Fréttablaðið - 26.07.2022, Page 4

Fréttablaðið - 26.07.2022, Page 4
Það fæðist enginn erlendur ferðamaður með þá hugsun að skoða bara Gullfoss og Geysi,. Þráinn Lárusson, eigandi fyrir- tækja í ferða- þjónustu JEEP.IS • ISBAND.IS PLUG-IN HYBRID FÆRÐIN ER ALLTAF GÓÐ EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! Leyfðu Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid að spreyta sig á krefjandi slóðum. Leiðin verður rafmögnuð. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ LAUGARDAGA Einn umsvifamesti eigandi fyrirtækja í ferðaþjónustu á Austurlandi auglýsir eftir brýnum breytingum í stefnu hins opinbera. Vörumerkið Ísland sé í raun ónýtt. bth@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Ríkisfé er illa varið með of einhliða markaðssetningu á svæði nálægt höfuðborginni. Það leiðir til þess að aðrir landshlutar stríða annaðhvort við ládeyðu eða þá að allt húsnæði úti á landi bókast upp og svæði verða uppseld nokkrar vikur á ári. Þetta segir Þráinn Lárus- son, eigandi fyrirtækja í ferðaþjón- ustu. Þráinn er með 140-150 manns á launaskrá nú um stundir. Hann rekur ýmis veitingahús og hótel og staðfestir að Austurland sé uppselt sem stendur. Hins vegar sé sá galli á gjöf Njarðar að innan nokkurra vikna verði mörgum ferðaþjón- ustufyrirtækjum lokað, enda enn eftir litlu að slægjast utan háannar. Dreifa þurfi ferðamönnum miklu betur um landið á ársgrunni og kynna landshluta fjær höfuðborgar- svæðinu betur, skerpa á sérstöðu hvers fjórðungs. „Það fæðist enginn erlendur ferða- maður með þá hugsun að skoða bara Gullfoss og Geysi,“ segir Þráinn. „Það er búið að fara með hundruð millj- óna í markaðssetningu á Reykjavík og á Suðurlandi með opinberu fé og eins af hálfu stærra fyrirtækja,“ bætir hann við. „Á meðan fáum við hér fyrir austan kannski fjárhæð sem nemur kostnaði við eina aug- lýsingu á einni síðu í dagblaði.“ Þráinn segir að enginn einn geti markaðssett heilu landshlutana. „Feiti unginn situr á Suðurland- inu og afétur okkur hin. Nú er þetta ástand að koma okkur í koll,“ segir Þráinn og vísar til þess að ýmist sé í ökkla eða eyra hvað varði annríkið fyrir austan. „Vörumerkið Ísland er í rauninni ónýtt,“ segir Þráinn þar sem Ísland í dag sé aðeins markaðssett sem Reykjavík og nágrenni og þar sé að hluta hinu opinbera um að kenna. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir ástæðu til að hlusta á gagnrýni Þráins. „Það er margt til í þessu hjá Þráni,“ segir Skarphéðinn. Skar phéðinn telur rey ndar ofmælt að tala um Ísland sem ónýtt vörumerki. Sannarlega megi þó gera betur, leggja meiri áherslu er kemur að opinberu fé á markaðs- setningu á fjölbreytileika ólíkra svæða og landshluta. „Austurland er vitaskuld á margan hátt ólíkt þeim svæðum sem eru nálægt höfuð- borgarsvæðinu,“ segir Skarphéðinn. Kannanir sýna að langf lestir ferðamenn koma til Íslands nátt- úrunnar vegna. Oft er rætt um mikilvægi þess að opna fleiri gáttir í gegnum Akureyri og Egilsstaði. Ferðamálastjóri segir jákvæð teikn á lofti hvað varðar millilandaflug frá Akureyri en um langhlaup sé að ræða, mikið markaðsstarf og þolin- mæði. „Ferðaþjónustufyrirtæki á þess- um svæðum þurfa að aðlaga sig. Það hefur verið bent á skort á gistingu fyrir norðan en fólk er núna greini- lega að bregðast við,“ segir Skarp- héðinn ferðamálastjóri. n Segir Suðurlandið feitan unga sem aféti landsvæðin fjær höfuðborginni Hótel Hall- ormsstaður er dæmi um hótel þar sem hvert herbergi er uppbókað sem stendur. Hótelinu verður lokað í október, því þá eru flestir ferðamenn horfnir. MYNDIR/BJÖRN ÞORLÁKSSON. olafur@frettabladid.is NEYTENDUR Vísitala neysluverðs fyrir júlí hækkaði mun meira en greiningaraðilar bjuggust við og er ársverðbólgan nú 9,9 prósent sam- kvæmt mælingum Hagstofunnar. Virðist ársverðbólgan munu rjúfa tveggja tölu múrinn í ágúst og tals- verðar líkur eru á að hún fari yfir 12 prósent fyrir árslok og byrji jafnvel ekki að lækka á ný fyrr en í febrúar. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru lausir í haust og ljóst að verkalýðshreyfingin mun leggja ríka áherslu á kjarabætur til að vega upp á móti mikilli verð- bólgu og háum vöxtum. Þá nærir verðbólgan sjálfa sig meðal annars vegna þess að stór hluti kostnaðar fyrirtækja liggur í verðtryggðum húsaleigusamningum og launum. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð- ingur Íslandsbanka, telur líklegt að verðbólga mælist rúm 10 prósent í næsta mánuði. „Okkur sýnist að verðbólgutakturinn verði svo áfram rétt um 10 prósent út árið að því gefnu að það fari heldur að hægja á hækkun íbúðarverðs og innflutn- ingsverð verði tiltölulega stöðugt. Ef launahækkanir verða hóf- legar, eða að minnsta kosti í takti við launaþróun undanfarinn ára- tug eða svo, eru góðar líkur á að verðbólgutakturinn gefi eftir þegar lengra líður á komandi vetur, jafn- vægi á húsnæðismarkaði batnar og innflutt verðbólga hjaðnar. Það má hins vegar ekki mikið út af bregða svo verðbólga verði ekki þrálátari,“ segir Jón Bjarki. n Líkur á hækkandi verðbólgu út árið hérlendis Óvíst er hvort verðbólga byrjar að hjaðna á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR erlamaria@frettabladid.is SKÓLAMÁL  Aldrei hafa f leiri nem- endur verið í skyldunámi á Íslandi en haustið 2021 þegar 46.859 nem- endur voru skráðir í grunnskóla. Nemendum fjölgaði um 171 frá hausti 2020, eða um 0,4 prósent. Samkvæmt Hagstofu Íslands stafar fjölgunin af f lutningi barnafjöl- skyldna til landsins. Þá hefur nemendum án erlends bakgrunns fækkað um rúmlega tíu prósent frá 2006, úr 37.900 í tæplega 34.700. Á sama tíma hefur nemend- um með erlendan bakgrunn fjölgað, mest innflytjendum af annarri kyn- slóð. Þeim fjölgaði úr 230 árið 2006 í rúmlega 2.600 árið 2021. Þá hefur innflytjendum fjölgað á sama tíma, úr tæplega eitt þúsund í nær 2.400. n Aldrei fleiri í grunnskólunum Nóg er um að vera í grunnskólunum.  erlamaria@frettabladid.is UTANRÍKISMÁL Íslensk stjórnvöld munu veita áttatíu milljónum króna í sérstakan sjóð Sameinuðu þjóðanna fyrir Afganistan til þess að styðja við þróunarverkefni í landinu, samhliða mannúðarað- stoð. Sameinuðu þjóðirnar segja mikla neyð ríkja í landinu og áætla að rúmlega helmingur þjóðarinnar þurfi á alþjóðlegri mannúðaraðstoð að halda, þar sem félagslegir innvið- ir séu að hruni komnir og aðgengi að grunnþjónustu sé afar slæmt. Þá reið mannskæður jarðskjálfti yfir landið í síðasta mánuði. „Algjört neyðarástand ríkir í Afganistan og þörfin á bæði mann- úðar- og þróunaraðstoð er ákaf- lega brýn. Því er afar mikilvægt að Ísland leggi sitt af mörkum til þess að bregðast við þeim hörmungum sem þarna hafa átt sér stað, bæði af völdum náttúru og manna,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir utanríkisráðherra. n Ísland veitir styrk til Afganistans 4 Fréttir 26. júlí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.