Fréttablaðið - 21.07.2022, Qupperneq 34
Það er draumur hvers
Íslendings að heim-
sækja þessar slóðir.
Þetta er annar heimur.
Svavar Pétur EysteinssonÁ farsælum ferli keppti
Schumacher fyrir Jor-
dan, Benetton, Ferrari
og Mercedes.
Prins póló og Moses High
tower leiða saman hesta sína
á tónleikum í Gamla bíói
á föstudag. Um verslunar
mannahelgina skella með
limir sér til Gimli í Kanada og
spila fyrir VesturÍslendinga.
ninarichter@frettabladid.is
Prins póló er verkefni hins fjölhæfa
Svavars Péturs Eysteinssonar, sem
hefur getið sér gott orð fyrir tón
list og myndlist. Flestir Íslendingar
þekkja sálarsveitina Moses High
tower sem hefur framleitt hvern
dægurlagasmellinn á fætur öðrum
frá stofnun sveitarinnar árið 2007.
„Við spiluðum saman á Airwaves
2017, þá vorum við plataðir til að
spila og síðan höfum við átt í mjög
dulúðlegu samstarfi, ekkert mjög
fókuseruðu,“ segir Svavar Pétur
íbygginn, aðspurður um tildrög
samstarfsins. Andri Ólafsson, for
söngvari Moses Hightower, tekur
undir það. „Já, því var haldið uppi
af væntingum frekar en hittingum.“
Fjalla um hversdagslegt ógeð
Samstarf verkefnanna tveggja hefur
þannig staðið yfir í nokkur ár. „Við
höfum aðeins verið að hittast og
aðeins verið að semja lög,“ segir
Svavar Pétur. „Við gáfum út eitt lag
á dögunum, það lag heitir Maðkur
í mysunni og fjallar um það sem
foreldrar lenda í svona á síðkvöldi.
Maður ætlar að taka rólegt kvöld og
svona hafa það náðugt og þá kemur
tölvupóstur frá kennaranum um
að það hafi fundist lús í bekknum,
eða jafnvel njálgur. Þá þarf að fara
að vekja allt slotið og jafnvel kemba
allt,“ segir hann. „Við fjölluðum svo
lítið um þetta í síðasta laginu sem
við gáfum út og ætlum að halda
áfram að fjalla um þetta hversdags
lega ógeð.“
Þarf alltaf að halda þessi jól
Svavar Pétur segir að rekstrar aðilar
Hljómahallarinnar hafi spurt hann
um árið hvort Prinsinn vildi koma
og halda tónleika. „Mér fannst
ótækt að gera það án þess að hafa
þá félaga með, þannig að við héld
um tónleika í Hljómahöll í maí sem
gengu glimrandi vel. Þarna bak
sviðs gírast maður allur upp og fer
í stuð: Gerum þetta aftur, það þarf
að endurtaka þetta allt!“
Hann segir endurtekninguna
ríkjandi. „Það er alltaf þessi hug
mynd um að ef maður gerir eitt
hvað, þá geri maður það alltaf aftur.
Þú heldur ekki bara ein jól og svo
búið. Þarft alltaf að vera haldandi
þessi jól.“ Andri kinkar kolli. „Það
var einhugur um að telja í sem fyrst
aftur.“ Þá varð úr að skipuleggja
tónleika í Gamla bíó sem fram fara
á föstudag. „Miðasala er búin að fara
mjög vel af stað og það er nánast að
verða uppselt.“
Væri verra með leiðinlegu bandi
Aðspurðir hvort Prins póló og
Moses Hightower deili mengi hlust
enda, svarar Svavar Pétur að líklega
séu sömu aðdáendur á ferðinni. „Ég
held að við séum svolítið heppnir
með það.“ Andri svarar og segir
að skörunin sé mjög mikil. „Og sú
skörun er jákvæð. Ég dýrka Moses
sem band og það er svo heppilegt að
áheyrendahópur Prinsins er sama
sinnis,“ segir Svavar Pétur. „Það væri
leiðinlegt ef ég væri að fíla einhverja
hundleiðinlega hljómsveit og væri í
bullandi samstarfi með henni.“
Andri segir Mósesmeðlimi hafa
kunnað lög Prinsins, meira og
minna, þegar samstarfið hófst. „Við
erum búnir að vera að syngja með
þessum lögum í áratugi.“
Prins Póló í Móses-búning
Tónlist Prins póló má lýsa sem
frekar hráu alþýðupopprokki á
meðan Moses Hightower er þekkt
fyrir flóknar djassaðar og útpældar
útsetningar. Þó deila sveitirnar
fágætum kosti sem kristallast í
hnyttnum og vönduðum texta
smíðum á íslensku. En hvernig lýsa
meðlimir afurðinni úr samstarfinu?
„Þeir taka sín lög af því að ég
hef engu við þeirra lög að bæta.
Eða mjög litlu,“ segir Svavar Pétur
sposkur. „En svo koma þeir og bæta
alveg helling við mín lög og setja
þau í sinn búning,“ segir hann. „Ég
fæ mest út úr þessu samstarfi.“
Andri beinir orðum sínum til
Svavars Péturs. „Prins póló kata
lógurinn ber þess ánægjuleg merki
að vera: Þú í þínum tíma að gera
hlutina eins og nákvæmlega bara
þér sýnist,“ segir hann, en tekur
fram að hlutunum sé öðruvísi farið
í fimm manna hljómsveit. „En á
þessum vettvangi eru fimm aðrir
einstaklingar sem útgangspunkt
urinn mótast af. Allir finna sér eitt
hvað að gera sem er stundum eftir
forskrift Prinsins og stundum ekki.“
Andri segir að á upptökum Prinsins
sé unnið með einfaldleikann. „Við
Mósesdrengirnir reynum að gera
það.“
Svavar Pétur svarar: „Þeir f lækja
hlutina alveg svakalega en ég dýrka
hvað þeim tekst að halda einfald
leikanum, en samt f lækja hlutina
mjög mikið.“
Kominn tími til að dansa
Andri segir Prins pólósamstarfið
draga Móses Hightower sjálfkrafa
í meiri rokkátt heldur en þeir séu
vanir að stefna í sjálfir.
„Ég held að þetta verði skemmti
legir tónleikar upp á það að vera
standandi,“ segir Svavar Pétur um
tónleikana í Gamla bíói á föstudag.
„Fólk getur hreyft sig og dansað með
og ég held að það sé alveg kominn
tími á að standa upp og dilla
mjöðmunum.“
Koma fram á Íslendingadeginum
Aðspurðir um frekara tónleikahald
og plön fyrir verslunarmannahelg
ina setja félagarnir upp leyndar
dómsfullan svip. Svo segjast þeir
vera með skúbb.
„Prins póló tekur með sér tvo
meðlimi Móses Hightower til Gimli
í Manitoba og kemur þar fram á
Íslendingadeginum,“ segir Andri.
„Það verður verslunarmannahelgin
hjá okkur.“
Svavar bætir við: „Það er draumur
hvers Íslendings að heimsækja
þessar slóðir. Þetta er annar heimur.
Ég er sjúklega spenntur að upplifa
þetta á eigin skinni og finna hvernig
fólkið er þarna úti. Þessir afkom
endur okkar, ef svo má segja.“ n
Prins og Móses úr Gamla bíói til Gimli
Andri Ólafsson
segir meðlimi
sálarsveitar-
innar Moses
Hightower hafa
kunnað lög Prins
póló þegar sam-
starfið hófst.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
odduraevar@frettabladid.is
Hvar er hitabylgjan okkar?
Einar
Sveinbjörnsson
veðurfræðingur
„Þær eru fátíðar
og koma varla
fyrir,“ segir Einar,
en hitabylgja
hefur leikið
Evrópu misgrátt
undanfarna daga
þar sem hitinn hefur meðal annars
farið upp í 30 stig hjá frændum
okkar í Noregi.
Á Íslandi hefur hitinn hins
vegar verið pikkfastur í kringum
10 gráður. „Í fyrsta lagi vegna þess
hvað við liggjum norðarlega. En
aðallega þó vegna þess að við
erum eyja úti í miðju hafi sem
temprar allar svona hitasveiflur,“
segir Einar um málið.
Spurður út í norska frændur
okkar sem fá töluvert meiri hita
en við, segir Einar: „Jafnvel norðar
en á Íslandi! Þá er það vegna þess
að loftið kemst bakdyramegin að
þeim af landi og er kannski upp-
runnið einhvers staðar í Rússlandi
eða sunnan megin í álfunni og fer
aldrei yfir stórt og mikið úthaf. En
að íbúar í Norður-Noregi fái hita-
bylgju af hafi er nánast óhugsandi.“
Einar segir hitabylgjur á Íslandi
ekki óhugsandi með hitastigi upp
á 28–30 gráður. „En slíkar koma
kannski á tíu til tuttugu ára fresti,
svona ef maður horfir heilt yfir
síðustu hundrað árin.“
Síðast hafi slíkt gerst í júlí 2008
þegar það mældust 27,9 gráður
á Þingvöllum. Einar segist skilja
söknuð Íslendinga eftir heitara
loftslagi. „En veðrið það sem af
hefur verið sumri hefur ekki verið
leiðinlegt, við höfum að mestu
leyti sloppið við stórrigningar og
hitinn verið í tæpu meðallagi,“
segir Einar.
„Svo taka sumir það nú fram að
það sé okkar gæfa að þurfa ekki að
búa við svona hitasvækju en auð-
vitað eru flestir á því að það mætti
vera aðeins hærra, að við sæjum
kannski oftar 20 eða 25 stiga hita,
sem gerir engum neitt.“ n
Atlantshafið eyðileggur enn eitt sumarið
n Sérfræðingurinn
Þó að Íslendingar þrái hærra hitastig myndu Bretar eflaust þiggja 10 gráður.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
ninarichter@frettabladid.is
Corinna Schumacher, eiginkona
fyrrverandi Formúlu 1kappans
Michael Schumacher, og dóttir
þeirra, Gina Schumacher, tóku við
NorðurrínarVestfalíu heiðursverð
launum fyrir hans hönd á tilfinn
ingaþrunginni stund í Motorworld
höllinni í Köln í gær.
Michael Schumacher er fyrr
verandi Formúlu 1meistari og lík
lega frægasti ökuþór heims. Hann er
sömuleiðis meðal frægustu íþrótta
manna Þýskalands síðustu áratugi.
Á farsælum ferli keppti hann fyrir
Jordan, Benetton, Ferrari og Merce
des.
Schumacher lagði ökuhanskana á
hilluna árið 2012 og hélt þá heims
metum, bæði einstaklingsmetum
og sameiginlegum.
Í desember 2013 lenti Schumac
her í alvarlegu skíðaslysi. Hann var
í lyfjadái í sex mánuði, þar til í júní
2014. Hann dvaldi í endurhæfingu á
sjúkrahúsi þar til í september 2014.
Fjölskylda Schumachers hefur
lítið gefið upp um líðan öku
meistarans en fyrir liggur að hann
hafi hlotið alvarlegan heilaskaða í
slysinu.
Fyrir slysið sinnti Schumacher
mannúðarstarfi og var meðal ann
ars góðgerðasendiherra UNESCO.
Verðleikareglan í Norðurrín
Vestfalíu var stofnuð 11. mars 1986.
Heiðursorðan er veitt borgurum
af svæðinu fyrir framúrskarandi
árangur á sínu sviði. Viðurkenn
ingin er takmörkuð við 2.500 núlif
andi einstaklinga. n
Michael
Schumacher
heiðraður í Köln
Corinna og Gina Schumacher tóku
við verðlaununum í gær. MYND/GETTY
22 Lífið 21. júlí 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 21. júlí 2022 FIMMTUDAGUR