Skessuhorn


Skessuhorn - 28.07.2021, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 28.07.2021, Blaðsíða 21
miðvikudagur 28. júlí 2021 21 Umboðsaði l i fyr ir Málning hf 301 Hval f jarðarsveit | S ími 896 2356 | gardjons@vis ir. i s útimálun – innanhússmálun sandspör t lun þakmálun múrviðgerðir vinnuly f ta þjónustusamningar Hjá GJ málun eru al l ir með mik la og góða reynslu v ið málningarvinnu, jafnt v ið út imálun sem og innimálun. Um árabi l höfum við þjónustað mörg f yr ir tæki , stofnanir, f asteignafé lög , e instak l inga og húsfé lög með góðum árangri og fengist v ið ýmis spennandi verkefni . Regluleg t v iðhald á fasteignum borgar sig. Málning er góð vörn f yr ir veðri og vindum. Með reglulegu viðhaldi er hæg t að verja fasteignir og koma í veg f yr ir dýrar framkvæmdir. víðgelmir er stærsti hraunhell- ir landsins og oft sagður konungur íslenskra hella og ekki að ástæðu- lausu. Eins og nafnið gefur til kynna er víðgelmir afar stór eða um það bil 148 þúsund rúmmetrar og er einn af lengstu hellum landsins eða 1.585 metrar. Þak hellisins hef- ur hrunið á allstórum kafla, nærri norðurenda hans, og er þar eini inngangurinn. Hellirinn hefur að geyma litríkar hvelfingar, 1100 ára gamlar hraunmyndanir og árstíða- bundinn ís sem setur skemmtilegan svip á umhverfið. Hann er staðsett- ur í landi Fljótstungu í Hvítársíðu og er í Hallmundarhrauni. Þang- að eru um það bil 15 kílómetrar frá Húsafelli. Hellirinn var opnað- ur um miðjan maí fyrir fimm árum síðan fyrir skipulagðar ferðir. Þá var búið að bæta aðgengi að hellinum, smíða tröppur og göngupalla sem eru alls um 600 metrar niður í hell- inn, lagt í hann rafmagn og komið fyrir ljósum í honum. Blaðamaður Skessuhorns skellti sér nýverið með fjölskyldunni í víðgelmi og voru fjölskyldumeð- limir mjög sáttir með upplifunina. Ferðin tekur um einn og hálfan tíma niður hellinn og upp aftur og vorum við svo heppin að leið- sögn leiðsögumannsins fór fram á íslensku. Yfirleitt fer hún fram á ensku en þar sem allir í ferðinni voru íslenskir var hún á íslensku og það var fínt fyrir börnin sér- staklega því að efast má um að þau hefðu nennt að hlusta á allt á ensku þegar þau stundum missa athyglina á sínu eigin tungumáli. leiðsögu- maðurinn stoppaði hópinn af og til með ýmsum fróðleik um hellinn og skemmtilegum sögum og aldrei leiddist manni á nokkurn hátt í ferðinni. Þá var mjög skemmtileg- ur endapunktur í ferðinni, sem best er að segja ekki of mikið um til að skemma ekki fyrir upplifun þeirra sem ætla sér að kíkja í heimsókn í víðgelmi. allir fá hjálma og höfuðljós með í för og gott er að klæða sig vel fyr- ir ferðina því það getur verið kalt í hellinum, eða um frostmark, og þá er um að gera að fara varlega á rölt- inu því pallarnir geta verið sleipir á köflum. miðaverð fyrir fullorðna er sjö þúsund, fyrir börn 7-15 ára kostar 3.800 krónur og frítt er fyrir sex ára og yngri. Sniðugt er að taka með sér nesti og fá sér að borða við þjónustuhúsið áður en lagt er af stað í ferðina og ekki vitlaust að taka með sér í hellinn kaffi eða heitt kakó til að ylja sér og kannski smá súkkulaði! Fyrir þá sem hafa ekki fengið nóg af hellum eftir þessa ferð þá er stutt að kíkja í Surtshelli sem er einn lengsti og þekktasti hraunhell- ir á íslandi eða um 1.970 metrar á lengd. Þá má einnig nefna fleiri náttúruundur í nágrenninu, svo sem Hraunfossa og Barnafoss í Hvítá, sem alltaf er jafn gaman að skoða. vaks Hjónin karl ingi karlsson og Stein- unn matthíasdóttir flytja um þessar mundir búferlum úr Búðardal eftir um 20 ára búsetu. Steinunn segir í samtali við Skessuhorn að hún hafi gegnum árin nýtt sér vel þá líkams- ræktaraðstöðu sem ungmennafélag- ið Ólafur Pái hefur staðið myndar- lega á bak við. Þau hjónin langaði að færa félaginu þakklætisvott fyrir að halda úti þessari þörfu starfsemi og færðu félaginu að gjöf togvél, sem bætist í flóru tækja í líkams- ræktinni. Togvélin virkar þannig að fólk festir fæturna og hvolfir sér og teygir þannig á bakinu. vélin á eft- ir að gera bakveikum dalamönnum gott á komandi árum. Tækið var af- hent síðastliðinn fimmtudag og tók ingibjörg jóhannsdóttir við því fyr- ir hönd Ólafs Pá. líkamsrækt Ólafs Pá keypti nýja aðstöðu fyrir ræktina rétt fyrir heimsfaraldur Covid-19 og hefur verið að bæta hana undanfarið. in- gibjörg segir aðstöðuna að verða nokkuð vel tækjum búna, en nú sé lagt kapp á öflun tækja og aðstöðu sem gæti nýst fyrir sjúkraþjálfun og er togbekkurinn einmitt mikilvægt tæki sjúkraþjálfara. Næstu tæki verða væntanlega meðferðarbekkur og þau sérhæfðu raftæki sem þarf til sjúkraþjálfunar. Þeim sem vilja styðja við upp- byggingu þessarar aðstöðu bent á að hafa samband við ungmennafé- lagið. ingibjörg vill koma á fram- færi kærum þökkum ungmennafé- lagsins til Steinu og kalla. bj Hraunhellirinn Víðgelmir heimsóttur Við innganginn þar sem ferðin hefst. Ljósm. Af síðu The Cave. Séð inn í Víðgelmi. Ljósm. vaks Hér er Ingi- björg að prófa nýju togvélina. Ungmennafélagið fékk togvél í kveðjugjöf Karl, Steinunn og Ingibjörg standa hér við nýju togvélina.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.