Fréttablaðið - 26.07.2022, Síða 1

Fréttablaðið - 26.07.2022, Síða 1
Ég vænti þess að málin gegn mínum umbjóð- anda verði nú felld niður. Almar Möller, lögmaður 1 5 0 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 2 6 . J Ú L Í 2 0 2 2 VHS-spólur að verða dýrgripir Ísabella segist elska örið sitt Lífið ➤ 28 Lífið ➤ 30 Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is/skodasalur Škoda Kodiaq Vinsæli ferðafélaginn! Verð frá 7.590.000 kr. Eigum nokkra lausa bíla á lager! Fjórhjóladrifinn, mjög vel útbúinn með 2.5 tonna dráttargetu Uppsteypu nýbyggingar þinghússins á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu er að ljúka. Fimmta hæðin er að taka á sig mynd. Þar verður nýtt mötuneyti þingsins ásamt fundarsölum. Alþingi fær húsið afhent um mitt næsta ár og er áætlað að starfsemi verði komin þar á fullt er þing kemur saman þá um haustið. Skrifstofur þingmanna og fundar­ aðstaða þingnefnda verður í nýbyggingunni sem leysir þá af hólmi leiguhúsnæði í nálægum húsum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Matsmenn hafa skilað af sér rannsókn vegna gruns um stórfelld og glæpsamleg brot tveggja lækna. Lögmaður annars læknisins telur að málin verði felld niður. bth@frettabladid.is HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA Lögmaður læknis, sem grunaður var um að hafa veitt sjúklingum tilefnislausa lífslokameðferð á Suðurnesjum, væntir þess að rannsókn verði felld niður. Störf tveggja lækna á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja eru til rannsóknar. Dómkvaddir matsmenn hafa skilað af sér matsgerð til Héraðs- dóms Reykjaness. Þeir rannsök- uðu meðferðir á sjúklingum eftir að Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á matsgerðir vegna ásakana um stórfelld brot tveggja lækna og áttu að svara spurningum er snúa að læknisfræðilegri meðferð sjúklinganna. Aðstandendur látinna einstakl- inga töldu að læknarnir kynnu að vera sekir um tilefnislausa lífsloka- meðferð. Rannsókn málsins er ólokið en hinir matsmennirnir telja að skráning læknismeðferða á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja í tölvu- kerfum hafi verið með öðrum hætti en á öðrum sjúkrastofnunum. Ekki hafi alltaf verið samræmi milli skráninga í tölvukerfum og þeirra meðferða sem í raun hafi verið veittar. „Ég vænti þess að málin gegn mínum umbjóðanda verði nú felld niður í kjölfar niðurstöðu mats- mannanna og að rannsókn verði hætt,“ segir Almar Möller, lögmað- ur annars læknisins, og staðfestir að matsgerðum hafi verið skilað. Um nokkra einstaklinga var að ræða og málin bar að með ýmsum hætti. Eftir að grunur kviknaði um brot heyrðu ættingjar annarra látinna af því að eitthvað óeðlilegt kynni að vera í gangi. Að minnsta kosti ein kæra barst og fleiri ábend- ingar fylgdu. Skylt er að skrá mál og rannsaka ef grunur kviknar um óeðlilegt dauðsfall. Hlutverk dóm- kvöddu matsmannanna var ekki að úrskurða um sekt eða sýknu. Embætti landlæknis taldi í áliti 18. febrúar síðastliðinn að þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja við sjúkling, sem lést á sjúkradeild- inni árið 2019, hefði verið verulega ábótavant. Meðferðin hefði verið ófagleg og ekki samræmst viður- kenndu verklagi. Þar var um að ræða áttræða konu sem sagt var að væri ekki lífshættulega veik en hefði fengið líknandi meðferð. Læknirinn var færður um set og starfaði hjá Landspítalanum áður en hann fór í leyfi. ■ Ný gögn talin bæta réttarstöðu grunaðra lækna F E R ÐA ÞJ Ó N U S TA „Vörumerk ið Ísland er í rauninni ónýtt,“ segir Þrá- inn Lárusson, hóteleigandi og einn umsvifamesti eigandi fyrirtækja í ferðaþjónustu á Austurlandi. Þráinn vill að hið opinbera breyti um stefnu. Ríkisfé sé illa varið með of einhliða markaðssetningu á svæði nálægt höfuðborginni. „Feiti unginn situr á Suðurlandinu og afétur okkur hin,“ segir Þráinn. „Það er margt til í þessu hjá Þráni,“ segir Skarphéðin Berg Steinarsson ferðamálastjóri. SJÁ SÍÐU 4 Hóteleigandi segir Suðurland afætu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.