Fréttablaðið - 21.07.2022, Page 22
Okkur finnst svo
skemmtilegt að
krakkarnir eru ekki í
harðri keppni heldur er
vinátta og gleði í fyrir-
rúmi.
„Fyrir nokkrum árum var sonur
minn, þá tólf ára, með örstuttum
fyrirvara, beðinn að vera með í
fótboltaliði á Unglingalandsmóti
UMFÍ. Við ákváðum að slá til. Við
höfðum aldrei farið á Unglinga-
landsmót, svo það var ekki
seinna vænna,“ segir Bjarnheiður
Hallsdóttir frá Akranesi, sem er
formaður Samtaka ferðaþjónust-
unnar.
„Fjölskyldan sér ekki eftir því að
hafa skellt sér,“ segir hún.
„Drengurinn keppti í fótbolta,
sundi og stafsetningu og hafði
gríðarlega gaman af þessu. Mótið
var mjög vel skipulagt, stemningin
Hvet allar barnafjölskyldur til að
fara á Unglingalandsmót UMFÍ
Bjarnheiður Hallsdóttir á Akranesi.
„Það var aldrei spurning að fara
á Unglingalandsmót hjá okkur,
þetta var bara sjálfsagður hlutur,
rétt eins og að jólin koma alltaf
þá kom alltaf að Unglingalands-
móti. Þetta var ekki bara íþrótta-
keppnin heldur líka tónleikarnir á
kvöldin og stemningin á tjald-
svæðinu,“ segir frjálsíþrótta- og
afreksstelpan Eva María Baldurs-
dóttir. Hún er fædd árið 2003
og býr ásamt fjölskyldu sinni á
Selfossi.
Eva María var um tíu ára
þegar hún byrjaði að æfa frjálsar
íþróttir. Hún hefur haldið sig að
mestu við þær síðan. Hástökk
hefur verið hennar sérgrein og á
hún Íslandsmet í f lokki 16–17 ára
(1,81 metri). Hún stefnir þó á að
slá gamalt met Þórdísar Gísla-
dóttur sem er 1,88 metrar.
Eva María fór fyrst á Unglinga-
landsmót UMFÍ á Sauðárkróki
árið 2014 og hefur síðan þá farið
árlega á mótin með fjölskyldu
sinni. Hún mælir með því að allir
skelli sér á Selfoss um versl-
unarmannahelgina og taki þátt í
Unglingalandsmótinu.
„Þetta eru geggjuð mót! Það er
svo rosalega gaman að það ættu
allir að upplifa það. En svo má líka
bara taka rúntinn á Selfoss og fylgj-
ast með, hitta fólk og skoða bæinn
okkar,“ segir hún að lokum. n
Unglingalandsmótin eru geggjuð
Eva María Baldursdóttir er frá Selfossi.
Það hefur verið mesta til-
hlökkunarefni sumarsins í
mörg ár hjá okkur að fara á
Unglingalandsmót UMFÍ.
Mótin eru frábær skemmtun
fyrir alla fjölskylduna yfir
verslunarmannahelgina.
„Við eigum fjögur börn á aldrinum
4–15 ára sem öll hafa alist upp við
það að skemmta sér víðs vegar um
landið um verslunarmannahelgina
í vernduðu umhverfi með enda-
lausri afþreyingu og skemmtun.
Það sem okkur finnst frábært er að
það er svo margt í boði sem ekki er
endilega verið að gera um hverja
helgi allt sumarið. Þetta er ekki
„enn eitt íþróttamótið“ heldur er
þetta sannkölluð fjölskylduhátíð,“
segir Jóhanna Íris Ingólfsdóttir frá
Höfn í Hornafirði.
Beðið eftir að verða 11 ára
Tvö eldri börnin í fjölskyldunni
æfa fótbolta og körfubolta.
Jóhanna Íris segir mestu spennuna
vera fyrir því að taka þátt í
greinum sem ekki er verið að æfa.
Þau hafi þess vegna tekið þátt í
mörgu ólíku eins og upplestri,
strandblaki, strandhandbolta,
kökuskreytingum, pílukasti, bog-
fimi og frjálsum íþróttum.
„Það hefur fylgt því mikil til-
hlökkun að verða 11 ára og mega
loksins taka þátt í keppninni. Nú
bíður sá sem er 7 ára á kantinum
og telur niður í 11 ára afmælið.
Yngri strákarnir tveir sitja þó
ekki aðgerðalausir því nóg er um
að vera fyrir systkini sem ekki
hafa náð keppnisaldrinum. Við
foreldrarnir skemmtum okkur
svo konunglega með börnunum
í öllu því sem þau taka sér fyrir
hendur. Við sameinumst líka á
skemmtidagskránni á kvöldin þar
sem fjöldinn allur af tónlistarfólki
kemur fram. Þar er oft mikið stuð,“
heldur Jóhanna Íris áfram.
Mælir með tjaldsvæðinu
Fjölskyldan hefur bæði verið á
tjaldsvæði mótsins og í gistingu
annars staðar. Tjaldstæðin eru
merkt hverju íþróttahéraði.
Aðgangur fyrir alla fjölskylduna
að tjaldstæðinu er innifalinn í
þátttökugjaldi mótsins og eins
öll önnur afþreying. Jóhanna Íris
mælir með því að fjölskyldur tjaldi
því þar myndast oft skemmtileg
stemning.
„Það sem einkennir þessa frá-
bæru fjölskylduhátíð er gleði. Það
er alltaf gaman, alveg sama hvort
keppandi er 11 ára eða eldri. Allir
geta tekið þátt á sínum forsendum.
Okkur finnst svo skemmtilegt
að krakkarnir eru ekki í harðri
keppni heldur er vinátta og gleði
í fyrirrúmi. Krakkarnir hafa þess
vegna eignast marga nýja vini eftir
mótin,“ segir hún og rifjar upp að
í minningunni lifi ekki veðrið eða
úrslit í einstökum greinum heldur
ánægjan af mótinu.
„Það er því aldrei spurning á
okkar heimili hvar við munum
eyða verslunarmannahelginni. Við
mælum svo sannarlega með því að
fjölskyldur skelli sér á Unglinga-
landsmót UMFÍ og skemmti
sér saman í vernduðu umhverfi
með gleðina í fararbroddi,“ segir
Jóhanna Íris. n
Gaman að prófa nýjar greinar
Jóhanna Íris á fjögur börn og allir bíða spenntir eftir Unglingalandsmótinu.
Það er heilmikil upplifun fyrir
alla fjölskylduna að taka þátt í
Unglingalandsmóti UMFÍ. Þar
keppa 11–18 ára í íþróttum á
daginn og svo getur öll fjölskyldan
farið á tónleika á tjaldsvæðinu á
kvöldin sem Unglingalandsmótið
stendur fyrir.
Tónlistarsnillingar koma
fram á Unglingalandsmót-
inu. Við verðum með Birni,
Bríeti, DJ Dóru Júlíu, Friðrik
Dór, Hr. Hnetusmjör, Sprite
Zero Klan Jón Arnór og
Baldur, Jón Jónsson, Siggu
Ósk og Stuðlabandið.
Allar upplýsingar um
Unglingalandsmót UMFÍ
eru á ulm.is. n
Flott tónlistaratriði
Frikki Dór og Bríet
eru meðal þeirra
tónlistarmanna
sem koma fram
á mótinu á Sel-
fossi.
góð og upplifunin frábær fyrir alla
fjölskylduna.“
Bjarnheiður segir snilldina við
Unglingalandsmót UMFÍ skýrast
af því að það er við allra hæfi.
Afreksfólk sem ætli sér stóra hluti
geti tekið þátt með sama hætti og
þau sem ekki leggi stund á hefð-
bundnar íþróttir.
„Síðan er dagskráin ótrúlega
fjölbreytt og skemmtileg, allir geta
tekið þátt á eigin forsendum,“ segir
hún.
„Ég get af heilum hug mælt með
landsmóti UMFÍ og hvet því allar
barnafjölskyldur til að prófa og
eiga saman ógleymanlega helgi.“ n
UNGMENNAFÉLAG ÍSLANDS
UNGMENNASAMBAND KJALARNESÞINGS
ALLT UM HLAUPIÐ Á BODHLAUP.IS
BOÐHLAUP
BYKO
HLUTI AF ÍÞRÓTTAVEISLU UMFÍ OG 100 ÁRA AFMÆLI UMSK
KÓPAVOGI
1. SEPTEMBER
ALLT UM HLAUPIÐ Á ITHROTTAVEISLA.IS
DRULLU
HLAUP
KRÓNUNNAR
HLUTI AF ÍÞRÓTTAVEISLU UMFÍ
OG 100 ÁRA AFMÆLI UMSK
MOSFELLSBÆ
13. ÁGÚST
UNGMENNAFÉLAG ÍSLANDS
UNGMENNASAMBAND KJALARNESÞINGS
4 kynningarblað 21. júlí 2022 FIMMTUDAGURUNGLINGALANDSMÓT UMFÍ