Skessuhorn


Skessuhorn - 28.07.2021, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 28.07.2021, Blaðsíða 18
miðvikudagur 28. júlí 202118 Flekkudalsá á Fellsströnd í döl- um á sérstakan stað í hjarta margra veiðimanna. veiðisvæðið er fjöl- breytt og fallegt. Þorgils Helgason var við veiðar í ánni fyrir stuttu og segir svo frá: „veiðin í Flekkudalsá hefur farið rólega af stað eins og víðast hvar á landinu. Hollið sem lauk veiðum í dag landaði fimm löxum og missti annað eins. Ástundun var róleg og veðrið æðislegt. komnir voru 28 laxar á land. alltaf fallegt að koma í Flekkuna og gott að vera en von- andi fer veiðin aðeins batnandi á komandi dögum.“ móðir Þorgils, margrét lísa, fékk sinn stærsta lax á ferlinum í ferðinni; stórglæsilega 85 cm hrygnu sem lét heldur bet- ur fyrir sér hafa. Þvílík átök og taka hjá hrygnunni sem rauk út um allan hylinn, stökk í þrígang en var loks landað aðeins fyrir neðan. Hrygn- an tók rauðan Frances nr 12. Víða veiði í landshlutanum ,,Það hefur verið fín veiði á Seleyr- inni við Borgarnes og vænir fisk- ar að koma á land,“ segja félagar hjá Stangveiðifélagi Borgarness. margir hafa rennt fyrir fisk á eyr- inni í sumar og reyndar voru marg- ir staddir þar á sama tíma þegar við renndum fram hjá fyrir fáum dög- um. „veiðin er að lagast í andakílsá og það eru komnir hundrað lax- ar,“ sagði ingimundur Bergsson hjá Stangaveiðifélagi reykjavíkur. veiðin fór rólega af stað í sumar. „við erum að fara í ána og sjáum hvað gerist,“ sagði ingimundur enn fremur. andakílsá gaf 666 laxa í fyrra sem líklega var mesta veiði á eina stöng, því dagarnir voru fáir og einungis veitt í tilraunaskyni. Fyrsti laxinn var að koma á land úr leirá Borgarfirði. Það var Harpa Hlín Þórðardóttir sem veiddi hann. morgunveiðin í laxá í leirár- sveit var 21 lax dag einn í liðinni viku, en alls hefur áin gefið 333 laxa, sem er mjög gott. „Það er flott veiði hérna,“ sagði Hlynur jónas- son á bökkum laxár í leirársveit. ,,við vorum í Hörðudalsá og það var gaman, róleg veiði en nýja veiðihúsið er flott, alveg meiri- háttar,“ sagði jóhann Sigurðarson leikari og bætti við: „veiðihúsið fær fimm stjörnur.“ Áin hefur gef- ið fimm laxa og eitthvað af bleikju. Það vantar vatn og nú er farið að rigna. miðá, næsta á við hliðina á Hörðudalsá, hefur tekið kipp og þar hafa veiðst 35 laxar og töluvert af bleikju. „Þetta er allt að koma hjá okkur,“ sagði Fjóla mikaels- dóttir um stöðuna í miðá. Haukadalsá og laxá í dölum hafa verið rólegar, veiðimenn sem voru í Búðardalsá fyrir skömmu fengu tvo laxa. „veiðin var róleg en útiveran góð, áin hefur gefið ellefu laxa,“ sögðu veiðimennirnir enn fremur. Það er víða fallegt við árnar. Neð- arlega í gufuá er laxinn kannski ekki alveg mættur en nóg var að seiðum upp eftir allri á. veiðin heldur áfram og fjölskyld- ur geta veitt saman um helgina, án þess að láta sóttvarnahömlur trufla sig. Nefna má Oddastaðavatn, Hlíðarvatn, langavatn eða Hreða- vatn. Einn og einn fiskur er betra en ekkert. Þeir sem velja örugga veiði leggja svo land undir hjól og bruna á arnarvatnsheiði, en hægt er að kaupa veiðileyfi þar í veitinga- staðnum við Hraunfossa. Hyljir teppalagðir af fiski ,,við enduðum ferðina á akranesi þetta árið, í bili allavega, og þetta var meiriháttar ferðalag hjá okk- ur Friðriki Ómari. Spiluðum á 23 stöðum,“ sagði söngvarinn góð- kunni jógvan Hansen, en þeir fé- lagar enduðu túrinn í Borgarnesi og akranesi um liðna helgi. Þeim var tekið með kostum og kynjum um allt land og aðsóknin var meiri- háttar. Nú tekur hins vegar veiðin við. „veiðisumarið byrjaði í langá á mýrum en þar veiddi maður fyrsta laxinn sinn í sumar. Svo var það leirvogsá og hún er fjölbreytt, fullt af fiski en hann var ekki gráðugur og tekur illa, eins og það var mik- ið af honum. allavega tveir hyljir voru teppalagðir af fiski, sjaldan séð svona mikið af laxi á sama stað. Síð- an eru veiðivötn og eitthvað meira. Ég ætla að að veiða og veiða það sem eftir er af sumri. veiðin er svo skemmtileg og gott eftir svona ferð kringum landið að ná sér í stöngina og renna fyrir fisk,“ sagði jógvan ennfremur. gb Stórlax í Flekkudalsá og víða er fisk að fá Jógvan Hansen með flottan lax úr Leirvogsá fyrir fáum dögum. Ljósm. mg. Með vænan fisk úr Flekkudalsá. Kíkt eftir fiski í Gufuá í vikunni sem leið, en víða er mjög fallegt við ána. Ljósm. mg. Seleyrin sunnan við Borgarnes hefur verið að gefa fína fiska. Stundum er marg- menni í flæðarmálinu. Ljósm. mg. Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í vikunni sem leið rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti suður-afríska fyrirtækið gannet búnað fyrir dróna sem gerir drónum kleift að bera farg fyrir veiði- menn, til dæmis spúna eða annað agn, út á sjó eða vatn og sleppa farginu þar. Þetta sparar því veiðimönnum fyrirhöfnina við að kasta spúninum út sjálfir og nær lengra en þeir geta nok- kru sinni kastað. má ætla að það sé mikill léttir fyrir veiðimenn að slep- pa við að kasta út. Enn sem komið er virðist tæknin takmarkast við út- kastið en vænta má að allt kapp sé nú lagt á að finna upp búnað til þess að drösla aflanum á land. Sennilega verða stangveiðar þannig í framtíðinni að veiðimenn sitja inni í upphituðum jep- panum á árbakkanum eða uppi í veiði- húsi, með fjarstýringu, og dróninn sér um veiðina, að gera að fiskinum og vacuum pakka honum. jafnvel mætti hugsa sér að dróninn búi til fiskibol- lur líka. Þessi tækni mun án efa nýtast strandveiðisjómönnum þegar fram líða stundir. verður spennandi að fylgjast með þessari þróun því eins og kunnugt er hefur Fiskistofa tekið upp drónaeft- irlit með strandveiðum og fleiru. Það verða því væntanlega áður en langt um líður drónar í háloftunum sem fylgjast með drónum að veiðum. frg Stangveiðar með drónum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.