Fréttablaðið - 26.07.2022, Síða 12

Fréttablaðið - 26.07.2022, Síða 12
Það er samasemmerki á milli þess að því fleiri leikmenn sem Ísland á í fimm sterkustu deild- unum að þeim mun betra verður landsliðið okkar. Á síðasta ári voru fimm íslenskir leikmenn sem léku í bestu deildum Evrópu en í ár stefnir í að það verði aðeins einn. 12 Íþróttir 26. júlí 2022 ÞRIÐJUDAGUR knattspyrnumála hjá KSÍ, um stöð- una. Íslenska landsliðið í dag er með marga unga leikmenn sem gætu á næstu árum tekið skrefið í þessar sterkari deildir. Skiptir máli fyrir Ísland Eftir því sem fleiri leikmenn spila í þessum deildum er ljóst að karla- landsliðið verður betra en miklar breytingar hafa orðið á hópi liðsins síðustu 18 mánuðina. „Það er ekkert leyndarmál, það er samasemmerki á milli þess að því f leiri leikmenn sem Ísland á í fimm sterkustu deild- unum að þeim mun betra verður landsliðið okkar. Leikmenn í þess- um deildum spila á hærra tempói og eru í besta fótboltanum í Evrópu, sem er besti fótbolti í heimi. Við sem þjálfarateymi sjáum alveg mun á því þegar við skoðum marga af okkar andstæðingum, ég get nefnt Norð- ur-Makedóníu, Rúmeníu, Albaníu og Finnland sem dæmi. Það eru lið sem eru ekki með stærstu stjörnur fótboltans en eru með marga leik- menn í þessum topp fimm deildum og það hjálpar.“ Þrátt fyrir að útlitið kunni að vera svart þessa stundina er Arnar vongóður um að á næstu árum stígi ungir og efnilegir leikmenn Íslands skrefið í þessar bestu deildir. „Við viljum auðvitað hafa sem f lesta í þessum deildum og ég hef reyndar fulla trú á því að það muni breytast mjög fljótt. Við eigum marga mjög efnilega leikmenn sem hafa burði til þess að stíga skrefið í þessar deildir á næstu árum. Andri Lucas er að koma sér á mjög góðan stað í Svíþjóð, þar fær hann að spila og getur þróað sig sem leikmaður. Hákon Arnar og Ísak Bergmann eru á frábærum stað í Kaupmannahöfn. Markverðirnir okkar eru á mjög góðum stað, þessir leikmenn eru á stað til að sýna sig og sanna að þeir geti tekið skrefið í sterkari deildir. Þetta er ekki ólíkt því sem við sáum með Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg og Sverri Inga sem voru að spila í Belgíu og Hollandi á þessum aldri og tóku svo skrefið áfram.“ Þórir fljótur að aðlagast Þórir Jóhann var fyrir rúmu ári síðan leikmaður FH í efstu deild á Íslandi, síðan þá hefur hann komið sér inn í liðið hjá Lecce og er algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu. Þórir hefur verið jafnbesti leik- maður liðsins undanfarið ár. „Þórir er einn af þeim sem er ómögulegt að segja hvað gera. Þú sérð hæfi- leika í leikmönnum en sumir leik- ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 26. júlí 2022 ÞRIÐJUDAGUR Að öllu óbreyttu mun aðeins einn íslenskur leikmaður spila í fimm bestu deildum Evrópu á komandi tímabili. Er þetta nokkur breyting frá síðustu árum þar sem Ísland hefur átt fjölda leikmanna í þessum deildum og það hefur haldist í hendur við góðan árangur íslenska landsliðsins. hoddi@frettabladid.is.is FÓTBOLTI Frá síðustu leiktíð eru Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Albert Guðmundsson og Arnór Sigurðsson allir farnir úr þessum fimm bestu deildum Evr- ópu en Þórir Jóhann Helgason, leik- maður Lecce á Ítalíu, er kominn upp í efstu deild þar í landi. Þegar talað er um fimm bestu deildir í Evrópu er átt við England, Þýskaland, Ítal- íu, Spán og Frakkland. Rúnar Alex Rúnarsson er leikmaður Arsenal á Englandi en allar líkur eru á því að hann fari á lán eða verða í litlu sem engu hlutverki. Mikael Egill Ellerts- son er leikmaður Spezia á Ítalíu en er langt frá því að fá tækifæri í aðal- liði félagsins. „Við vitum að það helst í hendur þegar leikmaður er kominn á sinn besta stað á sínum ferli að þá spilar hann iðulega í sterkari deild, það er yfirleitt ekki þegar menn eru mjög ungir og þegar leikmenn fara svo að eldast taka þeir gjarnan skrefið til baka,“ segir Arnar Þór Viðars- son, landsliðsþjálfari og yfirmaður Íslendingar ekki áberandi á stærsta sviðinu Þórir Jóhann Helgason er eini íslenski leikmaðurinn sem verður í stóru hlutverki í fimm stærstu deildum í Evrópu á þessu tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY menn þurfa tíma til að aðlagast nýjum aðstæðum á meðan aðrir mæta á svæðið og taka stór skref nokkuð auðveldlega. Þórir er einn af þeim, hann kom inn í U21-liðið og var ekkert alltaf í byrjunarliðinu til að byrja með en festi sig í sessi. Hann tekur skrefið frá FH í næst- efstu deild á Ítalíu og stendur sig vel. Hann vinnur sig inn í A-landsliðið og á síðasta ári hefur hann spilað stórt hlutverk. Hann tekur þessi skref nokkuð auðveldlega. Hákon Arnar og Ísak eru að gera það sama í Danmörku, Elías Rafn markvörður er í Danmörku líka. Svo er hægt að færa þetta dæmi yfir á kvenna- landsliðið, Karólína Lea sem var að taka þátt í sínu fyrsta Evrópumóti tekur það með trompi.“ Nokkrir í stórum klúbbum Arnar Þór segir að þrátt fyrir að Ísland eigi ekki marga leikmenn í bestu deildunum séu margir leik- menn á góðum stað. „Við eigum Rúnar Alex, sem er í risastórum klúbbi, Mikael Egill er á góðum stað. Svo er annað sem við getum ekki skautað fram hjá, það er líka gott að vera í aðeins minni deild og vera í mjög stórum klúbbi. Sverrir er hjá PAOK í Grikklandi sem er mjög stór klúbbur, Hörður Björgvin hjá Panathinaikos, sem er mjög stór klúbbur. FCK og Midt- jylland eru stórir klúbbar í Dan- mörku. Það er líka stórt að vera í svona félögum og taka þátt í Evr- ópukeppnum.“ Íslenska landsliðið kemur aftur saman í september og vonast Arnar Þór eftir því að leikmenn liðsins verði á góðum stað þá. „Við tókum okkur frí eftir júnígluggann sem var langur og strangur. Núna erum við komnir á fullt að skoða leik- mennina okkar, belgíska deildin fór af stað um helgina sem dæmi og þessar deildir eru að rúlla af stað. Við erum spenntir því að mínu mati eru allir okkar leikmenn komnir á góðan stað, Jón Dagur fékk flottan klúbb í Belgíu, Andri Fannar fór til Hollands og svo fóru Arnór Sigurðs- son og Andri Lucas til Svíþjóðar. Það eru mjög fáir sem maður getur nefnt sem eru í vandræðum hjá sínu félagi. Við erum að fylgjast með því hvernig menn koma til leiks eftir undirbúningstímabilið. Svo von- andi förum við í úrslitaleik í Þjóða- deildinni í haust með liðið á góðum stað.“ n Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, er nokk- uð bjartsýnn á að nokkrir leikmenn muni á næstu árum stíga skrefið inn í sterkustu deildirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.