Fréttablaðið - 26.07.2022, Síða 14

Fréttablaðið - 26.07.2022, Síða 14
„Það eru samt örugglega hátt í 20 ár síðan ég gerði mitt fyrsta beinverk. Þá fór ég í dýrabúð og keypti snákafóður, það er, frosnar mýs, hreinsaði utan af nokkrum þeirra og bjó til eyrnalokka úr músahöfuðkúpunum. Þetta var á sama tíma og ég bjó á Akureyri. Á þeim tíma var lítil dýrabúð þaðan sem ég fékk gefins dýr ef þau dóu í búðinni. Ég fékk til dæmis páfagauk, mýs og fleira. Ég á enn höfuðkúpuna af páfagauknum. Það var svo fyrir tæplega þremur árum sem ég hellti mér almenni- lega út í þetta áhugamál. Fyrst vann ég undir nafninu Skrapari Heimis og Njarðar, en það var ekkert ofsalega þjált. Kærastinn minn kom þá með hugmyndina að nafninu Beinverk, sem ég nota enn. Þetta er náttúrlega orðagrín líka, enda er Laddinn ríkur í mér,“ segir Dísa og hlær. Efni úr öllum áttum Dísa sankar að sér efniviði hvaðan- æva. „Ég fæ þetta mest frá veiði- mönnum og bændum. Ég á líka vinkonu sem er fjárbóndi fyrir austan og hef fengið kinda- og hrútshöfuð þaðan. Svo fæ ég hests- höfuð líka frá bændum. Einnig kaupi ég stundum geitahausa frá geitafjársetrinu á Háafelli. Refa- hausa og minka fæ ég hins vegar frá ýmsum veiðimönnum og refaskyttum. Annars er allt sem ég fæ til að verka eitthvað sem yrði annars fargað. Ég er mest í því að selja kúpurnar eins og þær eru, eftir að ég hef hreinsað þær, en ef ég fæ extra flottar höfuðkúpur og er í stuði, þá sker ég oft út í þær eða mála þær. Núna er ég að dunda mér við að leira utan á eina sveppi og líma mosa og greinar á hana.“ Hænubeib „Ég hef líka verið að gera upp- stoppunarverk upp á síðkastið, en það er smá svona „bad taxidermy“ fílingur í þeim. Ég er nú enginn sérfræðingur í uppstoppun og það sem ég kann lærði ég af Youtube. Ég er búin að stoppa upp eina rottu og setja höfuðið af henni á dúkku í færeyska þjóðbúningnum, en ég safna líka þjóðbúningadúkk- um. Svo fékk ég dúfu frá stelpu sem er að rækta ýmis smádýr rétt hjá Selfossi. Höfuðið af dúfunni setti ég á dúkku í dönskum þjóð- búningi. Svo var ég að fá nokkrar dúkkur í íslenska þjóðbúningnum, með strumpahattana og allt og hlakka til að gera eitthvað með þær. Svo hef ég líka sett hænuhöfuð á barbídúkku, setti á hana augnhár og í hælaskó. Hún er algert mega- beib, sem er sérstaklega fyndið af því að maðurinn minn, sem kemur frá Húsavík, segir að þar í sveit kalli menn skvísur hænur. En er þetta ekki svolítið óhugnan legt áhugamál hjá þér? Hauskúpur, bein, dauð dýr ...? „Ég skil alveg svo sem að fólki finnist það. En ég vil líka taka fram að ég er mikill dýravinur. Ég var til dæmis á hestbaki um daginn og sú sem átti hestinn spurði mig hvað ég gerði. Ég sagði henni það og bætti svo við að hestarnir hennar væru nú töluvert sprækari en mínir hestar,“ segir Dísa og hlær. Íslenskar rottur og refatennur Stundum kemur fyrir að Dísa fær skemmdar höfuðkúpur af refum til dæmis. „Þá pilla ég tennurnar úr og get notað þær í skartgripagerð. Ég hef enn fremur gert hálsmen og eyrnalokka úr tilfallandi mennskum endajöxlum. Svo nota ég líka vængi af páfagaukum og lappirnar af þeim í eyrnalokka. Rottufætur eru líka mjög vinsælir sem eyrnalokkar. Það hafði meira að segja kona samband við mig um daginn og bað mig um að gera handa sér eyrnalokka úr rottu- fótum, en ég átti þá ekki til. Þá spurði hún hvort það myndi hjálpa ef hún gæti reddað þeim. Þá var hún starfandi meindýraeyðir. Hún kom til mín með rammíslenskar göturottur og ég gerði lokka fyrir hana.“ Hreinsun er heilmikið verk „Ég er líka í því að hreinsa upp höfuðkúpur fyrir fólk af dýrum sem því hefur þótt vænt um. Frænka mín vildi til dæmis fá höfuðkúpuna af hestinum sínum, sem dó. Svo fengu tvær refaskyttur mig til þess að hreinsa upp haus- kúpur fyrir sig af refum. Ég fjárfesti því í risastórum bruggpotti til að anna eftirspurn. Enn sem komið er hef ég þó ekki hreinsað upp höfuð- kúpu af ketti. Það er heilmikil vinna sem fer í að hreinsa upp höfuðkúpur. „Ég var að hreinsa upp tvö hestshöfuð um daginn. Það tók heila viku og ég er að drepast í kroppnum eftir það. Ef maður ætlar að hreinsa upp hauskúpu á styttri tíma en 3-4 mánuðum þá þarf að sjóða beinið í marga klukkutíma til að ná kjötinu af, en það má alls ekki bullsjóða, því þá geturðu skemmt beinin. Það þarf að sjóða extra lengi ef þú ert með stóra hausa til að ná öllu af. Svo þarf að fjarlægja heilann. Ef dýrið er með horn þarf að taka þau af til að hreinsa innan úr þeim, því það er kjöt í hornunum. Ég á líka duglegan hund sem hjálpar mér. Svo þegar búið er að sjóða kjötið af þá þarf samt að skrapa ákveðna staði, til dæmis aftan á hnakka kúpunnar, og þá nota ég bara neglurnar. Loks þarf beinið að liggja í peroxíði, sem hvíttar beinin en hreinsar það líka svo það rotni ekki. Ef það er ekki gert þá geta komið maðkar. Ef fólk vill að höfuðkúpan líti ekki út fyrir að vera hvíttuð er hægt að láta hana liggja í kaffi til að fá brúna litinn aftur. Ég hef enga nákvæma tölu yfir það hversu margar höfuðkúpur ég hef hreinsað upp allt í allt, en ætli þær séu ekki hátt í 200 talsins? Þegar ég fæ áhuga á einhverju fer öll orkan mín allan sólarhringinn í áhugamálið og fyrst um sinn var ég í mikilli fjöldaframleiðslu. Margt af þessu er ég núna búin að selja frá mér eða gefa.“ Úkraínukúpan til sölu Dísa vill svo leggja sitt af mörkum vegna stríðsins í Úkraínu. „Ég málaði höfuðkúpu af kind í fána- litum Úkraínu og setti á uppboð. Jóhanna María Einarsdóttir jme @frettabladid.is Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Dísa selur kúpurnar oftast eins og þær eru, eftir að hún hefur hreinsað þær. En ef hún fær extra flottar höfuðkúpur og er í stuði, þá sker hún oft út í þær eða málar. Dísa málaði ærhöfuð í úkraínsku fánalitunum og seldi til styrktar SOS barna- þorpum sem hjálpa börnum í Úkraínu. Dísa hefur búið til eyrnalokka úr jöxlum og rottu- og fuglafótum. Fallega málaðar og útskornar hauskúpur. Ágóðinn af sölu verksins á að renna óskertur til SOS barnaþorpa sem sinna mikilvægu starfi í þágu barna í Úkraínu.“ Það er því um að gera fyrir stofnanir, fyrirtæki eða einstaklinga að bjóða í verkið til að leggja sitt af mörkum. Dísa segist aðallega selja verkin sín á netinu, í gegnum samfélags- miðla, en að hana langi til að setja upp sýningu, til dæmis í Núllinu í Bankastræti. „Ég er einmitt alltaf á leiðinni að hafa samband við gall- eríin, eins og Núllið í Bankastræti, en er svo mikill frestari í eðli mínu að það hefur ekki enn orðið af því.“ Baggalútar og namibískt agat Dísa gerir einnig skart úr ýmsum steinum eins og baggalútum og núna er hún einmitt að vinna með Djúpalónsperlur og agat frá Nami- bíu. „Frænka kærasta míns gaf mér helling af agati af Agatströndinni í Namibíu þar sem sjórinn hefur slípað steinana glansandi fína. Einnig áskotnuðust mér Djúpalóns perlur, sem eru svartir kringlóttir steinar, og verða alveg kolbikasvartir þegar maður slípar þá. Þeir eiga að vera fullir af orku. Sjálf finn ég víbring þegar ég held á þessum steinum. Þeir hafa örugg- lega mikið verið notaðir í skart í gamla daga. Baggalútarnir voru svo notaðir í skart í gamla daga og voru þá kallaðir blóðstemmustein- ar. Þeir voru notaðir til að stöðva blæðingar, eins og eftir fæðingar. Þeir voru lagðir á lífbeinið og áttu konurnar að drekka af vatni eða víni sem steinarnir lágu í. Það er mjög gaman að fylgjast með því hvernig þeir koma úr slípunar- trommunni eftir að hafa velkst þar um í nokkrar vikur.“ n 2 kynningarblað A L LT 26. júlí 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.