir leggur áherslu á mikilvægi þess að allir leggi sitt af mörkum, dragi úr notkun einkabíla. „Til að forðast raðir á mestu ferðahelgi árs- ins bendum við þeim sem geta á að aka vestan frá um Þrengsli og inn að tjaldsvæðum frá Eyrarbakka- vegi um Suðurhóla,“ segir hann og bætir við að auk þess sem mælst sé til þess að fólk noti aðrar leiðir til að fara á milli staða, verði mótið kolefnisjafnað með skógrækt. Þátttakendur á mótinu og aðrir mótsgestir geta lagt sitt af mörkum með plöntun birkiplantna sem mótið leggur til og verður plantað á golfvöll Golfklúbbs Selfoss. Þegar nær dregur móti verður sagt frá á hvaða tíma hægt er að koma og skemmta sér við að gróðursetja plönturnar. Þórir býst sjálfur við að verða mikið á mótinu ásamt fjölda ann- arra sjálfboðaliða. Störf þeirra eru fjölbreytt og geta verið allt frá framkvæmd keppnisgreina til þjónustu við mótsgesti, þátttak- endur og aðra gesti. „Það verður nóg um að vera og nóg að gera. Við bjóðum ungmenni og fjölskyldur þeirra velkomin til keppni og skemmtunar á Selfossi um versl- unarmannahelgina!“ segir Þórir Haraldsson að lokum. n Búist við mörgum á Selfossi Þórir Haralds- son, formaður framkvæmda- nefndar Unglingalands- móts UMFÍ á Selfossi. Atli Steinn Stefánsson frá Sauðárkróki. „Ég mun ávallt eiga góðar minn- ingar frá Unglingalandsmótunum og hvet alla til að mæta á það,“ segir Skagfirðingurinn Atli Steinn Stef- ánsson. Hann er fæddur árið 2005 og býr á Sauðárkróki. Atli Steinn var aðeins þriggja ára gamall þegar hann fór á sitt fyrsta Unglinga- landsmót ellefu ára gamall í Borgar- nesi árið 2016. Atli hefur tekið þátt í öllum mótunum síðan þá. Hann fór reyndar með liðsfélög- um sínum í fyrsta skipti og keppti með þeim. Eftir það hefur hann farið einn úr liðinu með fjölskyld- unni. Hann fór ekki í liði heldur var settur í lið með jafnöldrum og kynntist hann þeim vel. Atli hefur aðallega keppt í körfu- bolta og fótbolta en hefur líka keppt í skák og kökuskreytingum auk þess að prófa hitt og þetta sem í boði er á mótunum. Hann segir mikilvægt að fara aðeins út fyrir þægindarammann. Unglingalands- mót UMFÍ séu frábær vettvangur til þess. Fjölskylda Atla hefur alltaf verið á tjaldsvæði mótanna og segir Atli að það sé gaman að vera þar, enda myndist þar útilegustemning sam- hliða keppninni. „En síðan má ekki gleyma öllum kvöldvökunum í stóra tjaldinu þar sem frábært tónlistarfólk hefur komið fram. Unglingalandsmótið er svo mikið meira en mót. Það er viðburður fyrir alla fjölskylduna og það þurfa allir að upplifa,“ segir hann. n Góðar minningar frá Unglingalandsmótum Undanfarna mánuði hefur stór og öflugur hópur sjálfboðaliða unnið að undirbúningi Unglingalands- móts UMFÍ á Selfossi. Í raun má segja að undirbún- ingurinn hafi hafist haustið 2019 en vegna Covid-faraldursins var mótinu frestað í tvö ár. Síðasta haust var svo þráðurinn tekinn upp að nýju og nú verður loksins blásið til móts. Gera má ráð fyrir að hátt í 400 sjálfboðaliðar komi að mótinu á einn eða annan hátt. Við eigum ykkur allt að þakka! Við hvetjum þátttakendur og aðra mótsgesti til að bera virðingu fyrir sjálfboðaliðum á Unglinga- landsmóti UMFÍ. Mótshaldarar Unglingalandsmóts Mótshaldarar Unglingalandsmóts- ins á Selfossi um verslunarmanna- helgina 2022 eru Ungmennafélag Íslands (UMFÍ), Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK) og Sveitar- félagið Árborg. n Takk, sjálfboðaliðar Um 400 sjálfboðaliðar koma til með að vinna á landsmótinu á Selfossi. UNGMENNAFÉLAG ÍSLANDS UNGMENNASAMBAND KJALARNESÞINGS ALLT UM HLAUPIÐ Á ITHROTTAVEISLA.IS HUNDA HLAUP HLUTI AF ÍÞRÓTTAVEISLU UMFÍ OG 100 ÁRA AFMÆLI UMSK SELTJARNARNESI 25. ÁGÚST kynningarblað 3FIMMTUDAGUR 21. júlí 2022 UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.