Skessuhorn


Skessuhorn - 28.07.2021, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 28.07.2021, Blaðsíða 24
miðvikudagur 28. júlí 202124 í síðari heimsstyrjöld komu bandamenn sér upp aðstöðu á ís- landi til þess að fylgjast með og hefta siglingar þýskra herskipa og kafbáta og verja skipaleiðir sín- ar á norðaustanverðu atlants- hafi. í Hvalfirði lá oft fjöldi skipa á kaupskipalæginu utan Hvamms- víkur og á móts við Ferstiklu og herskipalæginu sem var í firðin- um sunnanverðum. Á stríðstím- um gat þar oft að líta stærstu her- skip veraldar sem veittu skipalest- unum vernd gegn orrustuskip- um þýska flotans í Noregi. Bret- ar reistu flotastöð í Hvítanesi þar sem m.a. var gert við netalagnir, sem lágu þvert yfir fjörðinn utan- verðan, til varnar óvinaskipum og kafbátum, svo og tundurdufl sem girtu fjörðinn við Hálsnes í sama tilgangi. í stöðinni voru birgða- geymslur, verkstæði, íbúðaskál- ar, spítali, og annað til þjónustu við herskipaflotann ásamt kvik- myndahúsi, verslun, veitingastofu og tómstundaheimili fyrir sjólið- ana. Öflug flotkví lá innanvert við nesið ásamt viðgerðar- og birgða- skipum og lyfti skipum til botn- viðgerðar. Breski flotinn starfrækti flota- stöð sína í Hvítanesi til stríðsloka en hóf þá brottflutning. Tæki og tól voru fjarlægð og hluti mann- virkja. Önnur voru skilin eftir. Nú tæpum mannsaldri eftir að seinna stríði lauk má enn sjá minjar eft- ir veru breska hersins á Hvítanesi. Flestar byggingar eru þó horfnar af yfirborðinu, að hluta eða öllu leiti. Þó er hægt að sjá móta fyr- ir grunnum bragga og annarra mannvirkja sem horfin eru, jafn- vel manngerðar holur eða byrgi. útveggir örfárra húsa hanga uppi. Tímans tönn hefur engu að síður leikið þessi hús grátt og þá hefur grafíklistafólk farið með sprey- brúsana þar um á síðustu árum. ummerki er að finna um fólk sem haldið hefur til í rústunum um skemmri eða lengri tíma. Blaðamaður Skessuhorns gekk um svæðið á Hvítanesi um liðna helgi. Þar var engan annan að sjá, afar friðsælt. Nokkrar kindur voru þar með lömb sín, greini- lega vanar umgangi. úti á firð- inum lónaði skúta ein af sverari sortinni. ragnar heitir sú, lúxuss- nekkja rússnesks auðkýfings, sem kostar tíu milljónir á dag að taka á leigu. Hvað skútan var þar að gera, skal ósagt látið, en vafalítið hefðu gestir fengið meiri athygli fyrir tæpum áttatíu árum, hefðu þeir þá verið þarna á skemmtisigl- ingu. mm Tímans tönn nagar burtu síðustu ummerki setuliðsins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.