Skessuhorn


Skessuhorn - 28.07.2021, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 28.07.2021, Blaðsíða 26
miðvikudagur 28. júlí 202126 veitinga-, skemmti- og afþreying- arstaðurinn grjótið-Bistro-Bar við kirkjubraut 10 á akranesi var opn- aður fyrir írska daga í sumar. veit- ingastaðurinn býður meðal annars upp á mat með mexíkönskum áhrif- um. Haraldur Helgason er eigandi staðarins. að sögn Haraldar legg- ur staðurinn mikla áherslu á að allt hráefni sé fengið úr héraðinu. Stefnt er að því að staðurinn skapi sex til átta störf. Boðið er upp á sér- stakan hádegismatseðil sem inni- heldur kjötrétt dagsins, borgara, fisk og salat. Einnig er í boði sér- réttamatseðill þar sem sjá má áður- greind mexíkönsk áhrif. um helgar er boðið upp á dögurð (brunch) á milli kl. 11 og 15. Á staðnum eru til staðar tvö full- vaxin pool borð auk þess sem gest- um stendur til boða að reyna með sér í pílu. Staðurinn er opinn alla virka daga frá kl. 11 til kl. 23 og frá kl. 11 til kl. 01 föstudaga og laugar- daga en sóttvarnaraðgerðir ráða þó opnunartímanum á meðan þær eru í gildi. Haraldur segir að um miðj- an ágúst muni staðurinn byrja að bjóða upp á beinar útsendingar frá enska boltanum og jafnframt verði í boði ýmis tilboð í mat og drykk í tengslum við boltann. Á staðnum verður einnig rekið kaffihús. Haraldur segir kaffihúsið enn vera í mótun en að ljóst sé að það vanti kaffihús í miðbæ akra- ness. Segir hann að mikil áhersla verði lögð á hágæða kaffi á kaffi- húsinu. Húsnæði grjótsins við kirkju- braut hýsti áður lögregluna á akra- nesi og þar með fangelsi bæjar- ins. Haraldur segir að ætlunin sé að segja sögu hússins með ýmsum hætti á veggjum veitingastaðarins og í stafrænum miðlum á næstu misserum. aftan við veitingastað- inn er hinn rómaði skrúðgarð- ur akurnesinga sem nýlega hefur gengið í endurnýjun lífdaga. Þar má meðal annars sjá verkið Stúlku með löngu í gosbrunni skrúðgarðsins en styttan er nýkomin á sinn stað eftir að hafa verið í viðgerð um árabil. verkið var formlega vígt eftir end- urbæturnar þann 17. júní 2020. að sögn Haraldar verður stað- urinn opinn alla verslunarmanna- helgina fyrir gesti og gangandi, ak- urnesinga jafnt og gesti þeirra. frg „Það eru geysileg vonbrigði sem fylgja því að gera væntingar barna og ungmenna að engu annað árið í röð. við höfum beðið eftir upplýs- ingum eins og öll þjóðin. miðað við þær forsendur sem okkur voru að berast í kvöld er ljóst, að ekki verð- ur hægt að halda unglingalands- mót umFí á Selfossi um verslun- armannahelgina,“ segir Þórir Har- aldsson, formaður framkvæmda- nefndar unglingalandsmóts umFí í tilkynningu síðastliðið föstudags- kvöld. „Þetta er afar þungbær og erf- ið ákvörðun. við erum með tár- in í augunum því margir hafa lagt hart að sér að gera það að veruleika og mörg börn og ungmenni búin að áforma að njóta helgarinnar með fjölskyldum sínum og vinum. En í ljósi aðstæðna verðum við að sýna ábyrgð og samstöðu á þessum óvissutímum og taka þátt í barátt- unni. Því miður er ómögulegt að halda mótið með ábyrgum hætti innan þeirra takmarkana sem sett- ar hafa verið og því verðum við að fresta mótinu,“ segir Þórir. undir- búningur fyrir mótið hefur stað- ið yfir síðustu ár og er þetta annað árið í röð sem því þarf að fresta. Þátttökugjald verður endurgreitt Skráning hefur verið í fullum gangi á unglingalandsmót umFí all- an júlí og stefndi í að mótið yrði eitt það fjölmennasta frá upphafi. „umFí mun endurgreiða öllum þátttakendum sem þegar hafa skráð sig. Enginn þarf að óska sérstaklega eftir endurgreiðslu. Ef einhverjar spurningar vakna er hentugast að senda skeyti á umfi@umfi.is.“ mm Hið árlega Flemming pútt mót var haldið á Hvammstanga síðastliðinn föstudag. leiknar voru tvisvar sinn- um 18 holur á mótinu. mótið gekk vel og veður var allgott, að sögn Flemmings. Þátttakendur voru 39 og hafa aldrei verið fleiri en mótið hefur verið haldið árlega frá 2011. Þess má geta að mótið er opið öll- um hvar sem þeir búa og hefur síð- ustu ár verið haldið sömu helgi og Eldur í Húnaþingi. Síðustu ár hafa Borgfirðingar verið mjög duglegir að mæta á Hvammstanga og hafa átt langflesta keppendur. völlurinn var þungur eftir góða rigningu en það hafði ekki áhrif á árangurinn. Hver púttarinn af öðrum kom sér og öðrum á óvart með góðum leik á annars erfiðum velli. geta má þess að völlurinn er á einstökum stað í góðu skjóli fyr- ir norðan vindi, staðsettur sunn- an við hús Heilsugæslunnar á Hvammstanga. Þar hafa stjórnend- ur í gegnum árin veitt mótsgestum aðgang að salerni og mótshaldara aðra hjálp. Einnig hafa stjórnend- ur Húnaþings vestra og Heilsu- gæslunnar verið duglegir að halda svæðinu í góðri umhirðu. Fyrir það ber að þakka. mótsstjóri var Flemming jessen en um skráningu, útreikning, ljós- myndun, veitingar og verðlaunaaf- hendingu sáu Elín jóna rósinberg, kristianna jessen, kristín ingibjörg Baldursdóttir og Þórdís Benedikts- dóttir. Úrslit urðu þessi: Karlar 1. Þorbergur Þórðarson, akranesi, 66 högg 2. ingimundur ingimundarson, Borgarbyggð, 67 högg 3. Sveinn Hallgrímsson, Borgar- byggð, 69 högg / bráðabani 4. marteinn reimarsson, Húna- þing vestra, 69 högg / bráðabani Konur 1. jónína B. ingólfsdóttir, Borgar- byggð, 69 högg 2. guðrún Birna Haraldsdóttir, Borgarbyggð, 71 högg 3. katrín r. Björnsdóttir, Borgar- byggð, 72 högg 16 ára og yngri 1. aron vattnes Einarsson, reykja- vík, 76 högg 2. ari karl kárason, Húnaþing vestra, 88 högg 3. Óskar Smári gíslason, Húna- þing vestra, 91 högg. mm/fj Grjótið-Bistro-Bar við skrúðgarðinn á Akranesi. Grjótið er nýr veitingastaður á Akranesi Haraldur Helgason, eigandi Grjótsins-Bistro-Bars. Keppt í strandblaki á Unglingalandsmóti. Ljósm. UMFÍ. Unglingalandsmóti UMFÍ frestað Úrslit úr Flemming – pútt mótinu á Hvammstanga Þátttakendur voru 39 og hafa aldrei verið fleiri. Þrjú efstu í flokki karla og kvenna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.