Skessuhorn


Skessuhorn - 28.07.2021, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 28.07.2021, Blaðsíða 4
miðvikudagur 28. júlí 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Byggt á mettíma Á undanförnum misserum hefur í fjölmiðlum mátt sjá og heyra fréttir um stöðuga íbúðabyggingu á suðvesturhorni landsins og Eyjafjarðarsvæðinu. Fjölgun séreigna- og fjölbýlishúsa er mikil og á það við um allt höfuð- borgarsvæðið, Selfoss, Hveragerði, reykjanesbæ og akranes, svo dæmi séu tekin. Þannig voru um 500 íbúðir í skipulagi og á mismunandi byggingar- stigi á akranesi í vor þegar við tókum púlsinn á stöðunni. Þessi aukning í fjölda íbúða helst nokkuð í hendur við fjölgun íbúa á öllum þessum stöð- um. í flestum öðrum sveitarfélögum hér á vesturlandi hefur minna ver- ið byggt að undanförnu og sumsstaðar nánast ekkert. Engu að síður selj- ast allar eignir sem settar eru á sölu nánast jafnharðan og þær eru auglýst- ar. Þetta getur skapað vandræði fyrir starfandi fyrirtæki eins og við höfum reyndar sagt frá í fréttum og viðtölum hér í Skessuhorni. Fyrirtækin fá ekki fólk til starfa því íbúðarhúsnæði vantar. Þaðan sem ég bý hef ég dágott útsýni yfir akraneshöfn. Skipakomum þangað hefur reyndar fækkað mikið á þessari öld og því tekur maður eftir nánast hverri hreyfingu. Fyrr í sumar lagðist lítið flutningaskip að bryggju. Á þilfarinu og neðan þilja voru hvítar gámaeiningar. Þeim var skipað upp á sunnudegi og næsta eða þarnæsta dag var ekið með þær upp í eitt af nýju hverfunum í bænum. Þetta voru forbyggðar íbúaeiningar sem voru þarna að koma frá lettlandi. Á einum degi var nýtt tólf íbúða fjölbýlishús full- reist. Áður var að sjálfsögðu búið að jarðvegsskipta, leggja lagnir og steypa sökkul undir húsið. Síðan hefur verið í gangi frágangur á húsinu og er það nú nánast tilbúið til innflutnings og tíu af tólf íbúðum í því seldar. Flutt verður inn í ágúst eða september, einungis nokkrum vikum eftir að húsein- ingunum var skipað á land. Ég kynnti mér verð á íbúðum í þessu tilgreinda fjölbýlishúsi. veit að íbúðirnar í því eru vandaðar að gerð og litlu til sparað. Fermetraverð er engu að síður með því hagkvæmasta miðað við markaðinn á akranesi. Framleiðandi húsanna er systurfélag Bykó í lettlandi. Húsin eru byggð í svokölluðum módulum, en það þýðir að þau eru nánast fullgerð inni í verk- smiðju við bestu aðstæður þar sem hægt er að vinna alla daga, óháð veðri og vindum. Hugvitið er íslenskt, eignarhaldið á verksmiðjunni sömuleiðis og hagnaðurinn af verkefninu fer því til innlendra aðila. Það sem hins vegar gerist í verkefnum sem þessum er að vinnukrafturinn er að stærstum hluta erlendur. lettland nýtur skattanna sem þarlendir iðnaðarmenn greiða. En kannski er það aukaatriði. við sjáum að hjá mörgum af íslensku bygginga- fyrirtækjunum er þorri starfsfólks hvort sem er útlendingar sem hingað koma um lengri eða skemmri tíma. Okkur íslendingum hefur ekki farnast að leiða til mennta í byggingaiðngreinum nægjanlega marga til að sinna þeim störfum sem til falla. mér er kunnugt um að á nokkrum stöðum á vesturlandi er skortur á íbúðarhúsnæði. Ekki hvað síst vantar litlar og meðalstórar íbúðir. Ýmsar ástæður eru fyrir því að ekki er byggt á þessum stöðum. í einhverjum til- fellum getur það verið vegna þess að byggingaverktakar kjósa að fjárfesta þar sem markaðsverð eigna er hærra. Einnig getur verið um skort á bygg- ingaaðilum að ræða á svæðinu nú eða að sveitarfélögin eru ekki með skipu- lag klárt fyrir nýja byggð. í öllum tilfellum getur lausnin falist í að skoða fljótlega og að mínu viti hagkvæma leið eins og innflutt einingahús sem uppfylla alla þá byggingastaðla sem í gildi eru. Það hlýtur að vera markmið allra sveitarfélaga að sjá til þess að skipulags- mál séu í góðu lagi og að gert sé ráð fyrir fjölgun fyrirtækja og íbúa. mögu- lega gæti það verið skynsamlegt á þeim stöðum sem stöðnun hefur ríkt í húsbyggingum að skoða byggingarlausnir af þessu tagi. mögulega má liðka til með því að láta lóðir á hóflegu verði til að örva fjárfesta til dáða. í það minnsta er það betra en að gera ekki neitt. Magnús Magnússon Á vef Snæfellsbæjar er greint frá því að þriðji áfangi malbikunarfram- kvæmda í sveitarfélaginu mun hefj- ast mánudaginn 26. júlí og standa fram í ágúst, með hléi í kring- um verslunarmannahelgi. Fyrstu áfangar þessara framkvæmda voru sumrin 2017 og 2019 en nú er stefnt að því að malbika þær götur sem ekki voru teknar í fyrri áföng- um. „Ef veður leyfir verður byrjað á Hellissandi og verða keflavíkur- gata, Skólabraut, Bárðarás, Snæ- fellsás frá Höskuldsbraut að Hellis- braut ásamt bílastæðinu við röst malbikað í þessum áfanga. í rifi verður síðan lokið við að malbika Háarif í báða enda. í Ólafsvík verða malbikaðar göturnar Sandholt, Hábrekka, Túnbrekka, Engihlíð frá gatnamótum að heilsugæslu- stöð að grundarbraut, klifbrekkan frá miðbrekku að grundarbraut, Brautarholtið og vallholt frá klif- brekku að vallholti 19. að auki verða gerðar smávegis lagfæring- ar og malbik lagt á minni svæði til gera umhverfið snyrtilegra,“ segir í frétt Snæfellsbæjar. mm Á laugardag og sunnudag um versl- unarmannahelgina geta ferðalangar um dali staldrað við í Brautarholti og virt fyrir sér gömlu sveitabúð- ina sem þar er, en hún hefur ekki verið opin almenningi í fimmtíu ár. verslunin var starfrækt frá 1909 til 1971 og upprunalegar innréttingar hafa varðveist óbreyttar. Sveitabúð í þessari upprunalegu mynd er að- eins að finna í Brautarholti og úti í Flatey. Engar vörur eru í hillum en þess í stað hafa eigendur útbúið eins konar innsetningu sem gæti kitl- að minningar og ímyndunarafl gesta. Það sem er til sýnis er fyrst og fremst rýmið, og það geta gestir fyllt með eigin hugsunum. Opið verður á milli 13 og 18 báða dagana og aðgangur er ókeypis. -fréttatilkynning Handverksmaðurinn og hönnuð- urinn Svavar garðarsson í Búð- ardal hefur komið fyrir fallegri blómaskreytingu á áberandi stað í heimabæ sínum. Þar er þeim Þór- ólfi, Ölmu, víði og öllum hinum, þakkað framlag sitt fyrir að standa í stafni í baráttunni við Covid-19. Sveitungar Svavars hafa lýst ánægju sinni með framtakið enda skreyt- ingin smekkleg og ber vor um mik- inn hlýhug. mm/ Ljósm. sá Sýnir þríeykinu þakklæti Auk malbikunarframkvæmda á vegum Snæfellsbæjar var sumarið 2019 lokið við malbikun Ólafsbrautar á vegum Vegagerðarinnar, þar sem þjóðvegurinn liggur í gegnum Ólafsvík. Ljósm. úr safni/ kgk. Malbikunarframkvæmdir að hefjast í Snæfellsbæ Sveitabúðin í Brautarholti. Myndin er tekin um 1940. Sveitabúðin að Brautarholti í Dölum til sýnis

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.