Fréttablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 24
Lady Gaga skipti
reglulega um
alklæðnað en hver og
einn þeirra sagði sína
sögu.
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun
@frettabladid.is
Lady Gaga vakti að venju
mikla athygli fyrir klæðnað
sinn á tónleikum í Düssel-
dorf á sunnudagskvöldið.
Hún var í fötum eftir bæði
þekkta hátískurisa og upp-
rennandi hönnuði.
Biðin eftir The Chromatica Ball,
tónleikaferð Lady Gaga, er loks á
enda. Tónlistarkonan þurfti að
fresta tónleikaferðinni tvisvar
en upprunalega átti hún að vera
sumarið 2020. Aðdáendur söng-
konunnar hafa því beðið óþreyju-
fullir eftir tónleikunum í tvö ár, en
tónleikaferðin er til að fylgja eftir
hinni geysivinsælu plötu Chroma-
tica, sem kom út í maí árið 2020.
Lady Gaga hóf tónleikaferðina í
Düsseldorf í Þýskalandi á sunnu-
daginn en stefnan er að halda
tónleika í 18 borgum. Ekkert er til
sparað á tónleikunum. Sviðið er
hannað af tískustjóranum Nicola
Formichetti og stílistunum Söndru
Amador og Tom Erebout, en tón-
leikagestir í Spiel-höllinni í Düssel-
dorf höfðu á orði að sviðið hefði
verið stórkostlegt.
Það kemur eflaust fáum á óvart,
en klæðnaður söngkonunnar á
sviðinu á sunnudagskvöldið er
þegar farinn að valda miklu umtali
vegna djarfrar og margslunginnar
hönnunar. Lady Gaga skipti reglu-
lega um alklæðnað en hver og einn
þeirra sagði sína sögu og endur-
speglaði framúrstefnulegt cyber-
pönk sem Lady Gaga hefur verið að
þróa síðustu ár.
Leður og rautt siffon
Lady Gaga
klæddist
þessum púff-
erma leðurfatn-
aði frá haustlínu
Gareth Pugh frá
2018 þegar hún
söng Poker Face.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Lady Gaga skartar gullkjól frá Alexander McQueen.
Svartur leður-
klæðnaður var
áberandi á tón-
leikunum.
Hér er Lady Gaga í fötum frá Vex Latex, fatamerki frá Chigago.
Sérstaklega verðmæt föt
Í uppafsstefinu er sviðsmyndin
innblásin af grimmilegu lands-
lagi og söngkonan skartaði fötum
eftir enska hönnuðinn Gareth
Pugh sem er þekktur fyrir dökka,
framúrstefnulega hönnun.
Alexander McQueen hannaði
mótorhjólajakka og kristalsbelti
sem Lady Gaga skartaði á tónleik-
unum og einnig var hún í hátísku-
klæðnaði eftir Christian Lacroix
frá haustinu 2007 og 2009. Mikið
af klæðnaði Lady Gaga á sviðinu
var hannað af Versace og heimildir
segja að fötin séu sérstaklega verð-
mæt þar sem þau voru sérhönnuð á
hana. Sum þeirra eru vöktuð allan
sólarhringinn svo þau verði ekki
fyrir skemmdum.
En Lady Gaga klæddist ekki bara
fötum eftir þekkta hönnuði. Hún
var líka klædd fötum úr vorlínu
Bradley Sharpe sem er upprenn-
andi hönnuður í London. Systir
Lady Gaga, Natali Germanotta,
sem er með tískumerkið Topi
Studio, hannaði á hana rauð siffon-
föt sem hún var í þegar hún söng
lagið Alice. Það er því greinilegt að
fleiri í fjölskyldunni hafa listræna
hæfileika.
Lofuð af gagnrýnendum
The Chromatica Ball er sjötta
tónleikaferðin sem Lady Gaga fer
í undir eigin nafni. En Chroma-
tica er sjötta plata söngkonunnar
í fullri lengd. Platan hefur hlotið
mikið lof meðal gagnrýnenda sem
og almennings. Gagnrýnendur
hafa meðal annars hrósað Lady
Gaga fyrir að prófa ólíka stíla í tón-
listinni og fyrir að gefa henni til-
finningalegt vægi, þar sem platan
er mjög persónuleg.
Næstu tónleikar í þessari tón-
leikaferð Lady Gaga eru í kvöld í
Stokkhólmi og því næst fer hún
til Parísar og þaðan til Arnheim
í Hollandi. Fyrir þau sem hafa
áhuga á að sjá þessa miklu stjörnu
á tónleikum er enn möguleiki að
krækja sér í miða á einhverja af
tónleikunum, en síðustu tónleik-
arnir verða í Miami í september
næstkomandi. n
6 kynningarblað A L LT 21. júlí 2022 FIMMTUDAGUR